Nicklaus: McIlroy á langt í land í að verða sá besti Stefán Árni Pálsson skrifar 10. júlí 2011 20:30 Jack Nicklaus. Mynd. / AFP Sigursælasti kylfingur allra tíma, Jack Nicklaus, telur að Rory Mcllroy þurfi að halda vel á spöðunum til þess að eiga möguleika á því að sigra Opna Breska Meistaramótið í golfi sem hefst í næstu viku. Mcllroy vann sitt fyrsta stórmót í síðasta mánuði þegar hann bar sigur úr býtum á Opna Bandaríska Meistaramótinu, en Nicklaus telur að það sé ekki hægt að ætlast til þess að Írinn sigri hvert stórmótið á fætur öðrum. „Það má ekki afhenda honum verðlaunagripinn strax," sagði Nicklaus við BBC. „Hann er nýbúinn að vinna sitt fyrsta stórmót. Þegar hann hefur afrekað að vinna eitt, tvö eða jafnvel þrjú stórmót í viðbót þá er hægt að tala um hann sem sigurstranglegasta kylfinginn, en ekki strax". „Þangað til er Mcllroy aðeins einn af mörgum hæfileikaríkum kylfingum í heiminum". „Ég held aftur á móti að Mcllroy eigi eftir að sigra fleiri stórmót á ferlinum, hann er gríðarlega hæfileikaríkur," sagði hinn 71 árs gamli Jack Nicklaus. Opna Breska Meistaramótið fer fram daganna 14.-17. júlí í næstu viku á Royal St George's vellinum, en þetta er í 13. skiptið sem mótið fer fram á þeim velli. Golf Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Sigursælasti kylfingur allra tíma, Jack Nicklaus, telur að Rory Mcllroy þurfi að halda vel á spöðunum til þess að eiga möguleika á því að sigra Opna Breska Meistaramótið í golfi sem hefst í næstu viku. Mcllroy vann sitt fyrsta stórmót í síðasta mánuði þegar hann bar sigur úr býtum á Opna Bandaríska Meistaramótinu, en Nicklaus telur að það sé ekki hægt að ætlast til þess að Írinn sigri hvert stórmótið á fætur öðrum. „Það má ekki afhenda honum verðlaunagripinn strax," sagði Nicklaus við BBC. „Hann er nýbúinn að vinna sitt fyrsta stórmót. Þegar hann hefur afrekað að vinna eitt, tvö eða jafnvel þrjú stórmót í viðbót þá er hægt að tala um hann sem sigurstranglegasta kylfinginn, en ekki strax". „Þangað til er Mcllroy aðeins einn af mörgum hæfileikaríkum kylfingum í heiminum". „Ég held aftur á móti að Mcllroy eigi eftir að sigra fleiri stórmót á ferlinum, hann er gríðarlega hæfileikaríkur," sagði hinn 71 árs gamli Jack Nicklaus. Opna Breska Meistaramótið fer fram daganna 14.-17. júlí í næstu viku á Royal St George's vellinum, en þetta er í 13. skiptið sem mótið fer fram á þeim velli.
Golf Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira