Fékk kröfuna sína í Glitni greidda að fullu Aðalsteinn Kjartansson skrifar 27. maí 2015 12:00 Heiðar Guðjónsson fjárfestir segir erlenda kröfuhafa föllnu bankanna reyna allt sem þeir geta til að koma í veg fyrir gjaldþrotaskipti slitabúanna. Vísir/Heiða/Anton Heiðar Guðjónsson, hagfræðingur og fjárfestir, fékk kröfu sína í slitabú Glitnis greidda að fullu rétt áður en gjaldþrotakrafa hans á hendur slitabúinu var tekin fyrir í héraðsdómi. Heiðar segist ætla að leggja fram samskonar slitabeiðni fram vegna slitabús Kaupþings banka á næstu dögum. Heiðar keypti viðurkenndar kröfur í slitabú bæði Glitnis og Kaupþings banka á síðasta ári með það fyrir augunum að fara fram á gjaldþrotaskipti slitabúanna. Gjaldþrotabeiðni vegna Glitnis var lögð fram í desember síðastliðnum. Sú beiðni verður ekki tekin fyrir þar sem krafan hefur verið greidd upp að fullu af lögmannsstofu, samkvæmt ákvæði í lögum. „Það átti að taka hana til meðferðar hjá héraðsdómi í dag og glitnir og kröfuhafar voru búnir að tefja ferlið í sex mánuði og svo loksins þegar kom að því að taka hana til meðferðar þá beittu þeir úrræði í lögum að utanaðkomandi getur komið inn og borgað upp kröfuna að fullu,“ segir Heiðar. „Þannig að kröfur sem í raun og veru ganga kaupum og sölum í dag á 30-40 prósent var greidd upp í gær 100 prósent.“ Heiðar segir að slitakrafa á hendur Kaupþingi banka sé í vinnslu hjá lögmönnum sínum. Hún verði vonandi tilbúin í dag svo að hægt sé að leggja hana fram í vikunni. Heiðar reiknar með því að fá kröfuna í Kaupþing greidda að fullu frá aðilum tengdum kröfuhöfum slitabúsins, líkt og með Glitni. En hver var það sem greiddi kröfu hans í Glitni? „Það var Réttur lögmannsstofa Ragnars Aðalsteinssonar sem hefur verið að vinna fyrir kröfuhafa í Glitni sem eiga um 66 prósent af öllum kröfunum. hún kom og greiddi upp kröfuna, væntanlega fyrir hönd þeirra aðila,“ segir hann. Heiðar segir málið fordæmisgefandi. „Ég svo sem hef ekki aðra kosti í stöðuni þá heldur en að sætta mig við það en það sem gerist er að þetta gefur mikið fordæmi; að íslenskir kröfuhafar geta fengið greitt út 100 prósent því erlendir kröfuhafar vilja alls ekki að málið fari fyrir dómstóla og taka áhættuna af því að gömlu bankarnir verði loksins settir í þrot,“ segir hann. Heiðar segir að greiðslurnar fyrir kröfuna koma beint úr vasa erlendra kröfuhafa sem séu að reyna að gera allt sem í þeirra valdi standi til að koma í veg fyrir gjaldþrotaskipti föllnu bankanna. Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Samræmd upplýsingagjöf um sjálfbærni fyrirtækja Framúrskarandi fyrirtæki Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Samstarf Fleiri fréttir Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Sjá meira
Heiðar Guðjónsson, hagfræðingur og fjárfestir, fékk kröfu sína í slitabú Glitnis greidda að fullu rétt áður en gjaldþrotakrafa hans á hendur slitabúinu var tekin fyrir í héraðsdómi. Heiðar segist ætla að leggja fram samskonar slitabeiðni fram vegna slitabús Kaupþings banka á næstu dögum. Heiðar keypti viðurkenndar kröfur í slitabú bæði Glitnis og Kaupþings banka á síðasta ári með það fyrir augunum að fara fram á gjaldþrotaskipti slitabúanna. Gjaldþrotabeiðni vegna Glitnis var lögð fram í desember síðastliðnum. Sú beiðni verður ekki tekin fyrir þar sem krafan hefur verið greidd upp að fullu af lögmannsstofu, samkvæmt ákvæði í lögum. „Það átti að taka hana til meðferðar hjá héraðsdómi í dag og glitnir og kröfuhafar voru búnir að tefja ferlið í sex mánuði og svo loksins þegar kom að því að taka hana til meðferðar þá beittu þeir úrræði í lögum að utanaðkomandi getur komið inn og borgað upp kröfuna að fullu,“ segir Heiðar. „Þannig að kröfur sem í raun og veru ganga kaupum og sölum í dag á 30-40 prósent var greidd upp í gær 100 prósent.“ Heiðar segir að slitakrafa á hendur Kaupþingi banka sé í vinnslu hjá lögmönnum sínum. Hún verði vonandi tilbúin í dag svo að hægt sé að leggja hana fram í vikunni. Heiðar reiknar með því að fá kröfuna í Kaupþing greidda að fullu frá aðilum tengdum kröfuhöfum slitabúsins, líkt og með Glitni. En hver var það sem greiddi kröfu hans í Glitni? „Það var Réttur lögmannsstofa Ragnars Aðalsteinssonar sem hefur verið að vinna fyrir kröfuhafa í Glitni sem eiga um 66 prósent af öllum kröfunum. hún kom og greiddi upp kröfuna, væntanlega fyrir hönd þeirra aðila,“ segir hann. Heiðar segir málið fordæmisgefandi. „Ég svo sem hef ekki aðra kosti í stöðuni þá heldur en að sætta mig við það en það sem gerist er að þetta gefur mikið fordæmi; að íslenskir kröfuhafar geta fengið greitt út 100 prósent því erlendir kröfuhafar vilja alls ekki að málið fari fyrir dómstóla og taka áhættuna af því að gömlu bankarnir verði loksins settir í þrot,“ segir hann. Heiðar segir að greiðslurnar fyrir kröfuna koma beint úr vasa erlendra kröfuhafa sem séu að reyna að gera allt sem í þeirra valdi standi til að koma í veg fyrir gjaldþrotaskipti föllnu bankanna.
Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Samræmd upplýsingagjöf um sjálfbærni fyrirtækja Framúrskarandi fyrirtæki Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Samstarf Fleiri fréttir Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Sjá meira