Einn af hverjum þremur fær krabbamein Halla Þorvaldsdóttir skrifar 4. febrúar 2020 15:00 Í dag er Alþjóðlegi krabbameinsdagurinn og þá beinum við sjónum að því sem vel hefur tekist – og því sem betur má fara þegar kemur að baráttunni gegn krabbameinum. Um þriðjungur Íslendinga fær krabbamein einhvern tíma á lífsleiðinni en helmingur allra krabbameina greinist eftir 65 ára aldur. Krabbamein eru svo algeng að flest okkar eiga amk einn nákominn sem fengið hefur krabbamein. Á Íslandi greindust sem dæmi að meðaltali 1647 einstaklingar með krabbamein á ári á árabilinu 2014 – 2018. Þeim fjölgar hins vegar sem lifa eftir að hafa fengið krabbamein og í árslok 2018 voru 15.294 einstaklingar á lífi, þar af 6.832 karlar og 8.462 konur. Þrátt fyrir framfarir í greiningu og meðferð er yfir fjórðungur dánarmeina ennþá af völdum krabbameina en bæði nýgengi og dánartíðni af völdum krabbameina fer sem betur fer lækkandi. Þó nýgengi lækki fjölgar samt krabbameinstilvikum hér á landi, fyrst og fremst af því að landsmönnum fjölgar og þjóðin eldist. Eru krabbamein alltaf lífshættuleg? Umræða um krabbamein er flókin. Greining krabbameins er flestum mikið áfall, því enn er það svo að flestir tengja orðið krabbamein við lífshættu. Það er hins vegar ekki endilega raunin því mörg krabbamein er hægt að lækna og öðrum er hægt að halda niðri í mjög langan tíma, líkt og mörgum langvinnum sjúkdómum. Þeir sem greinast með þessa sjúkdóma þurfa því ekki endilega að óttast um líf sitt þó meðferðin sé hins vegar oft á tíðum afar erfið og geti skert lífsgæði til skemmri eða lengri tíma. Framfarir í lækningum á öðrum krabbameinum, sérstaklega þeim sjaldgæfari, eru hins vegar oft á tíðum mun minni og lífshorfur takmarkaðar. Við greiningu slíkra sjúkdóma blasir við allt annar og alvarlegri veruleiki. Meiri þekking á krabbameinum og alvarleika þeirra er mikilvæg, við þurfum öll að vita betur hvað við er að fást í hverju tilviki. Áskoranir og leiðir Á alþjóðlega krabbameinsdeginum reikar hugurinn víða, áskoranirnar eru sannarlega margar. Árangur hér á landi er afar góður varðandi greiningu og meðferð og með aukinni gæðaskráningu á greiningu og meðferð í samstarfi Krabbameinsfélagsins og spítalanna er hægt að fylgjast enn betur með, til að tryggja árangur til framtíðar. Sjúkratryggingar Íslands veittu nýverið 220 milljónum til endurhæfingar þeirra sem fá krabbamein, með samningi við Ljósið. Það er risastórt framfaraskref sem ber að fagna. En áhyggjuefnin eru líka til staðar. Aðstaða krabbameinssjúklinga á dag- og göngudeild Landspítala er óboðleg og afar brýnt að bæta úr. Mönnunarvandi í heilbrigðisþjónustunni er sífellt áhyggjuefni, ekki minnst þegar ljóst er að þeim fjölgar sem þurfa þjónustu krabbameinseininganna. Forvarnir Huga þarf mun betur að forvörnum en nú er gert. Við öðlumst sífellt meiri upplýsingar um hvernig hægt er að draga úr líkum á krabbameinum með heilbrigðum lífsstíl. Mottumars er skammt undan og þar verður lögð áhersla á hreyfingu sem leið til að draga úr líkum á að karlmenn fái krabbamein. Félagið býður karlmönnum upp á stutt námskeið í samstarfi við hlaup.is og stendur fyrir Karlahlaupi þann 1. mars næstkomandi sem hentar öllum karlmönnum, hægum og hröðum. Stuðningsnetið Að greinast og lifa með krabbamein er sérstök reynsla og enginn þekkir hana eins vel og þeir sem hafa gengið í gegnum það sjálfir. Í dag hefst vitundarvakning Krabbameinsfélagsins og Krafts, eins aðildarfélags félagsins um Stuðningsnetið, undir yfirskriftinni Ég skil þig. Í Stuðningsnetinu býður fjöldi einstaklinga, sem fengið hefur krabbamein eða eru aðstandendur, fram krafta sína til að styðja fólk í sömu stöðu. Það er ómetanlegt. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Þorvaldsdóttir Heilbrigðismál Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag er Alþjóðlegi krabbameinsdagurinn og þá beinum við sjónum að því sem vel hefur tekist – og því sem betur má fara þegar kemur að baráttunni gegn krabbameinum. Um þriðjungur Íslendinga fær krabbamein einhvern tíma á lífsleiðinni en helmingur allra krabbameina greinist eftir 65 ára aldur. Krabbamein eru svo algeng að flest okkar eiga amk einn nákominn sem fengið hefur krabbamein. Á Íslandi greindust sem dæmi að meðaltali 1647 einstaklingar með krabbamein á ári á árabilinu 2014 – 2018. Þeim fjölgar hins vegar sem lifa eftir að hafa fengið krabbamein og í árslok 2018 voru 15.294 einstaklingar á lífi, þar af 6.832 karlar og 8.462 konur. Þrátt fyrir framfarir í greiningu og meðferð er yfir fjórðungur dánarmeina ennþá af völdum krabbameina en bæði nýgengi og dánartíðni af völdum krabbameina fer sem betur fer lækkandi. Þó nýgengi lækki fjölgar samt krabbameinstilvikum hér á landi, fyrst og fremst af því að landsmönnum fjölgar og þjóðin eldist. Eru krabbamein alltaf lífshættuleg? Umræða um krabbamein er flókin. Greining krabbameins er flestum mikið áfall, því enn er það svo að flestir tengja orðið krabbamein við lífshættu. Það er hins vegar ekki endilega raunin því mörg krabbamein er hægt að lækna og öðrum er hægt að halda niðri í mjög langan tíma, líkt og mörgum langvinnum sjúkdómum. Þeir sem greinast með þessa sjúkdóma þurfa því ekki endilega að óttast um líf sitt þó meðferðin sé hins vegar oft á tíðum afar erfið og geti skert lífsgæði til skemmri eða lengri tíma. Framfarir í lækningum á öðrum krabbameinum, sérstaklega þeim sjaldgæfari, eru hins vegar oft á tíðum mun minni og lífshorfur takmarkaðar. Við greiningu slíkra sjúkdóma blasir við allt annar og alvarlegri veruleiki. Meiri þekking á krabbameinum og alvarleika þeirra er mikilvæg, við þurfum öll að vita betur hvað við er að fást í hverju tilviki. Áskoranir og leiðir Á alþjóðlega krabbameinsdeginum reikar hugurinn víða, áskoranirnar eru sannarlega margar. Árangur hér á landi er afar góður varðandi greiningu og meðferð og með aukinni gæðaskráningu á greiningu og meðferð í samstarfi Krabbameinsfélagsins og spítalanna er hægt að fylgjast enn betur með, til að tryggja árangur til framtíðar. Sjúkratryggingar Íslands veittu nýverið 220 milljónum til endurhæfingar þeirra sem fá krabbamein, með samningi við Ljósið. Það er risastórt framfaraskref sem ber að fagna. En áhyggjuefnin eru líka til staðar. Aðstaða krabbameinssjúklinga á dag- og göngudeild Landspítala er óboðleg og afar brýnt að bæta úr. Mönnunarvandi í heilbrigðisþjónustunni er sífellt áhyggjuefni, ekki minnst þegar ljóst er að þeim fjölgar sem þurfa þjónustu krabbameinseininganna. Forvarnir Huga þarf mun betur að forvörnum en nú er gert. Við öðlumst sífellt meiri upplýsingar um hvernig hægt er að draga úr líkum á krabbameinum með heilbrigðum lífsstíl. Mottumars er skammt undan og þar verður lögð áhersla á hreyfingu sem leið til að draga úr líkum á að karlmenn fái krabbamein. Félagið býður karlmönnum upp á stutt námskeið í samstarfi við hlaup.is og stendur fyrir Karlahlaupi þann 1. mars næstkomandi sem hentar öllum karlmönnum, hægum og hröðum. Stuðningsnetið Að greinast og lifa með krabbamein er sérstök reynsla og enginn þekkir hana eins vel og þeir sem hafa gengið í gegnum það sjálfir. Í dag hefst vitundarvakning Krabbameinsfélagsins og Krafts, eins aðildarfélags félagsins um Stuðningsnetið, undir yfirskriftinni Ég skil þig. Í Stuðningsnetinu býður fjöldi einstaklinga, sem fengið hefur krabbamein eða eru aðstandendur, fram krafta sína til að styðja fólk í sömu stöðu. Það er ómetanlegt. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun