Viðskipti erlent

Sýningum á Frozen-söng­leiknum ekki fram haldið á Broa­dway

Atli Ísleifsson skrifar
Frá uppsetningu Frozen á Broadway í New York.
Frá uppsetningu Frozen á Broadway í New York. Getty

Sýningum á söngleiknum Frozen á Broadway í New York verður ekki fram haldið í haust þegar leikhúsin þar opna á ný.

Frá þessu greindi leikritadeild Disney í gær, en bandarískir fjölmiðlar segja Frozen þar með verða fyrsta uppsetningin á Broadway sem verður fórnarlamb kórónuveirunnar.

Söngleikurinn var frumsýndur í maí 2018 og hefur eftir það verið einn af vinsælustu sýningunum á Broadway. Sýningarnar urðu alls 851 og voru miðar seldir fyrir alls 155 milljónum Bandaríkjadala, um 23 milljarða íslenskra króna.

Leikhúsunum á og við Broadway var lokað um miðjan mars vegna kórónuveirunnar og nú í vikunni var tilkynnt að þau verði lokuð til að minnsta kosti september.

Búið er að fresta frumsýningu á fjölda verkum sem átti að frumsýna í vor fram á haustið, meðal annars Plaza suite með leikarahjónunum Sarah Jessica Parker og Matthew Broderick.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
LEQ
0,59
1
1.288

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-6,56
15
6.123
REGINN
-3,59
20
47.585
EIK
-3,31
8
62.252
VIS
-3,22
7
89.006
SJOVA
-2,66
11
32.075
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.