Viðskipti innlent

Skrifað undir samkomulag Glitnis og kröfuhafa bankans

Skrifað verður undir samkomulag skilanefndar Glitnis og kröfuhafa bankans í dag. Samkomulagið gerir ráð fyrir að kröfuhafar geti valið á milli tveggja leiða varðandi aðkomu að Íslandsbanka.

 

Annars vegar að skilanefnd Glitnis fyrir hönd kröfuhafa eignis 95 prósent í Íslandsbanka og hins vegar að kröfuhafar eignist skuldabréf í bankanum sem verði þá allur í eigu ríkisins.

 

Kröfuhafar hafa til næstu mánaðamóta til að ákveða hvor leiðin verður fyrir valinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×