Tíföldum listamannalaunin Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 13. apríl 2020 09:00 Íslendingar hafa að undanförnu notið fjölmargra streymistónleika tónlistarfólks s.s. Helga Björns, Páls Óskars, Bubba, Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Hljómahallar, Aldrei fór ég suður, streymissýninga leikhúsanna og RÚV ásamt upplestrum, svo eitthvað sé nefnt. Það er ekki síst á erfiðum tímum sem fólk áttar sig á gildi og mikilvægi listarinnar. Án listar erum við nálægt því að uppfylla einungis einföldustu kröfur dýraríkisins. Nú er hins vegar listin í hættu, a.m.k. listafólkið okkar. Nú er búið að banna nær alla viðburði sem stétt listamanna reiðir sig á. Á þetta við leiksýningar, tónleika, árshátíðir, upptökur, bíósýningar og listasýningar en einnig ýmsan rekstur veitingahúsa og annarra staða sem bjóða upp á lifandi list af öllu tagi. Takmarkanir eru jafnvel á jarðarförum og brúðkaupum. Samkvæmt nýjustu fréttum verður bann á viðburðum hugsanlega langt eftir árinu og þar með talið bæjar- og menningarhátíðum sumarsins. Það yrði gífurlegt fjárhagslegt tjón fyrir tugþúsundir landsmanna. Listafólk stendur með okkur, stöndum nú með þeim Listafólk gefur ekki einungis lífinu gildi heldur er þetta stétt sem iðulega gefur vinnu sína þegar mikið liggur við. Við reiðum okkur á þetta ágæta fólk hvort sem það er í gleði eða sorg, við afþreyingu eða upplyftingu andans. Nú þurfa listamenn á okkur að halda. Starfsgrundvöllur þeirra er farinn. Ef listin á að lifa þurfum við hin því að gera eitthvað. Það vill svo til að við höfum nú þegar kerfi listamannalauna. Í ár fá 325 listamenn af 1.544 umsækjendum rúmlega 407.000 kr. á mánuði í listamannalaun, yfirleitt í 3-12 mánuði. Listamannalaun eru fyrir hönnuði, myndlistarfólk, rithöfunda, sviðslistafólk, tónlistarflytjendur og tónskáld. Listamannalaun kosta hið opinbera nú um 650 milljónir kr. Ég legg hér til að við margföldum listamannalaunin með því að láta þau ná til 10 sinnum fleiri listamanna en nú er, eða til um 3.500 listamanna. Sá fjöldi er svipaður fjöldi þeirra sem er nú sjálfstætt starfandi í menningu á Íslandi. Kostar svipað og 1% atvinnuleysi Slíkt myndi kosta um 6,5 milljarð kr. Til að setja þessa tölu í samhengi er gott að hafa í huga að hvert 1%-stig í auknu atvinnuleysi, um 2.000 manns, kostar ríkissjóð 6,5 milljarð kr. eða það sama og kostar að tífalda listamannalaunin. Þessi tillaga mín mun spara hinu opinbera með minna atvinnuleysi, auk þess sem aukin umsvif listamanna skilar miklu fjármunum í ríkissjóð. Einnig væri hægt að hækka listamannalaunin þannig að þau næðu miðgildislaunum í landinu upp í 650 þúsund á mánuði. Að auki yrði til mikil listsköpun öllum hagsbóta og það er ómetanlegt, ekki síst á þessum tímum. Listin og menningin er það sem gerir okkur að Íslendingum. Listafólk hefur staðið með okkur, nú á þessum erfiðum tímum, en líka alltaf áður. Nú skulum við standa með þeim, þegar á reynir. Tíföldum listamannalaunin strax. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Listamannalaun Mest lesið Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Íslendingar hafa að undanförnu notið fjölmargra streymistónleika tónlistarfólks s.s. Helga Björns, Páls Óskars, Bubba, Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Hljómahallar, Aldrei fór ég suður, streymissýninga leikhúsanna og RÚV ásamt upplestrum, svo eitthvað sé nefnt. Það er ekki síst á erfiðum tímum sem fólk áttar sig á gildi og mikilvægi listarinnar. Án listar erum við nálægt því að uppfylla einungis einföldustu kröfur dýraríkisins. Nú er hins vegar listin í hættu, a.m.k. listafólkið okkar. Nú er búið að banna nær alla viðburði sem stétt listamanna reiðir sig á. Á þetta við leiksýningar, tónleika, árshátíðir, upptökur, bíósýningar og listasýningar en einnig ýmsan rekstur veitingahúsa og annarra staða sem bjóða upp á lifandi list af öllu tagi. Takmarkanir eru jafnvel á jarðarförum og brúðkaupum. Samkvæmt nýjustu fréttum verður bann á viðburðum hugsanlega langt eftir árinu og þar með talið bæjar- og menningarhátíðum sumarsins. Það yrði gífurlegt fjárhagslegt tjón fyrir tugþúsundir landsmanna. Listafólk stendur með okkur, stöndum nú með þeim Listafólk gefur ekki einungis lífinu gildi heldur er þetta stétt sem iðulega gefur vinnu sína þegar mikið liggur við. Við reiðum okkur á þetta ágæta fólk hvort sem það er í gleði eða sorg, við afþreyingu eða upplyftingu andans. Nú þurfa listamenn á okkur að halda. Starfsgrundvöllur þeirra er farinn. Ef listin á að lifa þurfum við hin því að gera eitthvað. Það vill svo til að við höfum nú þegar kerfi listamannalauna. Í ár fá 325 listamenn af 1.544 umsækjendum rúmlega 407.000 kr. á mánuði í listamannalaun, yfirleitt í 3-12 mánuði. Listamannalaun eru fyrir hönnuði, myndlistarfólk, rithöfunda, sviðslistafólk, tónlistarflytjendur og tónskáld. Listamannalaun kosta hið opinbera nú um 650 milljónir kr. Ég legg hér til að við margföldum listamannalaunin með því að láta þau ná til 10 sinnum fleiri listamanna en nú er, eða til um 3.500 listamanna. Sá fjöldi er svipaður fjöldi þeirra sem er nú sjálfstætt starfandi í menningu á Íslandi. Kostar svipað og 1% atvinnuleysi Slíkt myndi kosta um 6,5 milljarð kr. Til að setja þessa tölu í samhengi er gott að hafa í huga að hvert 1%-stig í auknu atvinnuleysi, um 2.000 manns, kostar ríkissjóð 6,5 milljarð kr. eða það sama og kostar að tífalda listamannalaunin. Þessi tillaga mín mun spara hinu opinbera með minna atvinnuleysi, auk þess sem aukin umsvif listamanna skilar miklu fjármunum í ríkissjóð. Einnig væri hægt að hækka listamannalaunin þannig að þau næðu miðgildislaunum í landinu upp í 650 þúsund á mánuði. Að auki yrði til mikil listsköpun öllum hagsbóta og það er ómetanlegt, ekki síst á þessum tímum. Listin og menningin er það sem gerir okkur að Íslendingum. Listafólk hefur staðið með okkur, nú á þessum erfiðum tímum, en líka alltaf áður. Nú skulum við standa með þeim, þegar á reynir. Tíföldum listamannalaunin strax. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun