Fimmfalt til baka? Júlíus Þór Halldórsson skrifar 5. desember 2014 07:00 Framlög ríkisins til kvikmyndagerðar hafa verið nokkuð í umræðunni nýlega, og því hefur verið haldið fram að hver króna sem ríkið leggi til hennar skili sér fimmfalt til baka í ríkiskassann. Þessi staðhæfing á rætur sínar að rekja til bókarinnar „Hagræn áhrif kvikmyndalistar“ eftir dr. Ágúst Einarsson hagfræðing. Ég ákvað að skoða aðeins forsendurnar og aðferðarfræðina sem liggja þar að baki. Taka skal þó fram að ég hef ekki lesið bókina í heild sinni. Tekjum ríkisins af kvikmyndaframleiðslu er skipt í tvo jafn stóra meginþætti í bókinni, annars vegar áhrif á innlenda framleiðslu, og hins vegar aukins straums ferðamanna vegna íslenskrar kvikmyndaframleiðslu.Innlendi hlutinn Fyrri hlutinn er einfaldlega eðlilegar skattgreiðslur kvikmyndaiðnaðarins og afleiddrar starfsemi. Þar eru liðir eins og 2,1 milljarðs króna velta kvikmyndahúsa, og 1,5 milljarða króna velta myndbandaleiga. Ég leyfi mér að efast um að þessi velta sé öll tilkomin vegna framlaga ríkisins til innlendrar kvikmyndaframleiðslu. Myndbandaleigur eru flestar einnig sjoppur og hafa tekjur af ýmsu öðru en leigu myndbanda, ásamt því að yfirgnæfandi meirihluti þess efnis sem í boði, bæði á leigum og í kvikmyndahúsum, er auðvitað erlendur. Afleidd og óbein starfsemi er svo 2,5 milljarðar í viðbót, en slík rök eru afar langsótt. Ef hver einasti atvinnuvegur væri greindur á þennan hátt fengist margföld landsframleiðsla. Nútímahagkerfi er mjög samofið fyrirbæri, og því hægt að rekja hverja krónu ansi langt. Að túlka slíkt sem afleiðingu einstakrar atvinnugreinar er afar varasamt.Ferðamannahlutinn Í bókinni kemur fram að í könnun frá árinu 2010 þar sem ferðamenn voru spurðir hver hafi verið kveikjan að hugmyndinni um að ferðast til Íslands, hafi 5-7% svarað „vegna efnis um Ísland í sjónvarpi eða útvarpi“, og aðrir 5-7% svarað „vegna íslenskra bókmennta eða kvikmynda“. Höfundur summar svo tölurnar saman í 10-14%, og notar lægri mörkin, 10%, til viðmiðunar. Ýmislegt er út á þetta að setja, til dæmis það að fyrst það er sér flokkur „vegna íslenskra bókmennta eða kvikmynda“, hljóti að þykja líklegt að efnið í hinum hópnum sé að mestu eða öllu leyti annars eðlis. Þar að auki eru bókmenntir í hóp með kvikmyndaframleiðslunni. Því næst eru nettótekjur vegna erlendra ferðamanna reiknaðar og talan 67,3 milljarðar fengin. Sú tala er svo margfölduð með 10% tölunni hér fyrir ofan, og síðan með hlutfalli tekna ríkisins af vergri landsframleiðslu árið 2010, 31%, og þá fæst 2,1 milljarður. 31% talan er hins vegar meðaltal yfir allt hagkerfið, og ljóst er að sumir atvinnuvegir greiða meira en það, og aðrir minna. Einn stærsti tekjuliður ferðaþjónustu hlýtur að vera gistiþjónusta, en slík þjónusta ber 7% virðisaukaskatt, en ekki 25,5% eins og almenn starfsemi. Veitingastarfsemi er einnig stór þáttur, og ber sama 7% skattinn. Fólksflutningar eru undanþegnir virðisaukaskatti. Ferðamenn geta svo að auki fengið virðisaukaskatt af vörum sem þeir taka með sér úr landi endurgreiddan. Því hlýtur að teljast ólíklegt að ferðaþjónustan skili 31% af veltu sinni í ríkiskassann. Þær tvær grundvallarforsendur sem mest vega og standa hvað höllustum fæti eru tvær. Annars vegar sú að öll umsvif sem tengjast kvikmyndaiðnaðinum séu 100% aukning við það sem annað væri, sem felur í sér að allt starfsfólk og fjármagn sem fer í framleiðsluna framleiddi annars engin verðmæti. Hins vegar sú að öll kvikmyndaframleiðsla og kvikmyndasýningar landsins og allt efni sem sýnir Ísland erlendis eigi tilvist sína að þakka fjárframlögum ríkisins til kvikmyndaframleiðslu. Rétt er þó að taka fram að engin afstaða er tekin til menningarlegs og andlegs virðis kvikmyndagerðar fyrir þjóðina, eða því hvort og í hvaða magni ríkið eigi að styðja hana, tilgangurinn er einungis að benda á staðreyndir og stuðla að upplýstri umræðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Framlög ríkisins til kvikmyndagerðar hafa verið nokkuð í umræðunni nýlega, og því hefur verið haldið fram að hver króna sem ríkið leggi til hennar skili sér fimmfalt til baka í ríkiskassann. Þessi staðhæfing á rætur sínar að rekja til bókarinnar „Hagræn áhrif kvikmyndalistar“ eftir dr. Ágúst Einarsson hagfræðing. Ég ákvað að skoða aðeins forsendurnar og aðferðarfræðina sem liggja þar að baki. Taka skal þó fram að ég hef ekki lesið bókina í heild sinni. Tekjum ríkisins af kvikmyndaframleiðslu er skipt í tvo jafn stóra meginþætti í bókinni, annars vegar áhrif á innlenda framleiðslu, og hins vegar aukins straums ferðamanna vegna íslenskrar kvikmyndaframleiðslu.Innlendi hlutinn Fyrri hlutinn er einfaldlega eðlilegar skattgreiðslur kvikmyndaiðnaðarins og afleiddrar starfsemi. Þar eru liðir eins og 2,1 milljarðs króna velta kvikmyndahúsa, og 1,5 milljarða króna velta myndbandaleiga. Ég leyfi mér að efast um að þessi velta sé öll tilkomin vegna framlaga ríkisins til innlendrar kvikmyndaframleiðslu. Myndbandaleigur eru flestar einnig sjoppur og hafa tekjur af ýmsu öðru en leigu myndbanda, ásamt því að yfirgnæfandi meirihluti þess efnis sem í boði, bæði á leigum og í kvikmyndahúsum, er auðvitað erlendur. Afleidd og óbein starfsemi er svo 2,5 milljarðar í viðbót, en slík rök eru afar langsótt. Ef hver einasti atvinnuvegur væri greindur á þennan hátt fengist margföld landsframleiðsla. Nútímahagkerfi er mjög samofið fyrirbæri, og því hægt að rekja hverja krónu ansi langt. Að túlka slíkt sem afleiðingu einstakrar atvinnugreinar er afar varasamt.Ferðamannahlutinn Í bókinni kemur fram að í könnun frá árinu 2010 þar sem ferðamenn voru spurðir hver hafi verið kveikjan að hugmyndinni um að ferðast til Íslands, hafi 5-7% svarað „vegna efnis um Ísland í sjónvarpi eða útvarpi“, og aðrir 5-7% svarað „vegna íslenskra bókmennta eða kvikmynda“. Höfundur summar svo tölurnar saman í 10-14%, og notar lægri mörkin, 10%, til viðmiðunar. Ýmislegt er út á þetta að setja, til dæmis það að fyrst það er sér flokkur „vegna íslenskra bókmennta eða kvikmynda“, hljóti að þykja líklegt að efnið í hinum hópnum sé að mestu eða öllu leyti annars eðlis. Þar að auki eru bókmenntir í hóp með kvikmyndaframleiðslunni. Því næst eru nettótekjur vegna erlendra ferðamanna reiknaðar og talan 67,3 milljarðar fengin. Sú tala er svo margfölduð með 10% tölunni hér fyrir ofan, og síðan með hlutfalli tekna ríkisins af vergri landsframleiðslu árið 2010, 31%, og þá fæst 2,1 milljarður. 31% talan er hins vegar meðaltal yfir allt hagkerfið, og ljóst er að sumir atvinnuvegir greiða meira en það, og aðrir minna. Einn stærsti tekjuliður ferðaþjónustu hlýtur að vera gistiþjónusta, en slík þjónusta ber 7% virðisaukaskatt, en ekki 25,5% eins og almenn starfsemi. Veitingastarfsemi er einnig stór þáttur, og ber sama 7% skattinn. Fólksflutningar eru undanþegnir virðisaukaskatti. Ferðamenn geta svo að auki fengið virðisaukaskatt af vörum sem þeir taka með sér úr landi endurgreiddan. Því hlýtur að teljast ólíklegt að ferðaþjónustan skili 31% af veltu sinni í ríkiskassann. Þær tvær grundvallarforsendur sem mest vega og standa hvað höllustum fæti eru tvær. Annars vegar sú að öll umsvif sem tengjast kvikmyndaiðnaðinum séu 100% aukning við það sem annað væri, sem felur í sér að allt starfsfólk og fjármagn sem fer í framleiðsluna framleiddi annars engin verðmæti. Hins vegar sú að öll kvikmyndaframleiðsla og kvikmyndasýningar landsins og allt efni sem sýnir Ísland erlendis eigi tilvist sína að þakka fjárframlögum ríkisins til kvikmyndaframleiðslu. Rétt er þó að taka fram að engin afstaða er tekin til menningarlegs og andlegs virðis kvikmyndagerðar fyrir þjóðina, eða því hvort og í hvaða magni ríkið eigi að styðja hana, tilgangurinn er einungis að benda á staðreyndir og stuðla að upplýstri umræðu.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar