Körfubolti

Domino's Körfuboltakvöld: Spekingarnir tókust á í spurningakeppni

Sindri Sverrisson skrifar
Körfuboltatímabilinu er lokið og Kjartan Atli Kjartansson fékk því spekingana til að keppa, í spurningakeppni.
Körfuboltatímabilinu er lokið og Kjartan Atli Kjartansson fékk því spekingana til að keppa, í spurningakeppni.

Það var létt yfir mönnum í Domino‘s Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport í gærkvöld þar sem keppt var í spurningakeppni úr smiðju þáttastjórnandans Kjartans Atla Kjartanssonar.

Jón Halldór Eðvaldsson og Sævar Sævarsson mynduðu Suðurnesjaúrvalið og kepptu við Vesturbæjarúrvalið, sem Fannar Ólafsson og Benedikt Guðmundsson skipuðu.

Byrjað var á hraðaspurningum og má sjá frammistöðu liðanna hér að neðan.

Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Hraðaspurningar

Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.