Viðskipti innlent

Helmingi tilboða tekið í ríkisvíxla

Rétt tæplega helmingi af tilboðum í ríkisvíxla var tekið í morgun en þá fór fram útboð á ríkisvíxlum í flokki RIKV 10 0115 með tilboðsfyrirkomulagi fór fram hjá Seðlabanka Íslands.

 

Í tilkynningu segir að alls bárust 30 gild tilboð í ríkisvíxlaflokkinn RIKV 10 0115 að fjárhæð 16.328 milljarða kr. að nafnverði. Tilboðum var tekið fyrir 8.428 milljarða kr. að nafnverði á meðalverðinu 97,19 (flatir vextir 8,53%). Hæsta verð tekinna tilboða var 97,54 (7,44%) og lægsta verð tekinna tilboða var 97,04 (9,00%).

 

Vaxtaprósenta er reiknuð út miðað við flata vexti og dagar taldir sem raundagar miðað við 360 daga ár (Actual/360).










Fleiri fréttir

Sjá meira


×