Erlent

Skopmyndir af spámanninum í erlendum blöðum

Dagblöð bæði í Sviss, Þýskalandi,  Ungverjalandi og á Spáni, hafa birt einhverjar af myndunum sem Jótlandspósturinn birti fyrstur, og franska blaðið Le Mond birti grínteikningu af deilunni. Á henni var skeggjaður maður með túrban og úr skeggi og túrban voru fléttuð orðin; "Ég má ekki teikna Múhammed." Franska blaðið France Soir birti myndirnar úr Jótlandspóstinum, en eigandinn, sem er egypskur auðmaður, rak ritstjórann fyrir vikið og sagði að brottreksturinn sýndi þá virðingu sem borin væri fyrir trúarskoðunum.

Múslimar gera hvað þeir geta til þess að koma í veg fyrir frekari myndbirtingar, bæði með hótunum og beinum ofbeldisverkum, eins og Gaza svæðinu þar sem palestinskir byssumenn umkringdu skrifstofur Evrópusambandsins og kröfðust afsökunarbeiðni.

Myndbirtingarnar í öðrum Evrópskum fjölmiðlum hafa glatt Dani, en þeir eru þó ennþá helsta skortmark múslima. Ekki er enn byrjað að tala um viðskiptabann frá Sviss eða Þýskalandi.  Danska ríkisstjórnin gerir hvað hún getur til þess að lægja öldurnar og þannig fór sendiherra landsins í París í heimsókn í bænahús múslima þar í borg, og ræddi við yfirklerkinn þar.

Anders Fogh RAsmussen, forsætisráðherra Dana og Per Stig Möller, utanríkisráðherra, kvöddu erlenda sendiherra í Danmörku á sinn fund, í dag, til þess að ræða málið og viðbrögð Dana. Fogh Rasmussen sagði að deilan væri orðin annað og meira en deila milli Dana múslima og væri nú orðin barátta milli tjáningafrelsis vesturlanda og boða og banna múslima.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×