Viðskipti erlent

Sýningum á Frozen-söng­leiknum ekki fram haldið á Broa­dway

Atli Ísleifsson skrifar
Frá uppsetningu Frozen á Broadway í New York.
Frá uppsetningu Frozen á Broadway í New York. Getty

Sýningum á söngleiknum Frozen á Broadway í New York verður ekki fram haldið í haust þegar leikhúsin þar opna á ný.

Frá þessu greindi leikritadeild Disney í gær, en bandarískir fjölmiðlar segja Frozen þar með verða fyrsta uppsetningin á Broadway sem verður fórnarlamb kórónuveirunnar.

Söngleikurinn var frumsýndur í maí 2018 og hefur eftir það verið einn af vinsælustu sýningunum á Broadway. Sýningarnar urðu alls 851 og voru miðar seldir fyrir alls 155 milljónum Bandaríkjadala, um 23 milljarða íslenskra króna.

Leikhúsunum á og við Broadway var lokað um miðjan mars vegna kórónuveirunnar og nú í vikunni var tilkynnt að þau verði lokuð til að minnsta kosti september.

Búið er að fresta frumsýningu á fjölda verkum sem átti að frumsýna í vor fram á haustið, meðal annars Plaza suite með leikarahjónunum Sarah Jessica Parker og Matthew Broderick.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×