Umfjöllun: Framarar fyrstir til að leggja Akureyringa Hjalti Þór Hreinsson í Höllinni á Akureyri skrifar 12. desember 2010 17:45 Reynir Þór Reynisson, þjálfari Fram. Fram varð fyrsta liðið til að vinna Akureyri í N1-deild karla þegar liðið vann góðan fjögurra marka sigur í dag, 30-34. Sóknarleikur Framara í fyrri hálfleik var ágætur og skot þeirra góð. Sveinbjörn fann sig ekki í markinu og skipti sjálfum sér af velli eftir 20 mínútur. Framarar misstu boltann þó nokkrum sinnum klaufalega frá sér. Frábær markvarsla Magnúsar Erlendssonar í fyrri hálfleik lagði grunninn að naumu forskoti Framara í hálfleik. Þeir leiddu með tveimur mörkum í hálfleiknum, en mest með þremur í fyrri hálfleik. Magnús virtist vera búinn að lesa skytturnar Geir Guðmundsson og Guðmund Hólmar Helgason alveg því mörk Akureyringa utan af velli voru fá. Samt sem áður munaði aðeins tveimur mörkum í hálfleiknum en undir lok hans gerðist vendipunktur. Akureyringar fóru í hraðaupphlaup og Bjarni greip langa sendingu fram. Magnús fór út úr vítateignum og braut á honum en Bjarni tosaði hann niður með sér. Augljós brot á Magnús og samkvæmt nýjum reglum er beint rautt spjald á slík brot. Magnús fór því af velli en hann var algjör lykilmaður liðsins í fyrri hálfleiknum, eins og raunar alltaf. Í markið í hans stað kom Ástgeir Sigmarsson, strákur sem hafði ekkert spilað í deildinni í vetur. Hann stóð sig með prýði en frábær vörn Fram var í fararbroddi. Akureyringum gekk illa að skora og vörn og Sveinbjörn fann sig ekki í markinu. Stefán Guðnason kom þó sterkur inn og varði vel í lokin. Framarar náðu góðu forskoti sem þeir börðust fyrir með kjafti og klóm. Þeir héldu áfram að skora og sóknarleikur þeirra var til fyrirmyndar. Þá náðu þeir að tefja leikinn vel og tíminn var og skammur fyrir Akureyringa þrátt fyrir áhlaup undir lokin. Framarar unnu að lokum 30-34. Sanngjarn sigur. Magnús var frábær hjá Fram í fyrri hálfleik. Róbert var góður í sókninni og Haraldur líka og Haldór stýrði liðinu vel. Vörn liðsins var virkilega góð. Framarar spiluðu á liðsheildinni í dag og uppskáru vel. Hjá Akureyri var Bjarni Fritzsson ágætur en annars spilaði liðið ekki sérstaklega vel, þeirra lélegasti leikur á heimavelli í það minnsta. Liðið tapandi enda leiknum, þeim fyrsta í vetur. Það er þó enn á toppi deildarinnar en Framarar sýndu að Akureyringar eru alls ekki ósigrandi í dag. Akureyri - Fram 30 - 34 (13-15) Mörk Akureyrar (skot): Bjarni Fritzson 8/3 (15/4), Oddur Gretarsson 6/1 (10/2), Guðmundur Hólmar Helgason 5 (13), Heimir Örn Árnason 4 (8), Hörður Fannar Sigþórsson 3 (4), Geir Guðmundsson 2 (9), Guðlaugur Arnarsson 1 (1), Bergvin Gíslason 1 (1).Varin skot: Stefán U. Guðnason 9/1 (20/2, 45%), Sveinbjörn Pétursson 7 (29, 24%).Hraðaupphlaup: 5 (Heimir, Guðlaugur, Hörður, Oddur, Guðmundur).Fiskuð víti: 5 (Bjarni 3, Geir, Oddur).Utan vallar: 6 mínútur. Mörk Fram (skot): Róbert Aron Hostert 8 (16), Haraldur Þorvarðarson 6 (7), Einar Rafn Eiðsson 5/2 (7/3), Magnús Stefánsson 5 (11), Jóhann Gunnar Einarsson 4 (8)., Matthías Daðason 3 (4), Halldór Jóhann Sigfússon 3 (4). Varin skot: Magnús Erlendsson 16 (29/1, 55%), Ástgeir Sigmarsson 8/1 (26/5, 30%). Hraðaupphlaup: 5 (Einar 2, Róbert, Matthías, Haraldur).Fiskuð víti: 3 (Matthías, Haraldur, Jóhann, ).Utan vallar: 4 mínútur. Magnús rautt á 29. mínútu.Dómarar: Svavar Pétursson og Arnar Sigurjónsson. Höfðu ekki góð tök á leiknum. Olís-deild karla Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit KA/Þór - Valur | Hungraðar heimakonur í síðasta leik fyrir jól Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Sjá meira
Fram varð fyrsta liðið til að vinna Akureyri í N1-deild karla þegar liðið vann góðan fjögurra marka sigur í dag, 30-34. Sóknarleikur Framara í fyrri hálfleik var ágætur og skot þeirra góð. Sveinbjörn fann sig ekki í markinu og skipti sjálfum sér af velli eftir 20 mínútur. Framarar misstu boltann þó nokkrum sinnum klaufalega frá sér. Frábær markvarsla Magnúsar Erlendssonar í fyrri hálfleik lagði grunninn að naumu forskoti Framara í hálfleik. Þeir leiddu með tveimur mörkum í hálfleiknum, en mest með þremur í fyrri hálfleik. Magnús virtist vera búinn að lesa skytturnar Geir Guðmundsson og Guðmund Hólmar Helgason alveg því mörk Akureyringa utan af velli voru fá. Samt sem áður munaði aðeins tveimur mörkum í hálfleiknum en undir lok hans gerðist vendipunktur. Akureyringar fóru í hraðaupphlaup og Bjarni greip langa sendingu fram. Magnús fór út úr vítateignum og braut á honum en Bjarni tosaði hann niður með sér. Augljós brot á Magnús og samkvæmt nýjum reglum er beint rautt spjald á slík brot. Magnús fór því af velli en hann var algjör lykilmaður liðsins í fyrri hálfleiknum, eins og raunar alltaf. Í markið í hans stað kom Ástgeir Sigmarsson, strákur sem hafði ekkert spilað í deildinni í vetur. Hann stóð sig með prýði en frábær vörn Fram var í fararbroddi. Akureyringum gekk illa að skora og vörn og Sveinbjörn fann sig ekki í markinu. Stefán Guðnason kom þó sterkur inn og varði vel í lokin. Framarar náðu góðu forskoti sem þeir börðust fyrir með kjafti og klóm. Þeir héldu áfram að skora og sóknarleikur þeirra var til fyrirmyndar. Þá náðu þeir að tefja leikinn vel og tíminn var og skammur fyrir Akureyringa þrátt fyrir áhlaup undir lokin. Framarar unnu að lokum 30-34. Sanngjarn sigur. Magnús var frábær hjá Fram í fyrri hálfleik. Róbert var góður í sókninni og Haraldur líka og Haldór stýrði liðinu vel. Vörn liðsins var virkilega góð. Framarar spiluðu á liðsheildinni í dag og uppskáru vel. Hjá Akureyri var Bjarni Fritzsson ágætur en annars spilaði liðið ekki sérstaklega vel, þeirra lélegasti leikur á heimavelli í það minnsta. Liðið tapandi enda leiknum, þeim fyrsta í vetur. Það er þó enn á toppi deildarinnar en Framarar sýndu að Akureyringar eru alls ekki ósigrandi í dag. Akureyri - Fram 30 - 34 (13-15) Mörk Akureyrar (skot): Bjarni Fritzson 8/3 (15/4), Oddur Gretarsson 6/1 (10/2), Guðmundur Hólmar Helgason 5 (13), Heimir Örn Árnason 4 (8), Hörður Fannar Sigþórsson 3 (4), Geir Guðmundsson 2 (9), Guðlaugur Arnarsson 1 (1), Bergvin Gíslason 1 (1).Varin skot: Stefán U. Guðnason 9/1 (20/2, 45%), Sveinbjörn Pétursson 7 (29, 24%).Hraðaupphlaup: 5 (Heimir, Guðlaugur, Hörður, Oddur, Guðmundur).Fiskuð víti: 5 (Bjarni 3, Geir, Oddur).Utan vallar: 6 mínútur. Mörk Fram (skot): Róbert Aron Hostert 8 (16), Haraldur Þorvarðarson 6 (7), Einar Rafn Eiðsson 5/2 (7/3), Magnús Stefánsson 5 (11), Jóhann Gunnar Einarsson 4 (8)., Matthías Daðason 3 (4), Halldór Jóhann Sigfússon 3 (4). Varin skot: Magnús Erlendsson 16 (29/1, 55%), Ástgeir Sigmarsson 8/1 (26/5, 30%). Hraðaupphlaup: 5 (Einar 2, Róbert, Matthías, Haraldur).Fiskuð víti: 3 (Matthías, Haraldur, Jóhann, ).Utan vallar: 4 mínútur. Magnús rautt á 29. mínútu.Dómarar: Svavar Pétursson og Arnar Sigurjónsson. Höfðu ekki góð tök á leiknum.
Olís-deild karla Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit KA/Þór - Valur | Hungraðar heimakonur í síðasta leik fyrir jól Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Sjá meira