Viðskipti erlent

Morten Lund segist við stjórn og biðst afsökunar

Morten Lund meirihlutaeigandi Nyhedsavisen segir að hann sé enn við stjórn útgáfunnar þrátt fyrir tilkomu nýs fjárfestis að útgáfunni. Lund hefur jafnframt beðist afsökunar á því hve óvissan um framtíð félagsins hefur dregist á langinn.

Þetta kemur fram á bloggsíðu Mortens í morgun. Þar segir hann m.a. að hinn nýi fjárfestir að útgáfunni sé í "heimsklassa" en gefur ekki nánar upp hver það er.

Þá segir Morten að ársreikningur félagsins muni verða lagður fram á morgun, fimmtudag. Allir meðlimir stjórnar útgáfunnar áttu yfir höfði sér fésektir vegna þess hve dregist hefur að leggja ársreikninginn fram.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×