Útgáfudögum Fréttatímans fækkað í tvo Haraldur Guðmundsson skrifar 26. janúar 2017 11:15 Útgáfudögum Fréttatímans hefur verið fækkað úr þremur í tvo og kemur blaðið nú ekki lengur út á fimmtudögum. Síðasta fimmtudagsblað fjölmiðilsins kom út 22. desember en blaðinu verður áfram dreift á föstudögum og laugardögum. „Fréttatíminn kom alltaf út einu sinni viku en síðasta vor ákváðum við að gefa út tvö blöð. Þriðja útgáfan var hugsuð um haustið til að taka jólatraffíkina en við höfðum það svo sem opið ef það gæti gengið eitthvað áfram. Samningar gengu aftur á móti fyrst og fremst út á jólatraffíkina. Það er alltént líklegt að við tökum upp þráðinn næsta haust og gefum þá aftur út þrjú blöð,“ segir Valdimar Birgisson, framkvæmda- og auglýsingastjóri blaðsins, í samtali við Vísi. Fréttablaðið greindi í morgun frá breytingum í hluthafahópi Fréttatímans. Gunnar Smári Egilsson, ritstjóri blaðsins, keypti nýlega 16,5 prósenta hlut í Morgundegi, útgáfufélagi Fréttatímans, af Vogabakka, fjárfestingarfélagi Árna Haukssonar og Hallbjörns Karlssonar. Ritstjórinn verður því áfram stærsti einstaki eigandi útgáfufélagsins en hann á nú alls 46 prósent af hlutafé þess samkvæmt skráningu félagsins hjá Fjölmiðlanefnd. Dexter fjárfestingar ehf., í eigu Sigurðar Gísla Pálmasonar, fjárfestis og eins eigenda Ikea á Íslandi, á 29 prósent og keypti því 10,9 prósent af Vogabakka. Valdimar Birgisson, framkvæmda- og auglýsingastjóri blaðsins, á fjórðungshlut. Eins og Fréttablaðið greindi frá hættu Árni, sem var stjórnarformaður útgáfufélagsins, og Hallbjörn afskiptum af rekstri Morgundags í haust eða um svipað leyti og ákveðið var að fjölga útgáfudögum í þrjá. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Árni og Hallbjörn fara út úr Fréttatímanum Fjárfestarnir Árni Hauksson og Hallbjörn Karlssson hafa ekki komið að rekstri fjölmiðilsins síðan í haust. Ósáttir við ritstjórnarstefnuna og vildu komast út. 6. janúar 2017 07:30 Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Sjá meira
Útgáfudögum Fréttatímans hefur verið fækkað úr þremur í tvo og kemur blaðið nú ekki lengur út á fimmtudögum. Síðasta fimmtudagsblað fjölmiðilsins kom út 22. desember en blaðinu verður áfram dreift á föstudögum og laugardögum. „Fréttatíminn kom alltaf út einu sinni viku en síðasta vor ákváðum við að gefa út tvö blöð. Þriðja útgáfan var hugsuð um haustið til að taka jólatraffíkina en við höfðum það svo sem opið ef það gæti gengið eitthvað áfram. Samningar gengu aftur á móti fyrst og fremst út á jólatraffíkina. Það er alltént líklegt að við tökum upp þráðinn næsta haust og gefum þá aftur út þrjú blöð,“ segir Valdimar Birgisson, framkvæmda- og auglýsingastjóri blaðsins, í samtali við Vísi. Fréttablaðið greindi í morgun frá breytingum í hluthafahópi Fréttatímans. Gunnar Smári Egilsson, ritstjóri blaðsins, keypti nýlega 16,5 prósenta hlut í Morgundegi, útgáfufélagi Fréttatímans, af Vogabakka, fjárfestingarfélagi Árna Haukssonar og Hallbjörns Karlssonar. Ritstjórinn verður því áfram stærsti einstaki eigandi útgáfufélagsins en hann á nú alls 46 prósent af hlutafé þess samkvæmt skráningu félagsins hjá Fjölmiðlanefnd. Dexter fjárfestingar ehf., í eigu Sigurðar Gísla Pálmasonar, fjárfestis og eins eigenda Ikea á Íslandi, á 29 prósent og keypti því 10,9 prósent af Vogabakka. Valdimar Birgisson, framkvæmda- og auglýsingastjóri blaðsins, á fjórðungshlut. Eins og Fréttablaðið greindi frá hættu Árni, sem var stjórnarformaður útgáfufélagsins, og Hallbjörn afskiptum af rekstri Morgundags í haust eða um svipað leyti og ákveðið var að fjölga útgáfudögum í þrjá.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Árni og Hallbjörn fara út úr Fréttatímanum Fjárfestarnir Árni Hauksson og Hallbjörn Karlssson hafa ekki komið að rekstri fjölmiðilsins síðan í haust. Ósáttir við ritstjórnarstefnuna og vildu komast út. 6. janúar 2017 07:30 Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Sjá meira
Árni og Hallbjörn fara út úr Fréttatímanum Fjárfestarnir Árni Hauksson og Hallbjörn Karlssson hafa ekki komið að rekstri fjölmiðilsins síðan í haust. Ósáttir við ritstjórnarstefnuna og vildu komast út. 6. janúar 2017 07:30
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun