Hvað er athugavert við þessi kort? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar 5. mars 2020 15:15 Í fyrri greinum mínum hef ég nokkrum sinnum undirstrikað mikilvægi þess að kynna sér mannkynssöguna gaumgæfilega. Flóknasta milliríkjadeila síðari ára er þar engin undantekning, en þar á ég vitanlega við deiluna á milli Ísraelsmanna, Palestínumanna og Arabaríkjanna í kring. Nýlega var ég minntur á skýringarmynd sem andstæðingar Ísraels hafa reglulega birt undanfarin ár sem sýnir fjögur kort af útlínum landsins frá ólíkum tímabilum. Kortin gefa sig út fyrir að sýna „hverfandi Palestínu“ og markmiðið er augljóslega að renna stoðum undir ímynd Gyðinga í Ísrael sem einhvers konar landræningja. Það er hins vegar ekki annað að sjá en að þeir sem standi þarna að baki glími við alvarlega vanþekkingu. Það þarf að minnsta kosti ekki að leggjast í mikla heimavinnu til að uppgötva hnökrana á þessari framsetningu. Þessi kort sjást víða við mótmæli gegn ÍsraelLjósmyndari ókunnur Spurningin um eignarhald Fyrsta kortið í röðinni sýnir meint eignarhald Gyðinga og Palestínumanna á svæðinu. Bróðurhluti svæðisins er litaður grænn en sá litur á að tákna land í eigu Palestínumanna. Stærð svæðisins er hins vegar gróflega ýkt, þar sem allt svæðið sem ekki var í eigu Gyðinga er ranglega merkt sem „palestínskt land“. Staðreyndin er sú að þegar Bretar tóku við stjórn árið 1920 var stór hluti landsins í ríkiseigu en ekki í einkaeigu. Töluvert af svæðinu var einnig í eigu erlendra landeigenda sem bjuggu ekki á svæðinu, heldur leigðu þeir það út. En hvernig stóð á því að Gyðingar höfðu jafn mikið eignarhald á landinu og raun bar vitni þegar kom að því að veita landinu sjálfstæði? Til að skilja hvers vegna svo var þarf að taka til skoðunar lagabreytingu sem var gerð í valdatíð Tyrkjaveldis (einnig þekkt sem Ottómanveldið), sem þá hafði yfirráð yfir öllu svæðinu fyrir botni Miðjarðarhafs. Árið 1867 gaf Tyrkjaveldi erlendum ríkisborgurum heimild til þess að kaupa land um allt veldið (að undanskildu Hejaz-svæðinu á Arabíuskaganum). Áður hafði ríkt bann við landakaupum þeirra sem ekki voru múslimar, en ólögleg kaup höfðu engu að síður átt sér stað. Nýju lögin voru sett í þeim tilgangi að ríkið gæti haft betri yfirsýn yfir landakaup aðkomufólks.1Þó þessi breyting hafi ekki verið gerð sérstaklega með Gyðinga í huga, lagði hún grunninn að því að Gyðingar að utan gátu komið og keypt land í Tyrkjaveldi. En ólíkt því sem andstæðingar Ísraels halda gjarnan fram hefur ákveðinn fjöldi Gyðinga sömuleiðis búið í landinu frá örófi alda. Á 19. öld bjuggu flestir þeirra í Jerúsalem, þar sem þeir voru meirihluti íbúa, en líkt og aðrir hópar sem landið byggðu höfðu þeir takmörkuð réttindi og lítið eignarhald á landsvæðum.2 Sigurvegarar fyrri heimsstyrjaldar skipta landinu á milli sín Annað kortið í röðinni sýnir drögin að skiptingu landsins sem voru lögð fram af Sameinuðu þjóðunum árið 1947. Því miður voru þessi drög aldrei samþykkt og urðu því aldrei að raunverulegum landamærum. Þótt fulltrúar Gyðinga hafi samþykkt tillöguna, þá var henni hafnað af fulltrúum Araba.3 Þeir höfðu sömuleiðis hafnað öllum öðrum tillögum að skiptingu landsins fram að þessu. Að lokum kusu þeir að lýsa yfir stríði á hendur Gyðingum í landinu.Þar sem skipting landsins gat ekki átt sér stað af þeim sökum voru aðeins ein landamæri sem komu til greina fyrir nýstofnaða ríkið. Við sjálfstæði fyrrum nýlenda áttu síðustu lögfestu landamærin að ganga í arf, lögum samkvæmt, og þetta tilvik var engin undantekning. Drög að skiptingu svæðisins voru gerð árið 1916 með Sykes-Picot samkomulaginu þegar Bretar og Frakkar sáu fyrst fram á að sigra Tyrkjaveldi í fyrri heimsstyrjöldinni. Í lok 1917 höfðu Bretar unnið Jerúsalem og nánasta umhverfi hennar. Eftir ósigur Tyrkjaveldis árið 1918 tóku sigurvegararnir við sameiginlegri stjórn svæðisins í tvö ár. Bretar tóku síðan við stjórn „umboðssvæðisins“ Palestínu árið 1920. Paulet-Newcombe samningurinn lögfesti svo síðasta spölinn af landamærunum á milli umboðssvæðisins og Líbanon.Hann var dreginn upp árið 1922, en staðfestur af Bretum og Frökkum ári síðar.4 Landamærin sem voru ákvörðuð á þessu tímabili voru þau einu sem höfðu nokkuð gildi samkvæmt alþjóðalögum árið 1948. Pan-arabíski draumurinn Þriðja kortið er sömuleiðis vandkvæðum bundið því það útnefnir svæðin innan vopnahléslína sem aðskildu hernumin svæði Egypta og Jórdana frá Ísrael sem „palestínskt land“ á árunum 1949 til 1967. Fyrir það fyrsta voru vopnahléslínurnar aldrei skilgreindar sem landamæri samkvæmt alþjóðalögum. Hvað varðar afstöðu yfirvalda Jórdaníu, þá höfðu þau ekki í hyggju að veita Palestínumönnunum sem bjuggu á Vesturbakkanum sjálfstæði, heldur innlimuðu þau hann inn í Jórdaníu og þeir sem þar bjuggu urðu jórdanskir ríkisborgarar.5 Á sama tíma lögðu Egyptar Gazasvæðið undir herstjórn og veittu íbúum þess hvorki sjálfstæði né egypskan ríkisborgararétt. Af því má ráða að ekkert af þessum svæðum gat talist palestínskt land frá 1949 til 1967, en þá töpuðu Egyptar og Jórdanir þeim í hendur Ísraelsmanna.6 Á sjötta áratugnum byrjaði Nasser, forseti Egyptalands, að sjá fyrir sér sameinað arabískt ríki í Mið-Austurlöndum. Þegar Egyptaland og Sýrland sameinuðust árið 1958 til að uppfylla þann draum var vonin sú að öll önnur arabísk ríki myndu verða hluti af þessu sameinaða ríki, og sú von náði einnig til Araba í Palestínu. Þessi hugmyndafræði kallaðist „pan-arabismi“ og var meðal annars innblásin af andstöðu við landamærin sem höfðu verið teiknuð af Bretum og Frökkum. Á meðan þessi hugmyndafræði ríkti var spurningin um aðgreint palestínskt þjóðerni eða sjálfstæði ekki ofarlega á baugi.7 Í upphafi áttunda áratugarins var komið annað hljóð í strokkinn hjá Egyptum og Jórdönum varðandi svæðin sem þeir höfðu tapað. Þeir létu undan tiltölulega nýkominni stefnu Arababandalagsins um sjálfstæða Palestínu og afsöluðu sér öllum kröfum til svæða sem áttu að tilheyra framtíðarríki Palestínumanna.8 Það voru nokkrar ólíkar ástæður fyrir þessari stefnubreytingu bandalagsins, meðal annars þau vonbrigði að þær fáu tilraunir sem voru gerðar til að sameina arabísk þjóðríki höfðu mistekist vegna innbyrðis valdabaráttu. Meðal Arabaríkjanna var farið að bera á auknum vinsældum annarra hugmynda, t.d. íslamisma, á kostnað þeirra sem aðhylltust pan-arabismann á veraldlegum grunni. En það var önnur ástæða sem lá einnig að baki stefnubreytingunni: Ísrael hafði staðið af sér tvær harðar rimmur við Arabaríkin og hlotið mikla landvinninga. Fyrst Arabaheiminum hafði mistekist að sameinast gegn Ísrael, var næsti rökrétti kosturinn að reyna að knésetja Ísrael á forsendum aðgreinds þjóðernis. Árið 1977 lét Zuhair Muhsin, þáverandi leiðtogi As-Sa'iqa fylkingarinnar innan Frelsishreyfingar Palestínu (PLO), þessi orð falla: „Það er enginn munur á Jórdönum, Palestínumönnum, Sýrlendingum og Líbönum ... Við erum ein þjóð ... tilvera aðgreindrar palestínskrar sjálfsmyndar er einungis til staðar af taktískum ástæðum...“9 Palestínsk yfirvöld eignast land í fyrsta skipti Palestínsku heimastjórninni (PA) var komið á laggirnar árið 1994. Við undirritun seinni Oslóarsamningsins árið 1995 fékk heimastjórnin sitt eigið yfirráðasvæði á hlutum Vesturbakkans og á öllu Gazasvæðinu. Það eru þessi svæði sem eru sýnd á fjórða kortinu. Það er vert að benda á að byggðir tæplega tveggja milljón Araba sem eru ríkisborgarar Ísraels eru ekki sýndar á þessu korti, sem er í ósamræmi við fyrsta kortið í röðinni sem gerir sig út fyrir að sýna lýðfræðilega dreifingu. Í reynd var þetta í fyrsta sinn sem Palestínumenn fengu eigin yfirráðasvæði. Maður myndi ætla að þeir hefðu nýtt tækifærið og gert eitthvað skynsamlegt við svæðið sem þeir fengu til eigin yfirráða en það er ekki hægt að segja að svo hafi verið. Yfirvöld þar hafa einungis tvisvar haldið lýðræðislegar kosningar, fyrst árið 1996 og aftur árið 2005. Í kosningunum 2005 unnu Hamassamtökin nauman sigur í flestum kjördæmum, en eftir tveggja ára stríð við Fatahsamtökin hreiðruðu þau um sig á Gazasvæðinu. Það eru Hamassamtökin, ásamt Hreyfingunni um heilagt stríð í Palestínu (PIJ), sem hafa með hryðjuverkatilburðum sínum og trúaröfgum10 borið höfuðábyrgð á herkvínni sem Egyptar og Ísraelsmenn hafa haldið svæðinu í síðan 2007.11 Samantekt Í stuttu máli er niðurstaðan sú að fyrstu þrjú kortin á myndinni hér að ofan sýna ekki raunverulegt yfirráðasvæði Palestínumanna. Sömuleiðis eru forsendur allra kortanna innbyrðis ólíkar og því eru þau ónothæf til samanburðar: Fyrsta kortið sýnir meinta lýðfræðilega skiptingu landsins, annað kortið sýnir tillögu að skiptingu sem var hafnað af Palestínumönnunum sjálfum, þriðja kortið sýnir yfirráðasvæði Jórdana og Egypta innan alþjóðlega ósamþykktra vopnahléslína og fjórða kortið sýnir eina landsvæðið sem Palestínumenn hafa nokkru sinni ráðið yfir. Þess ber að geta að sjálfstætt ríki Palestínu – jafnvel innan þessa svæðis – er aðeins viðurkennt af 138 af 193 aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna. Þegar ég sat við heimildaöflun fyrir þessa grein ákvað ég að búa til mína eigin skýringarmynd með fimm kortum. Ólíkt útgáfunni sem andstæðingar Ísraels flagga reglulega er mín útgáfa algjörlega í samræmi við sögulegar staðreyndir. Fjögur kortanna sýna svæðið samkvæmt alþjóðalögum, og eitt þeirra sýnir síðustu tillögu Sameinuðu þjóðanna að skiptingu landsins sem var hafnað: Höfundur skrifar fyrir hönd MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Heimildir 1 Owens, Roger;New Perspectives on Property and Land in the Middle East; Harvard CMES, 2000; bls. 181 2 Dowty, Alan; Arabs and Jews in Ottoman Palestine: Two Worlds Collide; Indiana University Press, 2019; bls. 29-30 3 https://www.nytimes.com/2011/10/29/world/middleeast/Arab-Rejection-of-1947-Partition-Plan-Was-Error-Mahmoud-Abbas-Says.html 4 https://www.un.org/Depts/los/LEGISLATIONANDTREATIES/PDFFILES/DEPOSIT/lbn_mzn79_2010.pdf 5 https://www.nytimes.com/2010/03/14/world/middleeast/14jordan.html 6 https://news.bbc.co.uk/2/shared/spl/hi/middle_east/03/v3_israel_palestinians/maps/html/six_day_war.stm 7 Lüthi, Laurenz M; Cold Wars: Asia, the Middle East, Europe; Cambridge University Press, 2020; bls. 64 8 https://www.kinghussein.gov.jo/88_july31.html 9 https://unispal.un.org/DPA/DPR/unispal.nsf/0/EF0C8AC232685019852570260051F6AC 10 https://www.nytimes.com/1995/01/25/world/palestinian-martyrs-defiant-and-so-willing.html 11 https://www.theguardian.com/world/2008/jan/23/egypt.israelandthepalestinians Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Ísrael Palestína Mest lesið Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Sjá meira
Í fyrri greinum mínum hef ég nokkrum sinnum undirstrikað mikilvægi þess að kynna sér mannkynssöguna gaumgæfilega. Flóknasta milliríkjadeila síðari ára er þar engin undantekning, en þar á ég vitanlega við deiluna á milli Ísraelsmanna, Palestínumanna og Arabaríkjanna í kring. Nýlega var ég minntur á skýringarmynd sem andstæðingar Ísraels hafa reglulega birt undanfarin ár sem sýnir fjögur kort af útlínum landsins frá ólíkum tímabilum. Kortin gefa sig út fyrir að sýna „hverfandi Palestínu“ og markmiðið er augljóslega að renna stoðum undir ímynd Gyðinga í Ísrael sem einhvers konar landræningja. Það er hins vegar ekki annað að sjá en að þeir sem standi þarna að baki glími við alvarlega vanþekkingu. Það þarf að minnsta kosti ekki að leggjast í mikla heimavinnu til að uppgötva hnökrana á þessari framsetningu. Þessi kort sjást víða við mótmæli gegn ÍsraelLjósmyndari ókunnur Spurningin um eignarhald Fyrsta kortið í röðinni sýnir meint eignarhald Gyðinga og Palestínumanna á svæðinu. Bróðurhluti svæðisins er litaður grænn en sá litur á að tákna land í eigu Palestínumanna. Stærð svæðisins er hins vegar gróflega ýkt, þar sem allt svæðið sem ekki var í eigu Gyðinga er ranglega merkt sem „palestínskt land“. Staðreyndin er sú að þegar Bretar tóku við stjórn árið 1920 var stór hluti landsins í ríkiseigu en ekki í einkaeigu. Töluvert af svæðinu var einnig í eigu erlendra landeigenda sem bjuggu ekki á svæðinu, heldur leigðu þeir það út. En hvernig stóð á því að Gyðingar höfðu jafn mikið eignarhald á landinu og raun bar vitni þegar kom að því að veita landinu sjálfstæði? Til að skilja hvers vegna svo var þarf að taka til skoðunar lagabreytingu sem var gerð í valdatíð Tyrkjaveldis (einnig þekkt sem Ottómanveldið), sem þá hafði yfirráð yfir öllu svæðinu fyrir botni Miðjarðarhafs. Árið 1867 gaf Tyrkjaveldi erlendum ríkisborgurum heimild til þess að kaupa land um allt veldið (að undanskildu Hejaz-svæðinu á Arabíuskaganum). Áður hafði ríkt bann við landakaupum þeirra sem ekki voru múslimar, en ólögleg kaup höfðu engu að síður átt sér stað. Nýju lögin voru sett í þeim tilgangi að ríkið gæti haft betri yfirsýn yfir landakaup aðkomufólks.1Þó þessi breyting hafi ekki verið gerð sérstaklega með Gyðinga í huga, lagði hún grunninn að því að Gyðingar að utan gátu komið og keypt land í Tyrkjaveldi. En ólíkt því sem andstæðingar Ísraels halda gjarnan fram hefur ákveðinn fjöldi Gyðinga sömuleiðis búið í landinu frá örófi alda. Á 19. öld bjuggu flestir þeirra í Jerúsalem, þar sem þeir voru meirihluti íbúa, en líkt og aðrir hópar sem landið byggðu höfðu þeir takmörkuð réttindi og lítið eignarhald á landsvæðum.2 Sigurvegarar fyrri heimsstyrjaldar skipta landinu á milli sín Annað kortið í röðinni sýnir drögin að skiptingu landsins sem voru lögð fram af Sameinuðu þjóðunum árið 1947. Því miður voru þessi drög aldrei samþykkt og urðu því aldrei að raunverulegum landamærum. Þótt fulltrúar Gyðinga hafi samþykkt tillöguna, þá var henni hafnað af fulltrúum Araba.3 Þeir höfðu sömuleiðis hafnað öllum öðrum tillögum að skiptingu landsins fram að þessu. Að lokum kusu þeir að lýsa yfir stríði á hendur Gyðingum í landinu.Þar sem skipting landsins gat ekki átt sér stað af þeim sökum voru aðeins ein landamæri sem komu til greina fyrir nýstofnaða ríkið. Við sjálfstæði fyrrum nýlenda áttu síðustu lögfestu landamærin að ganga í arf, lögum samkvæmt, og þetta tilvik var engin undantekning. Drög að skiptingu svæðisins voru gerð árið 1916 með Sykes-Picot samkomulaginu þegar Bretar og Frakkar sáu fyrst fram á að sigra Tyrkjaveldi í fyrri heimsstyrjöldinni. Í lok 1917 höfðu Bretar unnið Jerúsalem og nánasta umhverfi hennar. Eftir ósigur Tyrkjaveldis árið 1918 tóku sigurvegararnir við sameiginlegri stjórn svæðisins í tvö ár. Bretar tóku síðan við stjórn „umboðssvæðisins“ Palestínu árið 1920. Paulet-Newcombe samningurinn lögfesti svo síðasta spölinn af landamærunum á milli umboðssvæðisins og Líbanon.Hann var dreginn upp árið 1922, en staðfestur af Bretum og Frökkum ári síðar.4 Landamærin sem voru ákvörðuð á þessu tímabili voru þau einu sem höfðu nokkuð gildi samkvæmt alþjóðalögum árið 1948. Pan-arabíski draumurinn Þriðja kortið er sömuleiðis vandkvæðum bundið því það útnefnir svæðin innan vopnahléslína sem aðskildu hernumin svæði Egypta og Jórdana frá Ísrael sem „palestínskt land“ á árunum 1949 til 1967. Fyrir það fyrsta voru vopnahléslínurnar aldrei skilgreindar sem landamæri samkvæmt alþjóðalögum. Hvað varðar afstöðu yfirvalda Jórdaníu, þá höfðu þau ekki í hyggju að veita Palestínumönnunum sem bjuggu á Vesturbakkanum sjálfstæði, heldur innlimuðu þau hann inn í Jórdaníu og þeir sem þar bjuggu urðu jórdanskir ríkisborgarar.5 Á sama tíma lögðu Egyptar Gazasvæðið undir herstjórn og veittu íbúum þess hvorki sjálfstæði né egypskan ríkisborgararétt. Af því má ráða að ekkert af þessum svæðum gat talist palestínskt land frá 1949 til 1967, en þá töpuðu Egyptar og Jórdanir þeim í hendur Ísraelsmanna.6 Á sjötta áratugnum byrjaði Nasser, forseti Egyptalands, að sjá fyrir sér sameinað arabískt ríki í Mið-Austurlöndum. Þegar Egyptaland og Sýrland sameinuðust árið 1958 til að uppfylla þann draum var vonin sú að öll önnur arabísk ríki myndu verða hluti af þessu sameinaða ríki, og sú von náði einnig til Araba í Palestínu. Þessi hugmyndafræði kallaðist „pan-arabismi“ og var meðal annars innblásin af andstöðu við landamærin sem höfðu verið teiknuð af Bretum og Frökkum. Á meðan þessi hugmyndafræði ríkti var spurningin um aðgreint palestínskt þjóðerni eða sjálfstæði ekki ofarlega á baugi.7 Í upphafi áttunda áratugarins var komið annað hljóð í strokkinn hjá Egyptum og Jórdönum varðandi svæðin sem þeir höfðu tapað. Þeir létu undan tiltölulega nýkominni stefnu Arababandalagsins um sjálfstæða Palestínu og afsöluðu sér öllum kröfum til svæða sem áttu að tilheyra framtíðarríki Palestínumanna.8 Það voru nokkrar ólíkar ástæður fyrir þessari stefnubreytingu bandalagsins, meðal annars þau vonbrigði að þær fáu tilraunir sem voru gerðar til að sameina arabísk þjóðríki höfðu mistekist vegna innbyrðis valdabaráttu. Meðal Arabaríkjanna var farið að bera á auknum vinsældum annarra hugmynda, t.d. íslamisma, á kostnað þeirra sem aðhylltust pan-arabismann á veraldlegum grunni. En það var önnur ástæða sem lá einnig að baki stefnubreytingunni: Ísrael hafði staðið af sér tvær harðar rimmur við Arabaríkin og hlotið mikla landvinninga. Fyrst Arabaheiminum hafði mistekist að sameinast gegn Ísrael, var næsti rökrétti kosturinn að reyna að knésetja Ísrael á forsendum aðgreinds þjóðernis. Árið 1977 lét Zuhair Muhsin, þáverandi leiðtogi As-Sa'iqa fylkingarinnar innan Frelsishreyfingar Palestínu (PLO), þessi orð falla: „Það er enginn munur á Jórdönum, Palestínumönnum, Sýrlendingum og Líbönum ... Við erum ein þjóð ... tilvera aðgreindrar palestínskrar sjálfsmyndar er einungis til staðar af taktískum ástæðum...“9 Palestínsk yfirvöld eignast land í fyrsta skipti Palestínsku heimastjórninni (PA) var komið á laggirnar árið 1994. Við undirritun seinni Oslóarsamningsins árið 1995 fékk heimastjórnin sitt eigið yfirráðasvæði á hlutum Vesturbakkans og á öllu Gazasvæðinu. Það eru þessi svæði sem eru sýnd á fjórða kortinu. Það er vert að benda á að byggðir tæplega tveggja milljón Araba sem eru ríkisborgarar Ísraels eru ekki sýndar á þessu korti, sem er í ósamræmi við fyrsta kortið í röðinni sem gerir sig út fyrir að sýna lýðfræðilega dreifingu. Í reynd var þetta í fyrsta sinn sem Palestínumenn fengu eigin yfirráðasvæði. Maður myndi ætla að þeir hefðu nýtt tækifærið og gert eitthvað skynsamlegt við svæðið sem þeir fengu til eigin yfirráða en það er ekki hægt að segja að svo hafi verið. Yfirvöld þar hafa einungis tvisvar haldið lýðræðislegar kosningar, fyrst árið 1996 og aftur árið 2005. Í kosningunum 2005 unnu Hamassamtökin nauman sigur í flestum kjördæmum, en eftir tveggja ára stríð við Fatahsamtökin hreiðruðu þau um sig á Gazasvæðinu. Það eru Hamassamtökin, ásamt Hreyfingunni um heilagt stríð í Palestínu (PIJ), sem hafa með hryðjuverkatilburðum sínum og trúaröfgum10 borið höfuðábyrgð á herkvínni sem Egyptar og Ísraelsmenn hafa haldið svæðinu í síðan 2007.11 Samantekt Í stuttu máli er niðurstaðan sú að fyrstu þrjú kortin á myndinni hér að ofan sýna ekki raunverulegt yfirráðasvæði Palestínumanna. Sömuleiðis eru forsendur allra kortanna innbyrðis ólíkar og því eru þau ónothæf til samanburðar: Fyrsta kortið sýnir meinta lýðfræðilega skiptingu landsins, annað kortið sýnir tillögu að skiptingu sem var hafnað af Palestínumönnunum sjálfum, þriðja kortið sýnir yfirráðasvæði Jórdana og Egypta innan alþjóðlega ósamþykktra vopnahléslína og fjórða kortið sýnir eina landsvæðið sem Palestínumenn hafa nokkru sinni ráðið yfir. Þess ber að geta að sjálfstætt ríki Palestínu – jafnvel innan þessa svæðis – er aðeins viðurkennt af 138 af 193 aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna. Þegar ég sat við heimildaöflun fyrir þessa grein ákvað ég að búa til mína eigin skýringarmynd með fimm kortum. Ólíkt útgáfunni sem andstæðingar Ísraels flagga reglulega er mín útgáfa algjörlega í samræmi við sögulegar staðreyndir. Fjögur kortanna sýna svæðið samkvæmt alþjóðalögum, og eitt þeirra sýnir síðustu tillögu Sameinuðu þjóðanna að skiptingu landsins sem var hafnað: Höfundur skrifar fyrir hönd MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Heimildir 1 Owens, Roger;New Perspectives on Property and Land in the Middle East; Harvard CMES, 2000; bls. 181 2 Dowty, Alan; Arabs and Jews in Ottoman Palestine: Two Worlds Collide; Indiana University Press, 2019; bls. 29-30 3 https://www.nytimes.com/2011/10/29/world/middleeast/Arab-Rejection-of-1947-Partition-Plan-Was-Error-Mahmoud-Abbas-Says.html 4 https://www.un.org/Depts/los/LEGISLATIONANDTREATIES/PDFFILES/DEPOSIT/lbn_mzn79_2010.pdf 5 https://www.nytimes.com/2010/03/14/world/middleeast/14jordan.html 6 https://news.bbc.co.uk/2/shared/spl/hi/middle_east/03/v3_israel_palestinians/maps/html/six_day_war.stm 7 Lüthi, Laurenz M; Cold Wars: Asia, the Middle East, Europe; Cambridge University Press, 2020; bls. 64 8 https://www.kinghussein.gov.jo/88_july31.html 9 https://unispal.un.org/DPA/DPR/unispal.nsf/0/EF0C8AC232685019852570260051F6AC 10 https://www.nytimes.com/1995/01/25/world/palestinian-martyrs-defiant-and-so-willing.html 11 https://www.theguardian.com/world/2008/jan/23/egypt.israelandthepalestinians
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun