Viðskipti innlent

Icelandair: Á þriðja tug uppsagna dregnar til baka

Icelandair.
Icelandair.

„Við vorum búnir að gera áætlun fyrir veturinn en svo kemur í ljós að það horfir betur við en við töldum," segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair en flugfélagið ákvað að draga uppsagnir 24 flugmanna til baka nú á dögunum.

Ástæðuna segir Guðjón vera helst þá að flugrekstur sé bundin miklum árstíðarsveiflum og þeir héldu að draga þyrfti seglin saman í vetur. Svartsýnustu spár rættust þó ekki og svo virðist sem það sé nokkuð að gera í farþegaflugi sem og fragt- og leiguflugi.

Fjallað hefur verið um það í fréttum að ásókn erlendra ferðamanna til Íslands sé að auki mikil eftir bankahrun. Sjálfur bendir Guðjón á að sumarið sló öll met varðandi aðsókn ferðamanna til Íslands en straumurinn jókst um 16 prósent frá síðasta sumri.

Rétt á þriðja hundrað flugmenn verða að störfum fyrir Icelandair í vetur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×