Formúla 1

Formúlan heldur áfram að fresta og fer í fyrsta lagi í gang í júní

Anton Ingi Leifsson skrifar
Heimsmeistarinn Lewis Hamilton keppir ekkert á næstunni.
Heimsmeistarinn Lewis Hamilton keppir ekkert á næstunni. vísir/getty

Formúla 1 hefur nú frestað níunda kappakstrinum vegna kórónuveirunnar en kappaksturinn í Montreal var í dag blasinn af.

Kappaksturinn er níundi kappaksturinn sem verður að aflýsa vegna faraldursins en keppnin átti að fara fram 14. júní. Taka þurfti ákvörðunina núna vegna utanumhalds í kringum keppnina.

Næsti kappakstur í formúlunni er því settur á 26. júní í Frakklandi en enn er óvíst hvort að sá kappakstur fari fram. Næst á eftir honum er svo ástralski kappsturinn þann 5. júlí.

Keppa á að fara fram á Englandi þann 19. júlí en SIlverstone hefur sagt að þeir hafi til enda apríl til þess að ákveða hvort að sú keppni fari fram.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.