Raungengi krónunnar heldur áfram að lækka 11. september 2009 12:03 Raungengi krónu er þriðjungi undir langtímameðaltali sínu, hvort sem viðmiðið er verðlag eða laun. Í ágústmánuði lækkaði raungengi krónu um 1% frá fyrri mánuði á mælikvarða hlutfallslegs verðlags samkvæmt nýlega birtum tölum frá Seðlabankanum. Greining Íslandsbanka fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að aðeins einu sinni hefur raungengið mælst lægra það sem af er öldinni, en það var í nóvember á síðasta ári. Raunar er raungengið svo langt fyrir neðan það sem lægst hefur gert á ársgrundvelli undanfarin 95 ár að tæpast hefur það verið jafn lágt áður á því tímabili nema um afar skamma hríð. Lágt raungengi um þessar mundir er blendin blessun. Það er afleiðing gjaldeyriskreppu í kjölfar mikillar erlendrar skuldasöfnunar. Raunar verður að taka raungengisútreikningum Seðlabanka með þeim fyrirvara að gengi krónu ræðst ekki á frjálsum markaði heldur er það skilyrt af gjaldeyrishöftum. Kaupmáttur Íslendinga hefur minnkað mikið í alþjóðlegu tilliti í kjölfar hruns krónunnar á síðasta ári og áhrifin á efnahagsreikning fyrirtækja og heimila verið afar slæm vegna þess hve algeng verð- og gengistryggð lán hafa verið á síðustu árum. Á hinn bóginn bætir hið lága raungengi samkeppnisstöðu útflutningsgreina, sem og þeim sem keppa við innfluttar vörur og þjónustu á innlendum markaði. Veik króna getur þannig flýtt fyrir bata efnahagslífsins á komandi misserum. Jákvæð áhrif gengisfallsins á vöruútflutning hafa raunar látið á sér standa, enda eru stærstu útflutningsgreinar okkar, sjávarafurðir og ál, bæði bundnar í báða skó hvað framleiðslugetu varðar og varðar að verulegu leyti fyrir gengissveiflum. Áhrifin á innflutning hafa verið mun meira afgerandi, en vöruinnflutningur dróst saman um ríflega 40% á fyrri hluta ársins frá sama tímabili í fyrra. Þar er raunar ekki krónan ein að verki heldur einnig sú staðreynd að þær neysluvörur sem heimilin spara við sig þegar skóinn kreppir eru innfluttar í mun meiri mæli en nauðsynjavörur. Staðkvæmd milli innlendra og innfluttra neysluvara er reyndar með minnsta móti á Íslandi þegar matvöru og öðrum dagvörum sleppir. Auk þess hefur dregið mjög mikið úr innflutningi fjárfestingarvara vegna hagsveiflunnar og sú þróun er að verulegu leyti ótengd þróun krónunnar. Áhrifin á útflutning þjónustu, sér í lagi ferðamennsku, hafa verið mun snarari þótt heimskreppan hafi slegið á ferðamannastrauminn hingað til lands. Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Raungengi krónu er þriðjungi undir langtímameðaltali sínu, hvort sem viðmiðið er verðlag eða laun. Í ágústmánuði lækkaði raungengi krónu um 1% frá fyrri mánuði á mælikvarða hlutfallslegs verðlags samkvæmt nýlega birtum tölum frá Seðlabankanum. Greining Íslandsbanka fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að aðeins einu sinni hefur raungengið mælst lægra það sem af er öldinni, en það var í nóvember á síðasta ári. Raunar er raungengið svo langt fyrir neðan það sem lægst hefur gert á ársgrundvelli undanfarin 95 ár að tæpast hefur það verið jafn lágt áður á því tímabili nema um afar skamma hríð. Lágt raungengi um þessar mundir er blendin blessun. Það er afleiðing gjaldeyriskreppu í kjölfar mikillar erlendrar skuldasöfnunar. Raunar verður að taka raungengisútreikningum Seðlabanka með þeim fyrirvara að gengi krónu ræðst ekki á frjálsum markaði heldur er það skilyrt af gjaldeyrishöftum. Kaupmáttur Íslendinga hefur minnkað mikið í alþjóðlegu tilliti í kjölfar hruns krónunnar á síðasta ári og áhrifin á efnahagsreikning fyrirtækja og heimila verið afar slæm vegna þess hve algeng verð- og gengistryggð lán hafa verið á síðustu árum. Á hinn bóginn bætir hið lága raungengi samkeppnisstöðu útflutningsgreina, sem og þeim sem keppa við innfluttar vörur og þjónustu á innlendum markaði. Veik króna getur þannig flýtt fyrir bata efnahagslífsins á komandi misserum. Jákvæð áhrif gengisfallsins á vöruútflutning hafa raunar látið á sér standa, enda eru stærstu útflutningsgreinar okkar, sjávarafurðir og ál, bæði bundnar í báða skó hvað framleiðslugetu varðar og varðar að verulegu leyti fyrir gengissveiflum. Áhrifin á innflutning hafa verið mun meira afgerandi, en vöruinnflutningur dróst saman um ríflega 40% á fyrri hluta ársins frá sama tímabili í fyrra. Þar er raunar ekki krónan ein að verki heldur einnig sú staðreynd að þær neysluvörur sem heimilin spara við sig þegar skóinn kreppir eru innfluttar í mun meiri mæli en nauðsynjavörur. Staðkvæmd milli innlendra og innfluttra neysluvara er reyndar með minnsta móti á Íslandi þegar matvöru og öðrum dagvörum sleppir. Auk þess hefur dregið mjög mikið úr innflutningi fjárfestingarvara vegna hagsveiflunnar og sú þróun er að verulegu leyti ótengd þróun krónunnar. Áhrifin á útflutning þjónustu, sér í lagi ferðamennsku, hafa verið mun snarari þótt heimskreppan hafi slegið á ferðamannastrauminn hingað til lands.
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira