Viðskipti erlent

Tvíbent uppgjör Apple

Apple gerir ráð fyrir minni sölu í haust en greinendur höfðu spáð. Apple segir slæmu efnahagsástandi um að kenna. markaðurinn/ap
Apple gerir ráð fyrir minni sölu í haust en greinendur höfðu spáð. Apple segir slæmu efnahagsástandi um að kenna. markaðurinn/ap

Hlutabréf í Apple lækkuðu eftir að uppgjörið fyrir þriðja ársfjórðung var birt. Félagið skilaði þrátt fyrir það meiri tekjuaukningu en áður var gert ráð fyrir.

Auk þess hafa fjárfestar vaxandi áhyggjur af heilsufari Steves Jobs, stofnanda Apple. New Tork Times greinir frá því að Jobs hafi þótti áberandi horaður þegar hann kom fram á árlegri þróunarráðstefnu fyrirtækisins fyrir um mánuði og síðan hafa bollaleggingar um heilsufar hans vaxið stöðugt.

Áhyggjur fjárfesta orsakast einkum af varúðarráðstöfunum félagsins og spá um minni sölu í haust en greinendur hafa hingað til gert ráð fyrir. Tekjur Apple jukust um 31 prósent á síðasta ársfjórðungi, um 1,07 milljarða dala, sem gerir 1,19 dali á hlut.

Félagið seldi ellefu milljónir iPod-spilara og rúmlega 700 þúsund iPhone á tímabilinu sem var meira en sérfræðingar höfðu gert ráð fyrir.-bþa






Fleiri fréttir

Sjá meira


×