Leiðinlegt að stærsta verkefnið á markaðnum fari til Bretlands í ójafnri keppni Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. maí 2020 11:22 Valgeir Magnússon, stjórnarformaður Pipar/TBWA. Aðsend Valgeir Magnússon, stjórnarformaður íslensku auglýsingastofunnar Pipar/TBWA, segir það leiðinlegt, og skjóta skökku við, að stærsta verkefni á Íslandsmarkaði hafi fallið í skaut breskrar auglýsingastofu, einkum í ljósi þeirrar stöðu sem nú er uppi á íslenskum vinnumarkaði. Þá telur hann að keppnin um útboðið hafi ekki verið jöfn. Þetta kom fram í máli Valgeirs í umræðuþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Ríkið mun verja einum og hálfum milljarði í markaðsátak erlendis, sem ber heitið „Ísland – saman í sókn“, til að kynna Ísland sem áfangastað fyrir ferðamenn. Verkefnið er hluti af mótvægisaðgerðum stjórnvalda vegna faraldurs kórónuveiru. Íslandsstofa tilkynnti í gær að herferðin, upp á um 300 milljónir króna af heildarfénu, hefði fallið í skaut bresku auglýsingastofunnar M&C Saatchi, í samstarfi við íslensku auglýsingastofuna Peel. Tillaga M&C Saatchi hefði hlotið hæstu einkunn valnefndar sem fór yfir innsendar tillögur. Ekki tapsár heldur stolt Tillaga M&C Saatchi hlaut 87,17 stig af hundrað mögulegum, samkvæmt frétt Túrista. Íslenska auglýsingastofan Pipar/TBWA kom næst í röðinni með 86,35 stig. Sáralitlu munaði því á einkunnum stofanna tveggja. „Það er leiðinlegt að þetta stærsta verkefni sem er í boði á Íslandsmarkaði skuli enda í Bretlandi, í verkefni sem heitir Ísland saman í sókn,“ sagði Valgeir Magnússon, framkvæmdastjóri Pipar/TBWA í Bítinu í morgun. Þau hjá Pipar væru þó ekki tapsár yfir niðurstöðunni heldur frekar stolt af því að vera á pari við Saatchi, eina stærstu auglýsingastofu í heimi, í einkunnagjöf. Valgeir mat það þó sem svo að keppnin um útboðið hefði ekki verið jöfn. „En svo er liður þarna sem er fjárhagsliðurinn. Og þar er ekki jafnræði. Vegna þess að það á að gefa verð með virðisaukaskatti og erlent fyrirtæki borgar ekki vask af sölu á þjónustu til Íslands, þannig að það munar strax 20 prósentum. Af þessum 300 milljónum sem vinnuútboðið er munar 60 milljónum, sem er beinn virðisaukaskattur sem við hefðum þurft að borga af þessari upphæð en Saatchi þarf ekki að gera. Þarna er einhver skekkja í reikningsdæminu sem veldur því að þetta er ekki alveg jöfn keppni.“ Valgeir kvaðst þó ekki vita hvort verðið hafi verið úrslitaþátturinn í einkunnagjöfinni. „En þegar munar svona litlu þá eru hugmyndirnar báðar mjög góðar.“ Skjáskot úr myndbandinu Inspired by Iceland, markaðsátaki sem farið var í eftir eldgosið í Eyjafjallajökli 2010. Engar skatttekjur frá Bretlandi Valgeir sagði að það skyti jafnframt skökku við að erlent fyrirtæki fái þetta umfangsmikla verkefni í ljósi stöðunnar sem nú er uppi á íslenskum vinnumarkaði. „En hefði alltaf verið hægt að hugsa einhvern veginn, ókei, eigum við að senda þessar 300 milljónir úr landi í verkefni sem er til að byggja upp íslenskt efnahagslíf? Skatttekjurnar af því ef verkefnið hefði verið unnið hjá okkur eru sirka 150 milljónir en verður núll hinum megin,“ sagði Valgeir. Verkefni frá ferðaþjónustunni hefðu verið mikilvæg tekjulind fyrir til dæmis Pipar. Þessi verkefni hefðu algjörlega þurrkast út og starfsmenn, sem hafa einbeitt sér að þeim, verið settir á hlutabótaleið stjórnvalda. Valgeir sagði að kraftar þessara starfsmanna hefðu nýst vel í auglýsingaherferðinni nú. „Við verðum ekkert endalaust á ríkisstyrk til að halda svoleiðis deild úti.“ Frestur til að kæra ákvörðun nefndarinnar, sem skipuð er fulltrúum ferðamálaráðherra, Samtökum ferðaþjónustunnar, Reykjavíkurborgar, markaðsstofa, og Íslandsstofu, er tíu dagar. Valgeir sagði að Pipar væri nú að skoða hvort ákvörðunin verði kærð. „Við erum ekkert að gagnrýna Íslandsstofu fyrir að þessi stofa hafi verið valin. Við getum bara gagnrýnt misvægið í útboðinu, að það eigi að bjóða verð með virðisaukaskatti. Það er ósanngjarnt,“ sagði Valgeir. „Persónulega þykir mér að íslenskt fyrirtæki hefði frekar átt að njóta vafans. En Ríkiskaup sitja uppi með að það var hugsanlega ekki jafnræði í útboðinu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Auglýsinga- og markaðsmál Ferðamennska á Íslandi Bítið Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira
Valgeir Magnússon, stjórnarformaður íslensku auglýsingastofunnar Pipar/TBWA, segir það leiðinlegt, og skjóta skökku við, að stærsta verkefni á Íslandsmarkaði hafi fallið í skaut breskrar auglýsingastofu, einkum í ljósi þeirrar stöðu sem nú er uppi á íslenskum vinnumarkaði. Þá telur hann að keppnin um útboðið hafi ekki verið jöfn. Þetta kom fram í máli Valgeirs í umræðuþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Ríkið mun verja einum og hálfum milljarði í markaðsátak erlendis, sem ber heitið „Ísland – saman í sókn“, til að kynna Ísland sem áfangastað fyrir ferðamenn. Verkefnið er hluti af mótvægisaðgerðum stjórnvalda vegna faraldurs kórónuveiru. Íslandsstofa tilkynnti í gær að herferðin, upp á um 300 milljónir króna af heildarfénu, hefði fallið í skaut bresku auglýsingastofunnar M&C Saatchi, í samstarfi við íslensku auglýsingastofuna Peel. Tillaga M&C Saatchi hefði hlotið hæstu einkunn valnefndar sem fór yfir innsendar tillögur. Ekki tapsár heldur stolt Tillaga M&C Saatchi hlaut 87,17 stig af hundrað mögulegum, samkvæmt frétt Túrista. Íslenska auglýsingastofan Pipar/TBWA kom næst í röðinni með 86,35 stig. Sáralitlu munaði því á einkunnum stofanna tveggja. „Það er leiðinlegt að þetta stærsta verkefni sem er í boði á Íslandsmarkaði skuli enda í Bretlandi, í verkefni sem heitir Ísland saman í sókn,“ sagði Valgeir Magnússon, framkvæmdastjóri Pipar/TBWA í Bítinu í morgun. Þau hjá Pipar væru þó ekki tapsár yfir niðurstöðunni heldur frekar stolt af því að vera á pari við Saatchi, eina stærstu auglýsingastofu í heimi, í einkunnagjöf. Valgeir mat það þó sem svo að keppnin um útboðið hefði ekki verið jöfn. „En svo er liður þarna sem er fjárhagsliðurinn. Og þar er ekki jafnræði. Vegna þess að það á að gefa verð með virðisaukaskatti og erlent fyrirtæki borgar ekki vask af sölu á þjónustu til Íslands, þannig að það munar strax 20 prósentum. Af þessum 300 milljónum sem vinnuútboðið er munar 60 milljónum, sem er beinn virðisaukaskattur sem við hefðum þurft að borga af þessari upphæð en Saatchi þarf ekki að gera. Þarna er einhver skekkja í reikningsdæminu sem veldur því að þetta er ekki alveg jöfn keppni.“ Valgeir kvaðst þó ekki vita hvort verðið hafi verið úrslitaþátturinn í einkunnagjöfinni. „En þegar munar svona litlu þá eru hugmyndirnar báðar mjög góðar.“ Skjáskot úr myndbandinu Inspired by Iceland, markaðsátaki sem farið var í eftir eldgosið í Eyjafjallajökli 2010. Engar skatttekjur frá Bretlandi Valgeir sagði að það skyti jafnframt skökku við að erlent fyrirtæki fái þetta umfangsmikla verkefni í ljósi stöðunnar sem nú er uppi á íslenskum vinnumarkaði. „En hefði alltaf verið hægt að hugsa einhvern veginn, ókei, eigum við að senda þessar 300 milljónir úr landi í verkefni sem er til að byggja upp íslenskt efnahagslíf? Skatttekjurnar af því ef verkefnið hefði verið unnið hjá okkur eru sirka 150 milljónir en verður núll hinum megin,“ sagði Valgeir. Verkefni frá ferðaþjónustunni hefðu verið mikilvæg tekjulind fyrir til dæmis Pipar. Þessi verkefni hefðu algjörlega þurrkast út og starfsmenn, sem hafa einbeitt sér að þeim, verið settir á hlutabótaleið stjórnvalda. Valgeir sagði að kraftar þessara starfsmanna hefðu nýst vel í auglýsingaherferðinni nú. „Við verðum ekkert endalaust á ríkisstyrk til að halda svoleiðis deild úti.“ Frestur til að kæra ákvörðun nefndarinnar, sem skipuð er fulltrúum ferðamálaráðherra, Samtökum ferðaþjónustunnar, Reykjavíkurborgar, markaðsstofa, og Íslandsstofu, er tíu dagar. Valgeir sagði að Pipar væri nú að skoða hvort ákvörðunin verði kærð. „Við erum ekkert að gagnrýna Íslandsstofu fyrir að þessi stofa hafi verið valin. Við getum bara gagnrýnt misvægið í útboðinu, að það eigi að bjóða verð með virðisaukaskatti. Það er ósanngjarnt,“ sagði Valgeir. „Persónulega þykir mér að íslenskt fyrirtæki hefði frekar átt að njóta vafans. En Ríkiskaup sitja uppi með að það var hugsanlega ekki jafnræði í útboðinu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Auglýsinga- og markaðsmál Ferðamennska á Íslandi Bítið Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira