Meiðsli Björns Bergmanns virðast ekki alvarleg Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. janúar 2016 14:30 Hér er verið að huga meiðslum Björns. Vísir/Getty Björn Bergmann Sigurðarson var nýkominn af stað með enska B-deildarliðinu Wolverhampton Wolves þegar hann virtist meiðast illa í bikarleik gegn West Ham um helgina. Björn lagðist skyndilega í grasið eftir að hafa fengið mikinn verk í bakið en enginn leikmaður var þá nálægt honum. Hann var borinn af velli eftir að hafa fengið aðhlynningu í dágóða stund. „Hann fór í aðgerð á bakinu í sumar sem heppnaðist vel, sem betur fer,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, bróðir hans, í samtali við Vísi í dag.Sjá einnig: Björn Bergmann borinn af velli „Hann fann fyrir verki og vildi ekki taka neina áhættu. Því lagðist hann niður,“ sagði Jóhannes Karl enn fremur. „Eftir leikinn fór hann í myndatöku í London sem komu vel út. Það er enginn sjáanlegur skaði eða neitt slíkt. Hann er búinn að vera í meðhöndlun og þetta lítur allt saman vel út.“ „Wolves á leik á morgun og hann nær honum ekki. En það er stefnt að því að hann geti spilað [gegn Cardiff] um helgina.“ Björn Bergmann spilaði sínar fyrstu mínútur á tímabilinu með Wolves á nýársdag þegar hann kom inn á sem varamaður gegn Brighton. Hann stóð sig vel í honum og var í byrjunarliðinu gegn West Ham.Sjá einnig: Fyrsti leikur Björns Bergmanns fyrir Úlfana í tvö ár Björn Bergmann átti góðan leik þar til hann meiddist og var nálægt því að skora. Meiðslin voru því einkar svekkjandi, ekki síst í ljósi þess að liðið er búið að missa tvo framherja á skömmum tíma. Sheyi Ojo, sem var í láni frá Liverpool, hefur verið kallaður til baka úr láninu og þá hefur félagið selt Benik Afobe til Bournemouth. „Mér finnst allar líkur á því að Björn fái tækifæri til að spila og sýna hversu góður hann er,“ sagði Jóhannes Karl. Enski boltinn Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fleiri fréttir „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Sjá meira
Björn Bergmann Sigurðarson var nýkominn af stað með enska B-deildarliðinu Wolverhampton Wolves þegar hann virtist meiðast illa í bikarleik gegn West Ham um helgina. Björn lagðist skyndilega í grasið eftir að hafa fengið mikinn verk í bakið en enginn leikmaður var þá nálægt honum. Hann var borinn af velli eftir að hafa fengið aðhlynningu í dágóða stund. „Hann fór í aðgerð á bakinu í sumar sem heppnaðist vel, sem betur fer,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, bróðir hans, í samtali við Vísi í dag.Sjá einnig: Björn Bergmann borinn af velli „Hann fann fyrir verki og vildi ekki taka neina áhættu. Því lagðist hann niður,“ sagði Jóhannes Karl enn fremur. „Eftir leikinn fór hann í myndatöku í London sem komu vel út. Það er enginn sjáanlegur skaði eða neitt slíkt. Hann er búinn að vera í meðhöndlun og þetta lítur allt saman vel út.“ „Wolves á leik á morgun og hann nær honum ekki. En það er stefnt að því að hann geti spilað [gegn Cardiff] um helgina.“ Björn Bergmann spilaði sínar fyrstu mínútur á tímabilinu með Wolves á nýársdag þegar hann kom inn á sem varamaður gegn Brighton. Hann stóð sig vel í honum og var í byrjunarliðinu gegn West Ham.Sjá einnig: Fyrsti leikur Björns Bergmanns fyrir Úlfana í tvö ár Björn Bergmann átti góðan leik þar til hann meiddist og var nálægt því að skora. Meiðslin voru því einkar svekkjandi, ekki síst í ljósi þess að liðið er búið að missa tvo framherja á skömmum tíma. Sheyi Ojo, sem var í láni frá Liverpool, hefur verið kallaður til baka úr láninu og þá hefur félagið selt Benik Afobe til Bournemouth. „Mér finnst allar líkur á því að Björn fái tækifæri til að spila og sýna hversu góður hann er,“ sagði Jóhannes Karl.
Enski boltinn Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fleiri fréttir „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Sjá meira