Vísindin og sannlíki stjórnmálanna Guðni Elísson skrifar 22. apríl 2017 10:21 Um það leyti sem Donald Trump var kjörinn 45. forseti Bandaríkjanna átti alfræðiritið Conservapedia 10 ára afmæli. Conservapedia var stofnað af bandaríska íhaldsmanninum Andrew Schlafly í þeim tilgangi að vega upp á móti frjálslyndisslagsíðunni sem honum þótti vera á uppflettiritinu Wikipediu, en ýmislegt sem þar mátti finna gekk þvert á veruleikasýn hægri sinnaðra harðlínumanna. Conservapedia sérhæfir sig í miðlun „annars konar staðreynda“ (e. alternative facts), þar sem mynd íhaldsmanna af heiminum er staðfest í færslum sem hafa á sér fræðilegt yfirbragð. Þar má finna greinar þar sem dreginn er fram „efi“ um viðurkennda þekkingu á sviði þróunarfræða og loftslagsvísinda; meira að segja afstæðiskenning Einsteins virðist standa höllum fæti ef tekið er tillit til þeirra 50 mótraka sem sett eru fram gegn kenningunni. Þar má nefna ýmis kraftaverk Krists (mótrök 22) og sköpunarsöguna í Mósebók (mótrök 43). Þegar þetta er skrifað hafa netnotendur sótt sér „þekkingu“ á Conservapediu yfir 600 milljón sinnum. Hættan sem stafar af íhaldsmönnum eins og Schlafly er fyrst og fremst sú að þeim nægir ekki að binda trúarsannfæringu sína við einkalífið, þeir krefjast þess að stjórnvaldsaðgerðir mótist af þeirra eigin heimssýn. Í þeim tilgangi hafa hægri sinnaðir harðlínumenn á Vesturlöndum nú um nokkurra áratuga skeið skapað umfangsmikil „þekkingarkerfi“ á sviði náttúru- og raunvísinda utan um stjórnmálaskoðanir sínar og viðhaldið þeim á markvissan hátt, t.d. með bóka- og tímaritaútgáfu. Þetta er m.a. gert með því að flytja þekkingarsköpunina úr háskólunum inn í hugveituna þar sem búið er til lokað tilvísanakerfi sem er í engum tengslum við raunveruleikann. Er því „fræðiefni“ svo teflt fram gegn ríkjandi sýn vísindamanna með góðum árangri því að pistlahöfundar, fréttastofur og lesendur miðla sannlíkinu áfram og almenningur heldur að enn sé tekist á um mikilvægar kenningar, sem þó er fyrir löngu búið að samþykkja af vísindasamfélaginu öllu. Líklega hafa stjórnmálaskoðanir ekki verið jafn fyrirferðarmiklar í vísindalegri umræðu síðan á valdatíma Stalíns í Sovétríkjunum gömlu. Schlafly á sér mörg skoðanasystkini á Íslandi og ýmsir íslenskir stjórnmálamenn láta því miður stýrast af veruleikasýn sérhagsmunahugveitunnar. Nægir að nefna Brynjar Níelsson og Sigríði Andersen, dómsmálaráðherra. Ein afleiðing sannlíkisvæðingarinnar í opinberri umræðu er virðingarleysi fyrir raunverulegri þekkingarsköpun. Við slíkar aðstæður er menntakerfið ekki aðeins markvisst fjársvelt eins og gerst hefur á Íslandi. Stjórnmálamennina skortir þá líka getu til þess að greina á milli þekkingar sem byggir á hinni vísindalegu aðferð og innantómum pólitískum spuna. Þeir telja sig ekki bundna af niðurstöðum rannsókna í stjórnvaldsaðgerðum og eru óhræddir við að hunsa þær ef það hentar frekar. Í slíku umhverfi geta stjórnmálamenn rætt mikilvægi þess að „forðast ægivald vísindalegrar kennisetningar“ eins og Teitur Björn Einarsson þingmaður gerði fyrir skömmu þegar rannsóknarniðurstöður voru honum ekki að skapi. Við greiðum fyrir slíka fáfræði dýru verði. Í samfélögum þar sem sannlíkið er gert að gildu viðmiði er velferð allra ógnað. Þá höfum við tapað einu mikilvægasta tækinu sem við búum yfir til þess að lesa í umhverfið og framtíð okkar á jörðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Um það leyti sem Donald Trump var kjörinn 45. forseti Bandaríkjanna átti alfræðiritið Conservapedia 10 ára afmæli. Conservapedia var stofnað af bandaríska íhaldsmanninum Andrew Schlafly í þeim tilgangi að vega upp á móti frjálslyndisslagsíðunni sem honum þótti vera á uppflettiritinu Wikipediu, en ýmislegt sem þar mátti finna gekk þvert á veruleikasýn hægri sinnaðra harðlínumanna. Conservapedia sérhæfir sig í miðlun „annars konar staðreynda“ (e. alternative facts), þar sem mynd íhaldsmanna af heiminum er staðfest í færslum sem hafa á sér fræðilegt yfirbragð. Þar má finna greinar þar sem dreginn er fram „efi“ um viðurkennda þekkingu á sviði þróunarfræða og loftslagsvísinda; meira að segja afstæðiskenning Einsteins virðist standa höllum fæti ef tekið er tillit til þeirra 50 mótraka sem sett eru fram gegn kenningunni. Þar má nefna ýmis kraftaverk Krists (mótrök 22) og sköpunarsöguna í Mósebók (mótrök 43). Þegar þetta er skrifað hafa netnotendur sótt sér „þekkingu“ á Conservapediu yfir 600 milljón sinnum. Hættan sem stafar af íhaldsmönnum eins og Schlafly er fyrst og fremst sú að þeim nægir ekki að binda trúarsannfæringu sína við einkalífið, þeir krefjast þess að stjórnvaldsaðgerðir mótist af þeirra eigin heimssýn. Í þeim tilgangi hafa hægri sinnaðir harðlínumenn á Vesturlöndum nú um nokkurra áratuga skeið skapað umfangsmikil „þekkingarkerfi“ á sviði náttúru- og raunvísinda utan um stjórnmálaskoðanir sínar og viðhaldið þeim á markvissan hátt, t.d. með bóka- og tímaritaútgáfu. Þetta er m.a. gert með því að flytja þekkingarsköpunina úr háskólunum inn í hugveituna þar sem búið er til lokað tilvísanakerfi sem er í engum tengslum við raunveruleikann. Er því „fræðiefni“ svo teflt fram gegn ríkjandi sýn vísindamanna með góðum árangri því að pistlahöfundar, fréttastofur og lesendur miðla sannlíkinu áfram og almenningur heldur að enn sé tekist á um mikilvægar kenningar, sem þó er fyrir löngu búið að samþykkja af vísindasamfélaginu öllu. Líklega hafa stjórnmálaskoðanir ekki verið jafn fyrirferðarmiklar í vísindalegri umræðu síðan á valdatíma Stalíns í Sovétríkjunum gömlu. Schlafly á sér mörg skoðanasystkini á Íslandi og ýmsir íslenskir stjórnmálamenn láta því miður stýrast af veruleikasýn sérhagsmunahugveitunnar. Nægir að nefna Brynjar Níelsson og Sigríði Andersen, dómsmálaráðherra. Ein afleiðing sannlíkisvæðingarinnar í opinberri umræðu er virðingarleysi fyrir raunverulegri þekkingarsköpun. Við slíkar aðstæður er menntakerfið ekki aðeins markvisst fjársvelt eins og gerst hefur á Íslandi. Stjórnmálamennina skortir þá líka getu til þess að greina á milli þekkingar sem byggir á hinni vísindalegu aðferð og innantómum pólitískum spuna. Þeir telja sig ekki bundna af niðurstöðum rannsókna í stjórnvaldsaðgerðum og eru óhræddir við að hunsa þær ef það hentar frekar. Í slíku umhverfi geta stjórnmálamenn rætt mikilvægi þess að „forðast ægivald vísindalegrar kennisetningar“ eins og Teitur Björn Einarsson þingmaður gerði fyrir skömmu þegar rannsóknarniðurstöður voru honum ekki að skapi. Við greiðum fyrir slíka fáfræði dýru verði. Í samfélögum þar sem sannlíkið er gert að gildu viðmiði er velferð allra ógnað. Þá höfum við tapað einu mikilvægasta tækinu sem við búum yfir til þess að lesa í umhverfið og framtíð okkar á jörðinni.
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun