Garðyrkjubændur ná ekki að anna eftirspurn Atli Ísleifsson skrifar 19. febrúar 2020 10:43 Gunnlaugur Karlsson er framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna. Getty/Sölufélag garðyrkjumanna „Við höfum ekki verið að svara markaðnum sem skyldi,“ segir Gunnlaugur Karlsson, framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna um ástandið á íslenskum grænmetismarkaði. Hann segir raforkuverð reynast mörgum bændum þungt í skauti. Gunnlaugur ræddi við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Var þar rætt um það að neytendur hafi orðið varir við skort á gúrkum í hillum íslenskra verslana. „Við höfum ekki verið að bæta í framleiðsluna eins og þarf til að sinna markaði. Íslenskir neytendur hafa stigið fram og beðið um meira af okkar vörum. Það er mikil eftirspurn. Við erum ekki bara að tala um gúrku, heldur tómata. Menn eru kannski orðnir vanir því að það vanti tómata allan veturinn, meira eða minna,“ segir Gunnlaugur. Hlusta má á viðtalið í heild sinni að neðan. Segir vitlaust gefið þegar kemur að raforku Gunnlaugur segir garðyrkjubændur finna fyrir meiri eftirspurn en nokkurn tímann áður. „Við erum hins vegar að sjá minnkandi framleiðslu. Þá kann einhver að spyrja: Hvernig stendur á þessu? Er þetta ekki nægilega arðsamt? Þetta er þekkingargrein. Þetta er vandasöm ræktun. Við eigum hérna orku í landinu, bæði heitt og kalt vatn og rafmagn sem við nýtum í þessa framleiðslu. Afar okkar og ömmur byggðu þessi fyrirtæki, það er að segja orkufyrirtækin, til að sinna landi og þjóð. Síðan erum við komin í þá stöðu að það er bara vitlaust gefið. Við höfum sýnt fram á að það áður að þessi hugmyndafræði um flutningskostnaðinn á rafmagninu, þar er stóralvarlegt mál á ferðinni. Þar er einokun. Þar er gamla einokunarverslun Dana komin aftur. Það er skipt í ákveðin svæði. RARIK hefur ákveðin svæði, Orkuveitan og svo framvegis. Þeir ráða gjaldskránni. Ef menn segja: „Nei, ég legg þá bara strenginn sjálfur…“ Nei, þú borgar stofngjald, þú borgar afnotagjald, þú borgar einhvers konar flutningsgjaldskrá. Ef menn skoða arðsemina hjá þessum mönnum og konum, þá er þetta alveg geigvænlegt,“ segir Gunnlaugur. Bítið Garðyrkja Orkumál Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
„Við höfum ekki verið að svara markaðnum sem skyldi,“ segir Gunnlaugur Karlsson, framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna um ástandið á íslenskum grænmetismarkaði. Hann segir raforkuverð reynast mörgum bændum þungt í skauti. Gunnlaugur ræddi við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Var þar rætt um það að neytendur hafi orðið varir við skort á gúrkum í hillum íslenskra verslana. „Við höfum ekki verið að bæta í framleiðsluna eins og þarf til að sinna markaði. Íslenskir neytendur hafa stigið fram og beðið um meira af okkar vörum. Það er mikil eftirspurn. Við erum ekki bara að tala um gúrku, heldur tómata. Menn eru kannski orðnir vanir því að það vanti tómata allan veturinn, meira eða minna,“ segir Gunnlaugur. Hlusta má á viðtalið í heild sinni að neðan. Segir vitlaust gefið þegar kemur að raforku Gunnlaugur segir garðyrkjubændur finna fyrir meiri eftirspurn en nokkurn tímann áður. „Við erum hins vegar að sjá minnkandi framleiðslu. Þá kann einhver að spyrja: Hvernig stendur á þessu? Er þetta ekki nægilega arðsamt? Þetta er þekkingargrein. Þetta er vandasöm ræktun. Við eigum hérna orku í landinu, bæði heitt og kalt vatn og rafmagn sem við nýtum í þessa framleiðslu. Afar okkar og ömmur byggðu þessi fyrirtæki, það er að segja orkufyrirtækin, til að sinna landi og þjóð. Síðan erum við komin í þá stöðu að það er bara vitlaust gefið. Við höfum sýnt fram á að það áður að þessi hugmyndafræði um flutningskostnaðinn á rafmagninu, þar er stóralvarlegt mál á ferðinni. Þar er einokun. Þar er gamla einokunarverslun Dana komin aftur. Það er skipt í ákveðin svæði. RARIK hefur ákveðin svæði, Orkuveitan og svo framvegis. Þeir ráða gjaldskránni. Ef menn segja: „Nei, ég legg þá bara strenginn sjálfur…“ Nei, þú borgar stofngjald, þú borgar afnotagjald, þú borgar einhvers konar flutningsgjaldskrá. Ef menn skoða arðsemina hjá þessum mönnum og konum, þá er þetta alveg geigvænlegt,“ segir Gunnlaugur.
Bítið Garðyrkja Orkumál Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira