Sameinuðu þjóðirnar hvetja til átaks í geðheilbrigðismálum Heimsljós 14. maí 2020 12:19 UNICEF/Sukhum Preechapanic Sameinuðu þjóðirnar segja að áratuga vanræksla og vanfjármögnum í geðheilbrigðismálum hafi komið fram í dagsljósið á tímum COVID-19 heimsfaraldursins. Samtökin birtu í dag ákall til þjóða heims um að grípa til metnaðarfullra leiða til að takast á við sjúkdóma af sálrænum toga, meðal annars í ljósi hættunnar á því að sjálfsvígum fjölgi og fíkniefnaneysla færist í aukana. Í aðdraganda Alþjóðaheilbrigðisþingsins sem haldið verður með fjarfundabúnaði í næstu viku hvatti António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna alþjóðsamfélagið til að gera miklu betur til að vernda þá sem standa frammi fyrir andlegu álagi. Guterres kynnti í morgun yfirlýsingu samtakanna um nauðsyn aðgerða í þágu geðheilbrigðismála. Hann sagði að þeir þjóðfélagshópar sem væru í mestri hættu nú á tímum væru heilbrigðisstarfsfólk í framlínunni, unglingar og ungt fólk, þeir sem hafi áður átt í geðheilbrigðisvanda og þeir sem búi við átök og kreppur. „Við verður að styðja þessa einstaklinga og standa með þeim,“ sagði Guterres. Fulltrúi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) tekur undir orð hans og segir reynsluna af fyrri efnhagskreppum vera þá að fólki með geðrænan vanda hafi fjölgað og sjálfsvígum sömuleiðis, vegna andlegrar heilsu þeirra og vímuefna. Þunglyndi hrjáir um 264 milljónir manna í heiminum og Sameinuðu þjóðirnar segja að helmingur allra andlegra sjúkdóma hefjist eftir fjórtán ára aldur. Í meðfylgjandi myndbandi lýsir António Guterres meðal annars persónulegri reynslu fjölskyldu sinnar af þunglyndi og kvíða. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Geðheilbrigði Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Bein útsending: Formenn flokka funda með forseta Íslands Innlent Segja ásakanir „uppspuna frá rótum“ og „efni í hryllingsmynd“ Innlent „Þriðja banatilræðinu“ gegn Trump afstýrt Erlent „Þetta verður alger Kleppur“ Innlent Segir Svandísi aðeins eiga einn kost eftir „svipugöng niðurlægingar“ Innlent Pallborðið: Hvað segir stjórnarandstaðan um útspil Bjarna? Innlent „Mér gæti ekki verið meira sama um alla spekingana“ Innlent „Svívirðileg móðgun við kennara“ Innlent Annar fyrrverandi Miðflokksmaður til liðs við Arnar Þór Innlent Jón Gnarr kennir í brjósti um Einar arftaka sinn Innlent
Sameinuðu þjóðirnar segja að áratuga vanræksla og vanfjármögnum í geðheilbrigðismálum hafi komið fram í dagsljósið á tímum COVID-19 heimsfaraldursins. Samtökin birtu í dag ákall til þjóða heims um að grípa til metnaðarfullra leiða til að takast á við sjúkdóma af sálrænum toga, meðal annars í ljósi hættunnar á því að sjálfsvígum fjölgi og fíkniefnaneysla færist í aukana. Í aðdraganda Alþjóðaheilbrigðisþingsins sem haldið verður með fjarfundabúnaði í næstu viku hvatti António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna alþjóðsamfélagið til að gera miklu betur til að vernda þá sem standa frammi fyrir andlegu álagi. Guterres kynnti í morgun yfirlýsingu samtakanna um nauðsyn aðgerða í þágu geðheilbrigðismála. Hann sagði að þeir þjóðfélagshópar sem væru í mestri hættu nú á tímum væru heilbrigðisstarfsfólk í framlínunni, unglingar og ungt fólk, þeir sem hafi áður átt í geðheilbrigðisvanda og þeir sem búi við átök og kreppur. „Við verður að styðja þessa einstaklinga og standa með þeim,“ sagði Guterres. Fulltrúi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) tekur undir orð hans og segir reynsluna af fyrri efnhagskreppum vera þá að fólki með geðrænan vanda hafi fjölgað og sjálfsvígum sömuleiðis, vegna andlegrar heilsu þeirra og vímuefna. Þunglyndi hrjáir um 264 milljónir manna í heiminum og Sameinuðu þjóðirnar segja að helmingur allra andlegra sjúkdóma hefjist eftir fjórtán ára aldur. Í meðfylgjandi myndbandi lýsir António Guterres meðal annars persónulegri reynslu fjölskyldu sinnar af þunglyndi og kvíða. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Geðheilbrigði Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Bein útsending: Formenn flokka funda með forseta Íslands Innlent Segja ásakanir „uppspuna frá rótum“ og „efni í hryllingsmynd“ Innlent „Þriðja banatilræðinu“ gegn Trump afstýrt Erlent „Þetta verður alger Kleppur“ Innlent Segir Svandísi aðeins eiga einn kost eftir „svipugöng niðurlægingar“ Innlent Pallborðið: Hvað segir stjórnarandstaðan um útspil Bjarna? Innlent „Mér gæti ekki verið meira sama um alla spekingana“ Innlent „Svívirðileg móðgun við kennara“ Innlent Annar fyrrverandi Miðflokksmaður til liðs við Arnar Þór Innlent Jón Gnarr kennir í brjósti um Einar arftaka sinn Innlent