Ríkisflugfélag Kólumbíu, Avianca, hefur sótt um gjaldþrotavernd fyrir bandarískum dómstólum sem gefur stjórnendum færi á að koma lagi áreksturinn án þess að kröfuhafar geti sótt aðfyrirtækinu á sama tíma.
Félagið er næst stærsta flugfélag Suður-Ameríku en hefur ekki farið var hluta af kórónuveirufaraldrinum og hefur starfsemin legiðniðri síðan í marsmánuði að mestu leyti.
Félagið segist hafa misst áttatíu prósent tekna sinna auk þess sem kostnaðarliðir hafi hækkað mikið. Takist stjórnendum ekki að forða Avianca frá gjaldþroti verður um að ræða fyrsta stóra flugfélagið sem fer á hausinn vegna faraldursins.