Telur að ef eitthvað fyrirtæki eigi inni aðstoð sé það Icelandair Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. maí 2020 10:42 Jón Þór Þorvaldsson formaður FÍA. vísir/vilhelm Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, skorar á íslensk stjórnvöld að horfa til þeirra tekna sem Icelandair hefur skapað ríkissjóði í gegnum árin. Hann fullyrðir að ef eitthvað fyrirtæki eigi inni aðstoð þá sé það Icelandair. Þetta kemur fram í stöðuuppfærslu Jóns Þórs á Facebook í gær þar sem hann gagnrýnir fréttaflutning um að önnur flugfélög Icelandair geti stigið inn og fyllt það gat sem muni myndast í flugmarkaðinn fari Icelandair í þrot. „Play er einungis hugmynd að flugfélagi enn sem komið er og hefur aldrei flutt nokkurn skapaðan hlut hvorki farþega né vörur. Bláfugl er vöruflutningafélag í eigu erlends aðila og hefur heldur aldrei flutt borgandi farþega,“ skrifar Jón Þór. Forráðamenn Icelandair reyna nú hvað þeir geta til að bjarga félaginu frá þroti. Kórónuveirufaraldurinn hefur leikið flugfélagið grátt og er stefnt að því að safna allt að 29 milljörðum á næstu vikum til þess að tryggja áframhaldandi starfsemi félagsins. Þá stendur Icelandair einnig í samningaviðræðum við félag Jóns Þórs um breytingar á kjarasamningum flugmanna, auk þess sem að kjaraviðræður Icelandair og Félags íslenskra flugfreyja virðast vera komnar í hnút. Segir Jón Þór að vissulega blási um flugfélagið en ekki megi líta framhjá því að það sé gríðarlega mikilvægt fyrir íslenskan efnahag. „Icelandair hefur veitt 4-5000 manns atvinnu á ársgrundvelli. Flugrekstur Icelandair er líflína annara atvinnuvega eins og ferðaþjónustu ferskfiskútflutnings og ýmissa þjónustugreina. Icelandair er Íslandi einfaldlega nauðsynlegt fyrirtæki af fjölmörgum ástæðum,“ skrifar Jón Þór. Allt tal um að setja Icelandair í þrot til að byrja upp á nýtt sé annað hvort „fáræði, eða sýndarmennska misvitra“. Skorar Jón Þór á stjórnvöld að koma Icelandair til aðstoðar en þau hafa sagst vera reiðubúinn til þess svo fremi sem Icelandair takist að auka hlutafé sitt, eins og stefnt er að. „Ég skora á stjórnvöld að líta til tekna ríkissjóðs af flugrekstri Icelandair og tengdri starfsemi og starfsfólki fyrirtækisins í gegnum árin og áratugina. Ég fullyrði að ef eitthvert fyrirtæki á eitthvað inni aðstoð þá er það þetta fyrirtæki,“ skrifar Jón Þór. Icelandair Fréttir af flugi Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Play Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Sjá meira
Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, skorar á íslensk stjórnvöld að horfa til þeirra tekna sem Icelandair hefur skapað ríkissjóði í gegnum árin. Hann fullyrðir að ef eitthvað fyrirtæki eigi inni aðstoð þá sé það Icelandair. Þetta kemur fram í stöðuuppfærslu Jóns Þórs á Facebook í gær þar sem hann gagnrýnir fréttaflutning um að önnur flugfélög Icelandair geti stigið inn og fyllt það gat sem muni myndast í flugmarkaðinn fari Icelandair í þrot. „Play er einungis hugmynd að flugfélagi enn sem komið er og hefur aldrei flutt nokkurn skapaðan hlut hvorki farþega né vörur. Bláfugl er vöruflutningafélag í eigu erlends aðila og hefur heldur aldrei flutt borgandi farþega,“ skrifar Jón Þór. Forráðamenn Icelandair reyna nú hvað þeir geta til að bjarga félaginu frá þroti. Kórónuveirufaraldurinn hefur leikið flugfélagið grátt og er stefnt að því að safna allt að 29 milljörðum á næstu vikum til þess að tryggja áframhaldandi starfsemi félagsins. Þá stendur Icelandair einnig í samningaviðræðum við félag Jóns Þórs um breytingar á kjarasamningum flugmanna, auk þess sem að kjaraviðræður Icelandair og Félags íslenskra flugfreyja virðast vera komnar í hnút. Segir Jón Þór að vissulega blási um flugfélagið en ekki megi líta framhjá því að það sé gríðarlega mikilvægt fyrir íslenskan efnahag. „Icelandair hefur veitt 4-5000 manns atvinnu á ársgrundvelli. Flugrekstur Icelandair er líflína annara atvinnuvega eins og ferðaþjónustu ferskfiskútflutnings og ýmissa þjónustugreina. Icelandair er Íslandi einfaldlega nauðsynlegt fyrirtæki af fjölmörgum ástæðum,“ skrifar Jón Þór. Allt tal um að setja Icelandair í þrot til að byrja upp á nýtt sé annað hvort „fáræði, eða sýndarmennska misvitra“. Skorar Jón Þór á stjórnvöld að koma Icelandair til aðstoðar en þau hafa sagst vera reiðubúinn til þess svo fremi sem Icelandair takist að auka hlutafé sitt, eins og stefnt er að. „Ég skora á stjórnvöld að líta til tekna ríkissjóðs af flugrekstri Icelandair og tengdri starfsemi og starfsfólki fyrirtækisins í gegnum árin og áratugina. Ég fullyrði að ef eitthvert fyrirtæki á eitthvað inni aðstoð þá er það þetta fyrirtæki,“ skrifar Jón Þór.
Icelandair Fréttir af flugi Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Play Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Sjá meira