Rafíþróttir

Turboapes og Tindastóll mætast í League of Legends

Vodafone deildin rafíþróttir
Vodafone deildin rafíþróttir

Síðasti leikur annarar viku Vodafone deildarinnar í League of Legends verður spilaður í dag. Gerist það með leik Turboapes United og Tindastóls en bæði liðin unnu leiki sína í síðustu viku.

Í viðtölum við önnur lið hefur verið áhugavert að heyra hvað þau hafa hátt álit á Tindastól. Þeir hafa komið inn af krafti og sýnt að þeir geta unnið mjög vel saman og það verður áhugavert að fylgjast með hvort þeir geti haldið sér í efstu sætunum.

Turboapes sitja á reynsluboltum en það vantar bara örlítinn aga í leikina hjá þeim til að þeir virkilega brilleri.

Útsending leiksins heft klukkan 16:30 og verður hægt að fylgjast með honum á Twitch og hér að neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.