Viðskipti innlent

Icelandair Group tapaði 7,5 milljörðum króna

Icelandair Group tapaði 7,5 milljörðum króna eftir skatta á síðasta ári, en hagnaður félagsins nam 0,3 milljörðum króna árið á undan. Þetta kemur fram í ársreikningi fyrir árið 2008. Heildartekjur félagsins voru 112,7 milljarðar króna árið 2008 en voru 63,5 milljarðar króna árið á undan og aukast um 78% á milli ára. Eignir í lok ársins 2008 námu 98,8 milljörðum króna en voru 66,8 milljarðar í ársbyrjun 2008. Handbært fé frá rekstri í lok árs 2008 var 2,9 milljarðar króna en var 3,9 milljarðar króna í lok árs 2007.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×