Handbolti

HSÍ flautar Íslandsmótið af

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ásbjörn Friðriksson og Einar Pétur Einarsson eru komnir í sumarfrí.
Ásbjörn Friðriksson og Einar Pétur Einarsson eru komnir í sumarfrí. vísir/bára

HSÍ hefur ákveðið að blása öll mót á vegum sambandsins af vegna kórónuveirunnar. Þetta staðfesti sambandið á vef sínum í kvöld eftir stjórnarfund sambandsins fyrr í dag.

Í yfirlýsingunni segir að eftir að yfirvöld ákváðu að lengja samkomubannið sér sambandið ekki fram á það að geta kárað tímabilið því liðin þurfa að minnsta kosti tvær til þrjár vikur til undirbúnings.

Fram er deildarmeistari Olís-deildar kvenna og Valur er deildarmeistari í Olís-deild karla. Þór Akureyri og Grótta fara upp í Olís-deild karla en HK og Fjölnir falla. Afturelding fellur niður í Grill 66-deild kvenna og FH tekur þeirra sæti.

Ekki verða nefndir Íslandsmeistarar þetta tímabilið.

Nánari útskýringar má lesa á vef HSÍ.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.