Handbolti

Kári Kristján fer yfir mögnuð fyrstu kynni síns og Kjartans Atla

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Kári Kristján og Bulls derhúfan góða.
Kári Kristján og Bulls derhúfan góða. Skjáskot/Sportið í dag

Kári Kristján Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, hefur verið í einangrun undanfarið eftir að hafa greinst með COVID-19. Hann lætur það ekki á sig fá og hefur verið reglulegur gestur í Sportið í dag. 

Þátturinn er að venju í umsjón þeirra Kjartans Atla Kjartanssonar og Henry Birgis Gunnarssonar.

Í spilaranum hér að neðan má sjá Kára Kristján, sem leikur nú með ÍBV, sýna það og sanna að hann var mikill aðdáandi NBA á yngri árum. Hann á fjöldan allan af myndaspjöldum með leikmönnum deildarinnar ásamt einkar glæsilegri Chicago Bulls derhúfu.

Það er ljósti að Kári er mikill aðdáandi bandarískra íþrótta því hann er í jakka merktum NFL-liðinu Green Bay Packers.

„Hérna er ein góð, Fuglinn sjálfur. Fullkominn skotstíll, þið sjáið það,“ segir Kári er hann sýndir myndavélinni mynd af Larry Bird, fyrrum leikmanni Boston Celtics.

Þá segir Kári vægast sagt skondna sögu af Kjartani Atla, þáttastjórnanda, og fyrstu kynnum þeirra.

Hugtakið „Mynd segir meira en þúsund orð“ á vel við hér en myndbandið hér að neðan segir meira en hægt er að gera í skrifuðu máli. Horfið og njótið.

Klippa: Sportið í dag: Kári Kristján

Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×