Hali út af Vestfjörðum mest sótta gullkista Íslandsmiða Kristján Már Unnarsson skrifar 6. janúar 2020 22:02 Dökki flekkurinn út af Vestfjörðum, Halamið, er sá veiðistaður við Ísland sem fiskiskipaflotinn sótti mest á árið 2018. Kort/Hafrannsóknastofnun. Halamið út af Vestfjörðum eru eftirsóttustu fiskimið við Ísland, samkvæmt nýrri vefsíðu Hafrannsóknastofnunar um dreifingu veiða á Íslandsmiðum. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Vefsíðan sýnir hvaða mið íslenski fiskiskipaflotinn sækir eftir veiðarfærum. Með því að haka í viðkomandi reit má sjá fiskibotnvörpu, humarvörpu, rækjuvörpu, dragnót, plóg, línu, net og færi, hvort sem er eitt eða fleiri veiðarfæri saman. Kortið er byggt á samþættingu gagna úr rafrænum afladagbókum skipstjóra og upplýsingum um staðsetningu fiskiskipa, samkvæmt Vaktstöð siglinga fyrir árið 2018. Einar Hjörleifsson, sjávarlíffræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, tekur fram að vefsíðan eigi eftir að þróast áfram og hafa verði fyrirvara um samanburð milli veiðarfæra. Kortið sýnir dreifingu veiða eftir helstu veiðarfærum árið 2018.Kort/Hafrannsóknastofnun. Eftir því sem línurnar verða þéttari og litirnir dekkri á kortinu, - þeim mun meiri sókn á hverju svæði. Röndin á Vestfjarðamiðum vekur athygli, sérstaklega dökki flekkurinn en það eru svokölluð Halamið. Kortið segir þá sögu að þetta eru eftirsóttustu fiskimið Íslands, og líklega þau verðmætustu. En það má líka sjá áberandi rauða flekki úti fyrir Eyjafirði, eftirsótt mið eru greinilega í kringum Grímsey og Kolbeinsey, sterk rækjumið sjást hér á Skjálfandadjúpi. Kortið sýnir líka þau veiðihólf sem eru friðuð. Öflug fiskimið út af Austfjörðum koma vel fram. Þá sést hvað landgrunnskanturinn undan Suðausturlandi hefur mikla þýðingu fyrir fiskveiðar. Hann birtist eins og sterk lína. Fiskimið suður og austur af Vestmannaeyjum fylgja líka landgrunnskantinum og Selvogsbanki kemur sterkur inn. Dökkir flekkir sjást líka vel undan Reykjanesi, til dæmis undan Grindavík og Sandgerði. Faxaflói er líka þéttur og dökkir flekkir sjást á Breiðafirði og sérstaklega undan Snæfellsjökli. Þetta rafræna kort staðfestir í raun það að forfeður okkar vissu vel hvað þeir voru að gera þegar þeir völdu staðina til að byggja upp öflugustu verstöðvar Íslands. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Sjávarútvegur Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Halamið út af Vestfjörðum eru eftirsóttustu fiskimið við Ísland, samkvæmt nýrri vefsíðu Hafrannsóknastofnunar um dreifingu veiða á Íslandsmiðum. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Vefsíðan sýnir hvaða mið íslenski fiskiskipaflotinn sækir eftir veiðarfærum. Með því að haka í viðkomandi reit má sjá fiskibotnvörpu, humarvörpu, rækjuvörpu, dragnót, plóg, línu, net og færi, hvort sem er eitt eða fleiri veiðarfæri saman. Kortið er byggt á samþættingu gagna úr rafrænum afladagbókum skipstjóra og upplýsingum um staðsetningu fiskiskipa, samkvæmt Vaktstöð siglinga fyrir árið 2018. Einar Hjörleifsson, sjávarlíffræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, tekur fram að vefsíðan eigi eftir að þróast áfram og hafa verði fyrirvara um samanburð milli veiðarfæra. Kortið sýnir dreifingu veiða eftir helstu veiðarfærum árið 2018.Kort/Hafrannsóknastofnun. Eftir því sem línurnar verða þéttari og litirnir dekkri á kortinu, - þeim mun meiri sókn á hverju svæði. Röndin á Vestfjarðamiðum vekur athygli, sérstaklega dökki flekkurinn en það eru svokölluð Halamið. Kortið segir þá sögu að þetta eru eftirsóttustu fiskimið Íslands, og líklega þau verðmætustu. En það má líka sjá áberandi rauða flekki úti fyrir Eyjafirði, eftirsótt mið eru greinilega í kringum Grímsey og Kolbeinsey, sterk rækjumið sjást hér á Skjálfandadjúpi. Kortið sýnir líka þau veiðihólf sem eru friðuð. Öflug fiskimið út af Austfjörðum koma vel fram. Þá sést hvað landgrunnskanturinn undan Suðausturlandi hefur mikla þýðingu fyrir fiskveiðar. Hann birtist eins og sterk lína. Fiskimið suður og austur af Vestmannaeyjum fylgja líka landgrunnskantinum og Selvogsbanki kemur sterkur inn. Dökkir flekkir sjást líka vel undan Reykjanesi, til dæmis undan Grindavík og Sandgerði. Faxaflói er líka þéttur og dökkir flekkir sjást á Breiðafirði og sérstaklega undan Snæfellsjökli. Þetta rafræna kort staðfestir í raun það að forfeður okkar vissu vel hvað þeir voru að gera þegar þeir völdu staðina til að byggja upp öflugustu verstöðvar Íslands. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Sjávarútvegur Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira