Reykjanesfólkvangur – samstarfsverkefni Sveitarfélaga Þorvaldur Örn Árnason skrifar 20. desember 2013 06:00 Á tíma vaxandi ferðaþjónustu og áhuga á útivist og hreyfingu er gott að eiga Reykjanesfólkvang – ósnortið útivistarland við bæjardyrnar. Bæjarstjórn Reykjavíkur samþykkti samhljóða árið 1969 að stofna fólkvang um óbyggðir í nágrenni borgarinnar til að tryggja útivistarmöguleika til framtíðar. Borgin leitaði til 15 nágrannasveitarfélaga sem leiddi til þess að nokkur þeirra stofnuðu í sameiningu tvo fólkvanga, Bláfjallafólkvang 1973 og Reykjanesfólkvang 1975. Í Bláfjallafólkvangi var byggt upp skíðasvæði þar sem fátt skortir hin síðari ár nema snjó, en að auki eru þar margar náttúruperlur. Í beinu framhaldi til vesturs er svo Reykjanesfólkvangur, nær m.a. yfir Brennisteinsfjöll, Kleifarvatn, Krýsuvík, Trölladyngju og Ögmundarhraun. Þarna er gríðarflott land til útivistar steinsnar frá þéttbýlasta svæði landsins og Keflavíkurflugvelli, tilvalið til stuttra ferða allt árið, jafnt fyrir íbúa sem erlenda gesti. Það er mikið hagræði fyrir sveitarfélögin að vinna þar saman að uppbyggingu þjónustu og landvörslu. Þau hafa þó ekki sinnt sem skyldi að byggja upp þjónustu né heldur að vernda svæðið þannig að nýting þess verði sjálfbær. Landverðir eru lausráðnir bara yfir sumartímann. Síðustu tvö sumur hefur landvörður, sem gjörþekkir svæðið, verið í starfi frá maí til október. Fjárhagurinn leyfir ekki meira. Fyrir 3 árum voru sett upp klósett við Seltún í Krýsuvík, en þar koma 100.000 manns við árlega. Salernin eru lokuð yfir veturinn þrátt fyrir vaxandi vetrarumferð. Það hentar ferðaþjónustuaðilum vel að senda ferðafólk í Krýsuvík flesta daga ársins, en afleitt að þurfa að vísa því út í móa um hávetur á svo fjölförnum stað.Fólkvangur góð hugmynd Í náttúruverndarlögum (44/1999) er fólkvangur skilgreindur sem „landsvæði í umsjón sveitarfélags eða sveitarfélaga sem friðlýst hefur verið til útivistar og almenningsnota“. Hlutaðeigandi sveitarfélög bera kostnað af stofnun og rekstri fólkvangs í hlutfalli við íbúatölu. Hvert sveitarfélag heldur óskertu skipulagsvaldi. Samkvæmt lögum þessum er fólkvanginum stjórnað af samvinnunefnd sveitarfélaganna sem að honum standa, í samráði við Umhverfisstofnun. Skulu sveitarfélögin gera með sér lögboðinn samning þar sem kveðið skal á um starfshætti nefndarinnar. Nefndin breytist gjarna þegar skipt er um sveitarstjórn. Þannig hefur aftur og aftur verið byrjað nánast upp á nýtt því fólkvangurinn á sér hvorki fast starfslið né formlegar starfsreglur, aðeins mjög grófan ramma í auglýsingu frá 1975. Á þeim 38 árum sem Reykjanesfólkvangur hefur verið til hefur ekki tekist að koma á áðurnefndum lögboðnum samvinnusamningi. Fólkvangurinn hefur ekki haft einn einasta starfsmann í fullu starfi, aðeins landverði yfir sumartímann. Starf fólkvangsnefndarinnar hefur mest snúist um að leysa aðkallandi mál og stefnumörkun setið á hakanum. Þó hafa verið haldnar málstofur og gerðar skýrslur um náttúrufar og hugsanlega nýtingu og er mikið til af góðum hugmyndum. Núverandi nefnd nýtti aukafjárveitingu frá Reykjavíkurborg 2010 til að láta gera drög að metnaðarfullri stjórnunaráætlun sem er m.a. ágætur grundvöllur samvinnusamnings. Þar er góð lýsing á fólkvanginum með 7 þemakortum og settar fram ítarlegar hugmyndir um uppbyggingu þjónustu við gesti fólkvangsins og um vöktun náttúrunnar. Plagg þetta hefur síðan 2012 verið í höndum viðkomandi sveitarstjórna eða legið í skúffum þeirra. Sum sveitarfélögin hafa þó afgreitt það fyrir sitt leyti. Drögin má nálgast á www.reykjanesfolkvangur.is.Duga eða drepast! Reykjanesfólkvangur er að mestu leyti í landi Grindavíkur og Hafnarfjarðar. Að auki er lítil sneið í Garðabæ og smáflís er þjóðlenda. Reykjavík, fjölmennasta sveitarfélagið, á þar ekkert land, en líklega koma flestir notendur fólkvangsins þaðan, jafnt íbúar sem ferðamenn sem þar dvelja og vilja upplifa íslenska náttúru án langra ferðalaga. Því er sanngjarnt að Reykjavík beri stóran hluta kostnaðar, en framlag sveitarfélaganna miðast við höfðatölu. Árlegt framlag hefur verið afar lágt, aðeins 17 krónur á íbúa. Núverandi fólkvangsnefnd lagði til tvöföldun þess, í 35 kr. Það hafa mörg sveitarfélaganna þegar samþykkt. Nú er bara að vona að öll sveitarfélögin beri gæfu til að klára stjórnunar- og verndaráætlunina fyrir Reykjanesfólkvang, hækka fjárframlög upp í 35 kr. á íbúa og taka upp landvörslu allt árið svo fólkvangurinn þjóni betur vaxandi vetrarferðamennsku. Höfundur ber einn ábyrgð á því sem hér er sagt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
Á tíma vaxandi ferðaþjónustu og áhuga á útivist og hreyfingu er gott að eiga Reykjanesfólkvang – ósnortið útivistarland við bæjardyrnar. Bæjarstjórn Reykjavíkur samþykkti samhljóða árið 1969 að stofna fólkvang um óbyggðir í nágrenni borgarinnar til að tryggja útivistarmöguleika til framtíðar. Borgin leitaði til 15 nágrannasveitarfélaga sem leiddi til þess að nokkur þeirra stofnuðu í sameiningu tvo fólkvanga, Bláfjallafólkvang 1973 og Reykjanesfólkvang 1975. Í Bláfjallafólkvangi var byggt upp skíðasvæði þar sem fátt skortir hin síðari ár nema snjó, en að auki eru þar margar náttúruperlur. Í beinu framhaldi til vesturs er svo Reykjanesfólkvangur, nær m.a. yfir Brennisteinsfjöll, Kleifarvatn, Krýsuvík, Trölladyngju og Ögmundarhraun. Þarna er gríðarflott land til útivistar steinsnar frá þéttbýlasta svæði landsins og Keflavíkurflugvelli, tilvalið til stuttra ferða allt árið, jafnt fyrir íbúa sem erlenda gesti. Það er mikið hagræði fyrir sveitarfélögin að vinna þar saman að uppbyggingu þjónustu og landvörslu. Þau hafa þó ekki sinnt sem skyldi að byggja upp þjónustu né heldur að vernda svæðið þannig að nýting þess verði sjálfbær. Landverðir eru lausráðnir bara yfir sumartímann. Síðustu tvö sumur hefur landvörður, sem gjörþekkir svæðið, verið í starfi frá maí til október. Fjárhagurinn leyfir ekki meira. Fyrir 3 árum voru sett upp klósett við Seltún í Krýsuvík, en þar koma 100.000 manns við árlega. Salernin eru lokuð yfir veturinn þrátt fyrir vaxandi vetrarumferð. Það hentar ferðaþjónustuaðilum vel að senda ferðafólk í Krýsuvík flesta daga ársins, en afleitt að þurfa að vísa því út í móa um hávetur á svo fjölförnum stað.Fólkvangur góð hugmynd Í náttúruverndarlögum (44/1999) er fólkvangur skilgreindur sem „landsvæði í umsjón sveitarfélags eða sveitarfélaga sem friðlýst hefur verið til útivistar og almenningsnota“. Hlutaðeigandi sveitarfélög bera kostnað af stofnun og rekstri fólkvangs í hlutfalli við íbúatölu. Hvert sveitarfélag heldur óskertu skipulagsvaldi. Samkvæmt lögum þessum er fólkvanginum stjórnað af samvinnunefnd sveitarfélaganna sem að honum standa, í samráði við Umhverfisstofnun. Skulu sveitarfélögin gera með sér lögboðinn samning þar sem kveðið skal á um starfshætti nefndarinnar. Nefndin breytist gjarna þegar skipt er um sveitarstjórn. Þannig hefur aftur og aftur verið byrjað nánast upp á nýtt því fólkvangurinn á sér hvorki fast starfslið né formlegar starfsreglur, aðeins mjög grófan ramma í auglýsingu frá 1975. Á þeim 38 árum sem Reykjanesfólkvangur hefur verið til hefur ekki tekist að koma á áðurnefndum lögboðnum samvinnusamningi. Fólkvangurinn hefur ekki haft einn einasta starfsmann í fullu starfi, aðeins landverði yfir sumartímann. Starf fólkvangsnefndarinnar hefur mest snúist um að leysa aðkallandi mál og stefnumörkun setið á hakanum. Þó hafa verið haldnar málstofur og gerðar skýrslur um náttúrufar og hugsanlega nýtingu og er mikið til af góðum hugmyndum. Núverandi nefnd nýtti aukafjárveitingu frá Reykjavíkurborg 2010 til að láta gera drög að metnaðarfullri stjórnunaráætlun sem er m.a. ágætur grundvöllur samvinnusamnings. Þar er góð lýsing á fólkvanginum með 7 þemakortum og settar fram ítarlegar hugmyndir um uppbyggingu þjónustu við gesti fólkvangsins og um vöktun náttúrunnar. Plagg þetta hefur síðan 2012 verið í höndum viðkomandi sveitarstjórna eða legið í skúffum þeirra. Sum sveitarfélögin hafa þó afgreitt það fyrir sitt leyti. Drögin má nálgast á www.reykjanesfolkvangur.is.Duga eða drepast! Reykjanesfólkvangur er að mestu leyti í landi Grindavíkur og Hafnarfjarðar. Að auki er lítil sneið í Garðabæ og smáflís er þjóðlenda. Reykjavík, fjölmennasta sveitarfélagið, á þar ekkert land, en líklega koma flestir notendur fólkvangsins þaðan, jafnt íbúar sem ferðamenn sem þar dvelja og vilja upplifa íslenska náttúru án langra ferðalaga. Því er sanngjarnt að Reykjavík beri stóran hluta kostnaðar, en framlag sveitarfélaganna miðast við höfðatölu. Árlegt framlag hefur verið afar lágt, aðeins 17 krónur á íbúa. Núverandi fólkvangsnefnd lagði til tvöföldun þess, í 35 kr. Það hafa mörg sveitarfélaganna þegar samþykkt. Nú er bara að vona að öll sveitarfélögin beri gæfu til að klára stjórnunar- og verndaráætlunina fyrir Reykjanesfólkvang, hækka fjárframlög upp í 35 kr. á íbúa og taka upp landvörslu allt árið svo fólkvangurinn þjóni betur vaxandi vetrarferðamennsku. Höfundur ber einn ábyrgð á því sem hér er sagt.
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun