Viðskipti erlent

Ríkisflugfélag Kólumbíu sækir um gjaldþrotavernd

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Flugfélagið hefur ekki farið varhluta af kórónuveirufaraldrinum.
Flugfélagið hefur ekki farið varhluta af kórónuveirufaraldrinum. Getty/Fabrizio Gandolfo

Ríkisflugfélag Kólumbíu, Avianca, hefur sótt um gjaldþrotavernd fyrir bandarískum dómstólum sem gefur stjórnendum færi á að koma lagi áreksturinn án þess að kröfuhafar geti sótt aðfyrirtækinu á sama tíma.

Félagið er næst stærsta flugfélag Suður-Ameríku en hefur ekki farið var hluta af kórónuveirufaraldrinum og hefur starfsemin legiðniðri síðan í marsmánuði að mestu leyti.

Félagið segist hafa misst áttatíu prósent tekna sinna auk þess sem kostnaðarliðir hafi hækkað mikið. Takist stjórnendum ekki að forða Avianca frá gjaldþroti verður um að ræða fyrsta stóra flugfélagið sem fer á hausinn vegna faraldursins.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Engar hækkanir skráðar í dag

Mesta lækkun dagsins


Engar lækkanir skráðar í dag
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.