Friðrik Ingi: Þurftum að spila með ánægju og gleði Helgi Hrafn Ólafsson skrifar 2. febrúar 2020 21:15 Friðrik Ingi Rúnarsson er þjálfari Þórs. vísir/bára Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfari Þórs Þorlákshafnar var temmilega ánægður með sigur gegn Fjölni í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn í kvöld. Hann ræddi um að liðið hans hefði unnið eftir að þeir náðu að finna jafnvægið í sókn og vörn hjá sér. „Menn föttuðu á seinustu tíu mínútunum að það væri engin ástæða til að vera að svekkja sig yfir hinu og þessu í leiknum. Ég ræddi það einmitt í einu leikhléinu að við yrðum áfram að gera það sem við vorum að gera framan af; að spila með ánægju og gleði,“ sagði Friðrik um hugarfarsbreytinguna sem hefði komið aftur jafnvægi á spil sinna manna á lokakafla leiksins. Leikurinn var ekki upp á hundrað hjá Þórsurum, benti Friðrik hins vegar réttilega á: „Já, alls ekki gallalaus leikur. Srdan lék aðeins lausum hala á einum kafla í leiknum, en við breyttum áherslum og náðum að loka á það. Þvinguðum þá í erfiðari skot og náðum þá taktinum aftur.“ Þór heimsækir næst Grindavík á útivelli, en þeir hafa hingað til ekki átt góðu gengi að fagna utan eigin heimavallar. „Við erum að fara í leik við lið sem við erum að berjast um stöðu í deildinni við og sá leikur er mjög stór. Í sumum leikjum á útivelli höfum við verið býsna góðir og verið nálægt því að vinna en í öðrum höfum við verið arfaslakir,“ sagði Friðrik um slakt gengi liðsins í útileikjum. „Við þurfum að koma með rétt hugarfar og reyna svolítið að byggja á síðustu leikjum. Vörnin var lengstum betri í dag en hún var á móti Haukum í fjórða leikhluta en sóknarleikurinn á móti þeim var fínn. Við erum að reyna finna jafnvægið,“ sagði Friðrik, augljóslega einbeittur á þessu jafnvægi milli sóknar og varnar hjá sínum mönnum. „Þetta er bara áframhaldandi og stöðug vinna,“ sagði Friðrik að lokum og bætti við: „Við þurfum að gíra okkur upp í næsta leik eins og alla aðra leiki. Hver leikur núna er upp á líf og dauða.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þorl. - Fjölnir 90-82 | Öflugur sigur Þórs Þórsarar unnu mikilvægan sigur í baráttunni um sæti í úrslitakeppni. 2. febrúar 2020 21:00 Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Sjá meira
Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfari Þórs Þorlákshafnar var temmilega ánægður með sigur gegn Fjölni í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn í kvöld. Hann ræddi um að liðið hans hefði unnið eftir að þeir náðu að finna jafnvægið í sókn og vörn hjá sér. „Menn föttuðu á seinustu tíu mínútunum að það væri engin ástæða til að vera að svekkja sig yfir hinu og þessu í leiknum. Ég ræddi það einmitt í einu leikhléinu að við yrðum áfram að gera það sem við vorum að gera framan af; að spila með ánægju og gleði,“ sagði Friðrik um hugarfarsbreytinguna sem hefði komið aftur jafnvægi á spil sinna manna á lokakafla leiksins. Leikurinn var ekki upp á hundrað hjá Þórsurum, benti Friðrik hins vegar réttilega á: „Já, alls ekki gallalaus leikur. Srdan lék aðeins lausum hala á einum kafla í leiknum, en við breyttum áherslum og náðum að loka á það. Þvinguðum þá í erfiðari skot og náðum þá taktinum aftur.“ Þór heimsækir næst Grindavík á útivelli, en þeir hafa hingað til ekki átt góðu gengi að fagna utan eigin heimavallar. „Við erum að fara í leik við lið sem við erum að berjast um stöðu í deildinni við og sá leikur er mjög stór. Í sumum leikjum á útivelli höfum við verið býsna góðir og verið nálægt því að vinna en í öðrum höfum við verið arfaslakir,“ sagði Friðrik um slakt gengi liðsins í útileikjum. „Við þurfum að koma með rétt hugarfar og reyna svolítið að byggja á síðustu leikjum. Vörnin var lengstum betri í dag en hún var á móti Haukum í fjórða leikhluta en sóknarleikurinn á móti þeim var fínn. Við erum að reyna finna jafnvægið,“ sagði Friðrik, augljóslega einbeittur á þessu jafnvægi milli sóknar og varnar hjá sínum mönnum. „Þetta er bara áframhaldandi og stöðug vinna,“ sagði Friðrik að lokum og bætti við: „Við þurfum að gíra okkur upp í næsta leik eins og alla aðra leiki. Hver leikur núna er upp á líf og dauða.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þorl. - Fjölnir 90-82 | Öflugur sigur Þórs Þórsarar unnu mikilvægan sigur í baráttunni um sæti í úrslitakeppni. 2. febrúar 2020 21:00 Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Sjá meira
Leik lokið: Þór Þorl. - Fjölnir 90-82 | Öflugur sigur Þórs Þórsarar unnu mikilvægan sigur í baráttunni um sæti í úrslitakeppni. 2. febrúar 2020 21:00