Stefanía og stimpilgjöldin Björgvin G. Sigurðsson skrifar 14. nóvember 2007 18:56 Umræðan Stimpilgjöld Stefanía Sigurðardóttir háskólanemi skrifar mér opið bréf í Fréttablaðinu í gær um íbúðarkaup og afnám stimpilgjalda. Ég vil nota það tækifæri sem svar til hennar gefur til að undirstrika stefnumið ríkisstjórnarinnar í þessum mikilvægu málum, ekki síst þar sem bréf hennar var bæði málefnalegt og vel lagt upp í alla staði. Þakka ég henni bréfið enda málefnið einkar brýnt nú. Stefanía spyr hvort stjórnvöld hyggist fella niður eða afnema stimpilgjöld á kaupsamninga og húsnæðislán. Þetta séu ósanngjarnir skattar og gjöld sem bitni illa á ungu fólki sem ræðst í það mikla verkefni að kaupa sér húsnæði. Svarið við því er já og undir þessa skoðun Stefaníu tek ég heils hugar. Á dögunum kynnti viðskiptaráðuneytið stefnumörkun og nýja sókn í neytendamálum. Þar var efst á blaði yfir brýnustu verkefni í nánustu framtíð að afnema stimpilgjöld. Afnám þeirra er boðað í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar enda eitt af okkar stærstu baráttumálum síðastliðin misseri. Stimpilgjöld eru ósanngjörn og dragbítur á eðlileg viðskipti. Skattur sem bitnar á þeim sem síst skyldi; ungu fólki sem er að kaupa sér fasteign. Því verða þau afnumin á kjörtímabilinu. Vonandi sem allra fyrst. Í ljósi þess ástands sem nú hefur skapast er brýnast að afnema stimpilgjöld á kaupsamninga fyrstu íbúðarkaupenda. Nákvæm tímasetning liggur þó ekki fyrir. Fjármálaráðherra sagði á dögunum að það þyrfti að sæta heppilegu lagi gagnvart þenslu í hagkerfi og á lánamarkaði við afnám stimpilgjalda. Ég tek heils hugar undir þetta sjónarmið, enda er lækkun stimpilgjalda á þensluskeiði fyrst og fremst til þess gerð að hækka fasteignaverð enn frekar og kemur íbúðakaupendum því að litlu gagni. Ég hef þó trú á því að fljótlega skapist lag til þess ef fer sem horfir að verulega hægist um á markaði með fasteignir. Það blasir hins vegar við að koma verður til móts við ungt fólk, tekjulága og íbúa landsbyggðarinnar við fasteignakaup. Þar kemur til kasta Íbúðalánasjóðs og hins opinbera. Starfshópur á vegum félagsmálaráðherra vinnur að tillögum á þessu sviði. Við félagsmálaráðherra höfum einnig fundað um mögulegar úrbætur síðustu daga og er að vænta tillagna fljótlega. Ekki er tímabært að rekja hugsanlegar aðgerðir opinberlega á þessum tímapunkti. Höfundur er viðskiptaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Umræðan Stimpilgjöld Stefanía Sigurðardóttir háskólanemi skrifar mér opið bréf í Fréttablaðinu í gær um íbúðarkaup og afnám stimpilgjalda. Ég vil nota það tækifæri sem svar til hennar gefur til að undirstrika stefnumið ríkisstjórnarinnar í þessum mikilvægu málum, ekki síst þar sem bréf hennar var bæði málefnalegt og vel lagt upp í alla staði. Þakka ég henni bréfið enda málefnið einkar brýnt nú. Stefanía spyr hvort stjórnvöld hyggist fella niður eða afnema stimpilgjöld á kaupsamninga og húsnæðislán. Þetta séu ósanngjarnir skattar og gjöld sem bitni illa á ungu fólki sem ræðst í það mikla verkefni að kaupa sér húsnæði. Svarið við því er já og undir þessa skoðun Stefaníu tek ég heils hugar. Á dögunum kynnti viðskiptaráðuneytið stefnumörkun og nýja sókn í neytendamálum. Þar var efst á blaði yfir brýnustu verkefni í nánustu framtíð að afnema stimpilgjöld. Afnám þeirra er boðað í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar enda eitt af okkar stærstu baráttumálum síðastliðin misseri. Stimpilgjöld eru ósanngjörn og dragbítur á eðlileg viðskipti. Skattur sem bitnar á þeim sem síst skyldi; ungu fólki sem er að kaupa sér fasteign. Því verða þau afnumin á kjörtímabilinu. Vonandi sem allra fyrst. Í ljósi þess ástands sem nú hefur skapast er brýnast að afnema stimpilgjöld á kaupsamninga fyrstu íbúðarkaupenda. Nákvæm tímasetning liggur þó ekki fyrir. Fjármálaráðherra sagði á dögunum að það þyrfti að sæta heppilegu lagi gagnvart þenslu í hagkerfi og á lánamarkaði við afnám stimpilgjalda. Ég tek heils hugar undir þetta sjónarmið, enda er lækkun stimpilgjalda á þensluskeiði fyrst og fremst til þess gerð að hækka fasteignaverð enn frekar og kemur íbúðakaupendum því að litlu gagni. Ég hef þó trú á því að fljótlega skapist lag til þess ef fer sem horfir að verulega hægist um á markaði með fasteignir. Það blasir hins vegar við að koma verður til móts við ungt fólk, tekjulága og íbúa landsbyggðarinnar við fasteignakaup. Þar kemur til kasta Íbúðalánasjóðs og hins opinbera. Starfshópur á vegum félagsmálaráðherra vinnur að tillögum á þessu sviði. Við félagsmálaráðherra höfum einnig fundað um mögulegar úrbætur síðustu daga og er að vænta tillagna fljótlega. Ekki er tímabært að rekja hugsanlegar aðgerðir opinberlega á þessum tímapunkti. Höfundur er viðskiptaráðherra.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar