Dallas valtaði yfir San Antonio 13. október 2005 19:01 Dallas Mavericks settu á svið sýningu á heimavelli sínum í nótt, þegar liðið vann sinn stærsta sigur í sögunni á San Antonio Spurs, sem greinilega sakna Tim Duncan mikið. Varnarleikurinn hefur verið settur á oddinn hjá Dallas eftir að Avery Johnson tók við liðinu og hefur liðið aðeins tapað tveimur leikjum síðan hann tók við af Don Nelson. Hann var að stýra Mavericks í sínum fyrsta leik gegn lærimeistara sínum Gregg Popovich, sem þjálfaði Johnson á sínum tíma þegar hann lék fyrir Spurs. Leikurinn í nótt var hin besta skemmtun og auk þess að spila harðan varnarleik, fóru Dallas menn á kostum í sókninni og niðurstaðan var stærsta tap San Antonio í fjögur ár, 104-68. Hvorki gekk né rak í sóknarleiknum hjá San Antonio, þar sem Brent Barry var stigahæstur með aðeins 12 stig. Í jöfnu liði Dallas var Keith Van Horn stigahæstur með 17 stig og Dirk Nowitzki skoraði 16 stig og hirti 8 fráköst á aðeins 27 mínútum. Spurs sitja þó sem fastast í efsta sæti riðils síns með 55 sigra og 20 töp, sem auðvitað er frábær árangur, en ljóst er að liðið gerir litlar rósir í úrslitakeppninni ef Tim Duncan fer ekki að ná sér af meiðslum sínum fljótlega. Grannaliðin New York og New Jersey áttust við á heimavelli þeirra síðarnefndu og þar héldu Nets uppteknum hætti og sigruðu, 110-98 og undirstrikuðu enn einu sinni að þeir ætla sér ekki að vera litla liðið á svæðinu. Stephon Marbury, sem í vetur lýsti því yfir að hann væri besti leikstjórnandi í NBA, var að venju stigahæstur í liði New York með 30 stig og átti 9 stoðsendingar. Þessi fína tölfræði hans skilaði þó ekki sigri í hús fyrir Knicks frekar en svo oft áður og Nets sigruðu næsta auðveldlega. Vince Carter var stigahæstur í liði heimamanna með 32 stig og Jason Kidd náði 66. þrennu sinni á ferlinum þegar hann skoraði 28 stig, gaf 12 stoðsendingar og hirti 10 fráköst. Mikill hiti var í leiknum og undir lokin lenti Kidd illa á Kurt Thomas, framherja Knicks sem setti fyrir hann harkalega hindrun, með þeim afleiðingum að Kidd steinlá í gólfinu. Kidd reis á fætur og hrinti Thomas og hlaut að launum tæknivillu, sem virtist kveikja í kappanum, því hann kláraði leikinn með fimm stigum í röð í næstu tveimur sóknum á eftir. Þegar Kidd var spurður að því eftir leikinn hvort hann hefði orðið æstur við atvikið, svaraði hann; "Ég verð ekki spenntur eða æstur þegar ég er að spila við léleg lið - þeir eru lélegt lið," sagði leikstjórnandinn, sem greinilega hefur eitthvað látið granna sína fara í taugarnar á sér. Los Angeles Lakers náðu að tryggja sér vafasaman árangur í nótt, en nú er ljóst að liðið verður með undir 50% vinningshlutfall í fyrsta sinn í ellefu ár. Houston Rockets, sem hafa verið að hiksta nokkuð upp á síðkastið, nýttu sér vel að eiga inni heimsókn í Staples Center til að rétta af dapurt gengi undanfarið og höfðu auðveldan 114-100 sigur á slöku Lakers liði. Phil Jackson, fyrrum þjálfari liðsins sat í stúkunni á leiknum og hristi höfuðið yfir slakri frammistöðu fyrrum leikmanna sinna. Tracy McGrady skoraði 27 stig og átti 7 stoðsendingar fyrir Houston Rockets, en Caron Butler var atkvæðamestur í liði heimamanna með 24 stig og 12 fráköst og Kobe Bryant náði þrennu með 19 stigum, 10 fráköst og 10 stoðsendingar. Körfubolti Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Sjá meira
