Viðskipti innlent

Hver fjögurra manna fjölskylda skuldar fjórðungi meira nú en fyrir ári

Heildarskuldir Íslenskra heimila námu 947 milljörðum króna í lok síðasta mánaðar. Höfðu þær hækkað um tæpa 200 milljarða frá sama tíma í fyrra.

En tökum dæmi:

Fjögurra manna fjölskylda skuldaði að meðaltali um 9,6 milljónir króna í lok júní mánaðar í fyrra. Þar af um 830 þúsund krónur í yfirdrátt og 1,2 milljónir í erlendum lánum.

Frá þeim tíma hafa skuldirnar vaxið jafnt og þétt eða tæpar um þrjár milljónir, meðal annars vegna verðbólgu, gengislækkunar og hækkun vaxta.

Í dag er yfirdráttarlán fjölskyldunnar komið í 880 þúsund krónur og hækkað um 50 þúsund krónur á tímabilinu. Hver fjölskyldumeðlimur skuldar því 220 þúsund krónur í yfirdrátt.

Erlenda lánið hefur vaxið hratt á þessu ári eftir því sem krónan hefur veikst - er nú rétt tæpar 2,9 milljónir - og því nærri þrefaldast á tímabilinu.

Í Hálffimm fréttum Kaupþings kemur fram að mikil hækkun erlendra lána auki greiðslubyrði heimilanna verulega þar sem áhrif gengisbreytinga koma strax fram í afborgunum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×