Viðskipti innlent

Þóra frá Maskínu til Fé­lags­bú­staða

Atli Ísleifsson skrifar
Þóra Þorgeirsdóttir.
Þóra Þorgeirsdóttir.

Þóra Þorgeirsdóttir hefur verið ráðin sviðsstjóri þjónustu- og samskiptasviðs hjá Félagsbústöðum.

Í tilkynningu segir að Þóra hafi starfað hjá Maskínu rannsóknum frá árinu 2018 sem viðskiptastjóri í vinnustaðagreiningum og mannauðsráðgjöf.

„Hún hefur kennt vinnusálfræði og þjónandi forystu við Háskólann á Bifröst, fyrst stundakennslu og síðan sem lektor frá 2019.

Þóra útskrifaðist með doktorsgráðu í stjórnun árið 2017 frá School of Management við Háskólann í Cranfield í Bretlandi. Þóra lauk mastersgráðu í stefnumiðaðri stjórnun við Háskóla Íslands (HÍ) árið 2012 og B.A gráðu í frönsku með viðskiptafræði sem aukagrein við HÍ árið 2002,“ segir í tilkynningunni.

Félagsbústaðir eru stærsta þjónustufyrirtæki landsins á leigumarkaði, á og leigir út yfir 2.800 íbúðir í Reykjavík.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Engar hækkanir skráðar í dag

Mesta lækkun dagsins


Engar lækkanir skráðar í dag
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.