Viðskipti innlent

Ekki með starfslokasamning heldur tveggja ára uppsagnarfrest

Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi forstjóri Icelanndair.
Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi forstjóri Icelanndair.

Yfirststjórn Icelandair hefur óskað eftir að koma að leiðréttingu vegna fréttar Vísis um starfslok Jóns Karls Helgasonar, fyrrverandi forstjóra félagsins. Vísir greindi frá því að Jón Karl hefði fengið 60 milljónir króna í starfslokasamning þegar hann hætti. Þetta mun ekki vera rétt, heldur var hann með tveggja ára uppsagnarfrest sem hann fékk borgaðan þegar hann lét af störfum.

Yfirlýsingin frá Icelandair fylgir hér í heild sinni:

„Ágæta ritstjórn.

Vegna fréttar á vísir.is þess efnis að Jón Karl Ólafsson fyrrum forstjóri Icelandair Group hf hafi fengið starfslokasamning við félagið upp á rúmar 60 m.kr vill undirritaður taka fram eftirfarandi.

Jón Karl Ólafsson fyrrverandi forstjóri Icelandair Group hf sem lét af störfum um s.l. áramót fékk engar greiðslur í tengslum við starfslok sín hjá félaginu. Skv. ráðningarsamningi sem gerður var við Jón áður en núverandi stjórn kom að félaginu á Jón eins og aðrir launþegar rétt á launum á uppsagnarfresti. Uppsagnarfrestur Jóns skv. samningnum nam 24 mánuðum. Þar sem Jón vinnur ekki út uppsagnarfrestinn að ósk félagsins er í ársreikningi vegna ársins 2007 gjaldfærsla sem nemur fjárhæð sem svarar til þeirra launa sem ber að greiða fyrrum forstjóra næstu 24 mánuði að viðbættum launatengdum gjöldum. Stjórn félagsins ítrekar að hún hefur ekki og hyggst ekki gera samninga um sérstakar greiðslur við starfslok einstakra starfsmanna. Þetta er áréttað þar sem í umfjöllun fjölmiðla og manna á milli er oft ruglað saman hugtakinu "starfslokagreiðsla" og greiðslu launa á umsömdum uppsagnarfresti.

Virðingarfyllst

Gunnlaguur M. Sigmundsson

Stjórnarformaður Icelandair Group hf"






Fleiri fréttir

Sjá meira


×