Dallas Mavericks settu á svið sýningu á heimavelli sínum í nótt, þegar liðið vann sinn stærsta sigur í sögunni á San Antonio Spurs, sem greinilega sakna Tim Duncan mikið. Varnarleikurinn hefur verið settur á oddinn hjá Dallas eftir að Avery Johnson tók við liðinu og hefur liðið aðeins tapað tveimur leikjum síðan hann tók við af Don Nelson. Hann var að stýra Mavericks í sínum fyrsta leik gegn lærimeistara sínum Gregg Popovich, sem þjálfaði Johnson á sínum tíma þegar hann lék fyrir Spurs. Leikurinn í nótt var hin besta skemmtun og auk þess að spila harðan varnarleik, fóru Dallas menn á kostum í sókninni og niðurstaðan var stærsta tap San Antonio í fjögur ár, 104-68. Hvorki gekk né rak í sóknarleiknum hjá San Antonio, þar sem Brent Barry var stigahæstur með aðeins 12 stig. Í jöfnu liði Dallas var Keith Van Horn stigahæstur með 17 stig og Dirk Nowitzki skoraði 16 stig og hirti 8 fráköst á aðeins 27 mínútum. Spurs sitja þó sem fastast í efsta sæti riðils síns með 55 sigra og 20 töp, sem auðvitað er frábær árangur, en ljóst er að liðið gerir litlar rósir í úrslitakeppninni ef Tim Duncan fer ekki að ná sér af meiðslum sínum fljótlega. Grannaliðin New York og New Jersey áttust við á heimavelli þeirra síðarnefndu og þar héldu Nets uppteknum hætti og sigruðu, 110-98 og undirstrikuðu enn einu sinni að þeir ætla sér ekki að vera litla liðið á svæðinu. Stephon Marbury, sem í vetur lýsti því yfir að hann væri besti leikstjórnandi í NBA, var að venju stigahæstur í liði New York með 30 stig og átti 9 stoðsendingar. Þessi fína tölfræði hans skilaði þó ekki sigri í hús fyrir Knicks frekar en svo oft áður og Nets sigruðu næsta auðveldlega. Vince Carter var stigahæstur í liði heimamanna með 32 stig og Jason Kidd náði 66. þrennu sinni á ferlinum þegar hann skoraði 28 stig, gaf 12 stoðsendingar og hirti 10 fráköst. Mikill hiti var í leiknum og undir lokin lenti Kidd illa á Kurt Thomas, framherja Knicks sem setti fyrir hann harkalega hindrun, með þeim afleiðingum að Kidd steinlá í gólfinu. Kidd reis á fætur og hrinti Thomas og hlaut að launum tæknivillu, sem virtist kveikja í kappanum, því hann kláraði leikinn með fimm stigum í röð í næstu tveimur sóknum á eftir. Þegar Kidd var spurður að því eftir leikinn hvort hann hefði orðið æstur við atvikið, svaraði hann; "Ég verð ekki spenntur eða æstur þegar ég er að spila við léleg lið - þeir eru lélegt lið," sagði leikstjórnandinn, sem greinilega hefur eitthvað látið granna sína fara í taugarnar á sér. Los Angeles Lakers náðu að tryggja sér vafasaman árangur í nótt, en nú er ljóst að liðið verður með undir 50% vinningshlutfall í fyrsta sinn í ellefu ár. Houston Rockets, sem hafa verið að hiksta nokkuð upp á síðkastið, nýttu sér vel að eiga inni heimsókn í Staples Center til að rétta af dapurt gengi undanfarið og höfðu auðveldan 114-100 sigur á slöku Lakers liði. Phil Jackson, fyrrum þjálfari liðsins sat í stúkunni á leiknum og hristi höfuðið yfir slakri frammistöðu fyrrum leikmanna sinna. Tracy McGrady skoraði 27 stig og átti 7 stoðsendingar fyrir Houston Rockets, en Caron Butler var atkvæðamestur í liði heimamanna með 24 stig og 12 fráköst og Kobe Bryant náði þrennu með 19 stigum, 10 fráköst og 10 stoðsendingar.
Körfubolti Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Sjá meira