Viðskipti innlent

Magnús farinn úr Gnúpi

Magnús Kristinsson athafna- og útvegsmaðurinn Magnús keypti hluti úr Gnúpi fyrir sölu félagsins.
Magnús Kristinsson athafna- og útvegsmaðurinn Magnús keypti hluti úr Gnúpi fyrir sölu félagsins.

„Ég keypti úr Gnúpi áður en við seldum félagið,“ segir athafna- og útgerðarmaðurinn Magnús Kristinsson í Vestmannaeyjum.

Gnúpur, sem Magnús átti með Kristni Björnssyni og Þórði Má Jóhannessyni, forstjóra félagsins, var um tíma einn af stærstu hluthöfum í FL Group og Kaupþingi. Félagið lenti í erfiðleikum fyrir síðustu áramót í kjölfar mikillar gengislækkunar á bréfum félagsins og hóf sölu úr eignasafninu. Í kjölfarið mátti ætla að helstu verðmæti Gnúps hafi falist í skattalegu tapi.

Smáey, félag Magnúsar, er skráð fyrir tveimur prósentum í FL Group, er tólfti stærsti hluthafinn, og með 2,12 prósent í Landsbankanum, er þar tíundi stærsti hluthafinn samkvæmt hluthafaskrá félaganna frá í síðustu viku. Félagið á sömuleiðis 0,6 prósenta hlut í Kaupþingi, sem það keypti af Gnúpi fyrir síðustu áramót.

„Ég get ekkert tjáð mig um málið, er bundinn trúnaði,“ segir Lárentsínus Kristjánsson, hæstaréttarlögmaður hjá Lögmönnum Reykjavíkur, sem nú fer með mál Gnúps. „En starfsemin er lítil og staðan ekki góð.“ - jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×