Ómar, Janus og Arnór deildarmeistarar í Danmörku Sindri Sverrisson skrifar 4. mars 2020 21:04 Ómar Ingi Magnússon missti af stórum hluta tímabilsins vegna höfuðmeiðsla en hefur náð sér á strik. instagram/aalborg Ómar Ingi Magnússon, Janus Daði Smárason og Arnór Atlason urðu í kvöld deildarmeistarar í Danmörku þegar lið þeirra Aalborg vann Ribe-Esbjerg á útivelli í dönsku úrvalsdeildinni. Ómar Ingi skoraði þrjú mörk í kvöld og Janus Daði tvö en Arnór er aðstoðarþjálfari Aalborg. Liðið er nú með 39 stig eftir 22 leiki af 26, átta stigum á undan Holstebro sem á aðeins þrjá leiki eftir. Aalborg vann þrefalt á síðustu leiktíð og stendur vel að vígi fyrir úrslitakeppnina í ár. Gunnar Steinn Jónsson skoraði 5 mörk fyrir Ribe-Esbjerg en Rúnar Kárason ekkert. Liðið er í 7. sæti með 24 stig, fjórum stigum á undan SönderjyskE sem er í 9. sæti, sæti fyrir utan úrslitakeppnina. Holstebro vann SönderjyskE 29-27 í kvöld en staðan var 27-27 þegar ein og hálf mínúta var til leiksloka. Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði þrjú mörk fyrir SönderjyskE en Sveinn Jóhannsson var ekki á meðal markaskorara. Elvar Örn Jónsson skoraði 5 mörk fyrir Skjern og Björgvin Páll Gústavsson varði 2 af 14 skotum sem hann fékk á sig í marki liðsins, í 29-26 sigri á Nordsjælland. Skjern er í 5. sæti deildarinnar með 27 stig en Nordsjælland á botninum. Þrír Íslendingar voru á ferðinni í 31-26 útisigri Kolding gegn Bjerringbro-Silkeborg en enginn þeirra var þó á meðal markaskorara. Þráinn Orri Jónsson var í liði Bjerringbro en þeir Árni Bragi Eyjólfsson og Ólafur Gústafsson með Kolding. Kolding er í 12. sæti af 14 liðum og á leið í umspil um að forðast fall en Bjerringbro-Silkeborg er í 4. sæti með 27 stig líkt og Skjern. Danski handboltinn Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Fleiri fréttir Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Sjá meira
Ómar Ingi Magnússon, Janus Daði Smárason og Arnór Atlason urðu í kvöld deildarmeistarar í Danmörku þegar lið þeirra Aalborg vann Ribe-Esbjerg á útivelli í dönsku úrvalsdeildinni. Ómar Ingi skoraði þrjú mörk í kvöld og Janus Daði tvö en Arnór er aðstoðarþjálfari Aalborg. Liðið er nú með 39 stig eftir 22 leiki af 26, átta stigum á undan Holstebro sem á aðeins þrjá leiki eftir. Aalborg vann þrefalt á síðustu leiktíð og stendur vel að vígi fyrir úrslitakeppnina í ár. Gunnar Steinn Jónsson skoraði 5 mörk fyrir Ribe-Esbjerg en Rúnar Kárason ekkert. Liðið er í 7. sæti með 24 stig, fjórum stigum á undan SönderjyskE sem er í 9. sæti, sæti fyrir utan úrslitakeppnina. Holstebro vann SönderjyskE 29-27 í kvöld en staðan var 27-27 þegar ein og hálf mínúta var til leiksloka. Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði þrjú mörk fyrir SönderjyskE en Sveinn Jóhannsson var ekki á meðal markaskorara. Elvar Örn Jónsson skoraði 5 mörk fyrir Skjern og Björgvin Páll Gústavsson varði 2 af 14 skotum sem hann fékk á sig í marki liðsins, í 29-26 sigri á Nordsjælland. Skjern er í 5. sæti deildarinnar með 27 stig en Nordsjælland á botninum. Þrír Íslendingar voru á ferðinni í 31-26 útisigri Kolding gegn Bjerringbro-Silkeborg en enginn þeirra var þó á meðal markaskorara. Þráinn Orri Jónsson var í liði Bjerringbro en þeir Árni Bragi Eyjólfsson og Ólafur Gústafsson með Kolding. Kolding er í 12. sæti af 14 liðum og á leið í umspil um að forðast fall en Bjerringbro-Silkeborg er í 4. sæti með 27 stig líkt og Skjern.
Danski handboltinn Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Fleiri fréttir Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Sjá meira