Verð til bænda of hátt! Þórólfur Matthíasson skrifar 8. september 2016 07:00 Tvær fréttir á vef Bændablaðsins vekja athygli. Í annarri, dagsettri í lok júlí, er sagt frá því að sauðfjárbændur vilji 12,5% hækkun á skilaverði í haust, segja tilkostnað hafa hækkað. Í hinni, dagsettri í lok ágúst, er sagt frá því að sauðfjárbændur mótmæli harðlega (12%) lækkun afurðaverðs. Sauðfjárbúskapur á Íslandi stendur frammi fyrir margþættum vanda. Dæmi: Afleiðingar ofbeitar á afréttum og stórhættuleg lausaganga fjár á fjölförnum þjóðvegum eru ljóslifandi hverjum þeim sem ferðast um landið. Lítill vilji virðist meðal sauðfjárbænda til að takast á við þessi vandamál. Annar vandi snýr að því að neysla sauðfjárafurða hefur dregist stórlega saman á sama tíma og bændur kvarta sáran undan skilaverðinu. Offramleiðsluvandinn tengist ofbeitarvandanum og neyslusamdrættinum. Tölur segja sína sögu:Neyslan var nálægt 80% af heildarframleiðslunni en er nú ríflega 65%. Offramleiðslan hefur aukist úr að vera 30% umfram innanlandsmarkaðinn í að vera rösklega 50%. Sífelld markaðsátök erlendis hafa hugsanlega skilað söluaukningu, en sílækkandi skilaverð dugar ekki til að standa undir kostnaði við framleiðsluna og markaðssetninguna. Markaðsátök (að ekki sé sagt markaðsofbeldi vegna innflutningstálmana) innanlands hafa hugsanlega hægt á samdrætti innlendu neyslunnar. En hverjum manni sem skoðar strauma í kjötneyslu nágrannaþjóða má vera ljóst hvert stefnir. Neysla Dana og Svía nemur 1 kg af kjöti af sauðfé á ári, neysla Norðmanna nemur um 5 kg á mann á ári. Sé horft 10-20 ár fram í tímann er líklegt að neysla á mann á Íslandi verði ekki meiri en 10 kg á ári, kannski nær 5 kg á mann ári. Þ.e.a.s. heildarneyslan ætti að vera á bilinu 2-4 þúsund tonn á árunum 2026 til 2036. Ef ekki á að halda áfram á slóð gegndarlausrar offramleiðslu þarf að minnka sauðfjárstofninn á landinu um 60–80% á næstu 10-20 árum. Augljóslega er verðhækkun til bænda ekki hluti af því aðlögunarferli. Þar þarf önnur meðöl til. Þetta mættu þingmenn hafa í huga nú þegar þeir fjalla um búvörusamninga.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Tvær fréttir á vef Bændablaðsins vekja athygli. Í annarri, dagsettri í lok júlí, er sagt frá því að sauðfjárbændur vilji 12,5% hækkun á skilaverði í haust, segja tilkostnað hafa hækkað. Í hinni, dagsettri í lok ágúst, er sagt frá því að sauðfjárbændur mótmæli harðlega (12%) lækkun afurðaverðs. Sauðfjárbúskapur á Íslandi stendur frammi fyrir margþættum vanda. Dæmi: Afleiðingar ofbeitar á afréttum og stórhættuleg lausaganga fjár á fjölförnum þjóðvegum eru ljóslifandi hverjum þeim sem ferðast um landið. Lítill vilji virðist meðal sauðfjárbænda til að takast á við þessi vandamál. Annar vandi snýr að því að neysla sauðfjárafurða hefur dregist stórlega saman á sama tíma og bændur kvarta sáran undan skilaverðinu. Offramleiðsluvandinn tengist ofbeitarvandanum og neyslusamdrættinum. Tölur segja sína sögu:Neyslan var nálægt 80% af heildarframleiðslunni en er nú ríflega 65%. Offramleiðslan hefur aukist úr að vera 30% umfram innanlandsmarkaðinn í að vera rösklega 50%. Sífelld markaðsátök erlendis hafa hugsanlega skilað söluaukningu, en sílækkandi skilaverð dugar ekki til að standa undir kostnaði við framleiðsluna og markaðssetninguna. Markaðsátök (að ekki sé sagt markaðsofbeldi vegna innflutningstálmana) innanlands hafa hugsanlega hægt á samdrætti innlendu neyslunnar. En hverjum manni sem skoðar strauma í kjötneyslu nágrannaþjóða má vera ljóst hvert stefnir. Neysla Dana og Svía nemur 1 kg af kjöti af sauðfé á ári, neysla Norðmanna nemur um 5 kg á mann á ári. Sé horft 10-20 ár fram í tímann er líklegt að neysla á mann á Íslandi verði ekki meiri en 10 kg á ári, kannski nær 5 kg á mann ári. Þ.e.a.s. heildarneyslan ætti að vera á bilinu 2-4 þúsund tonn á árunum 2026 til 2036. Ef ekki á að halda áfram á slóð gegndarlausrar offramleiðslu þarf að minnka sauðfjárstofninn á landinu um 60–80% á næstu 10-20 árum. Augljóslega er verðhækkun til bænda ekki hluti af því aðlögunarferli. Þar þarf önnur meðöl til. Þetta mættu þingmenn hafa í huga nú þegar þeir fjalla um búvörusamninga.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun