Tækifæri í aðkomu erlendra fjárfesta Samúel Karl Ólason skrifar 16. mars 2018 11:47 Í skýrslunni kemur fram að gífurlegur vöxtur hafi verið í ferðaþjónustu hér á landi og erlendum ferðamönnum hafi fjölgað fimmfalt á milli 2010 og 2017, þegar 2,2 milljónir ferðamanna komu til landsins. Vísir/Hanna Tækifæri felast í aðkomu erlendra fjárfesta að ferðaþjónustu hér á landi og fjármögnun innviðauppbyggingar. Þetta kemur fram í skýrslu GAMMA Ráðgjafar þar sem farið er yfir þróun og horfur í íslenskri ferðaþjónustu. Skýrslan ber nafnið Tourism in Iceland: Investing in Iceland‘s growth engine.Á vef Gamma segir að henni sé að mestu ætlað að auðvelda erlendum fjárfestum að glöggva sig á stöðu greinarinnar og þar sé tekið saman mikið safn gagna og greininga.„Ferðaþjónustan stendur á krossgötum, en eftir ævintýralegan vöxt undanfarinna ára er hún að verða fullvaxta undirstöðuatvinnugrein í íslenska hagkerfinu,“ segir Valdimar Ármann, forstjóri GAMMA. „Við teljum að erlendir fjárfestar geti lagt sitt af mörkum til að dreifa áhættu og stuðla að áframhaldandi vexti greinarinnar með því að taka þátt í frekari hagræðingu og fjármagna nauðsynlegar framkvæmdir á innviðum, og erum stolt að því að stuðla að upplýstri ákvarðanatöku með skýrslu GAMMA Ráðgjafar.“ Í skýrslunni kemur fram að gífurlegur vöxtur hafi verið í ferðaþjónustu hér á landi og erlendum ferðamönnum hafi fjölgað fimmfalt á milli 2010 og 2017, þegar 2,2 milljónir ferðamanna komu til landsins. Búist sé við því að á þessu ári nái fjöldinn 2,5 milljónum og að nokkrir þættir hafi leitt til þessarar aukningar. Þar á meðal eru eldgos, kvikmyndir og sjónvarpsþættir sem teknir hafa verið upp hér á landi, samfélagsmiðlar og vel heppnaðar markaðsherferðir. Fjölgun ferðamanna hafi hjálpað íslenskum efnahagi verulega í kjölfar hrunsins 2008. Þá kemur einnig fram að ferðaþjónustan hafi dregið að sér mikið af frumkvöðlum og nýjum fyrirtækjum. Hins vegar séu tækifæri í sameiningum fyrirtækja og að erlendir fjárfestar muni líklega nýta sér tækifæri í ferðamannaiðnaði hér í landi á næstu árum. Þar að auki kemur fram að bráðnauðsynlegt sé að fjárfesta í innviðum eins og vegum og flugvöllum. Þó hægt hafi á vexti ferðaþjónustunnar er markaðshlutdeild Íslands undir einu prósenti af þeim 600 miljónum ferðamanna sem heimsækja Evrópu á ári hverju og því kemur fram í skýrslunni að ekki sé útlit fyrir að mettun hafi verið náð, sé rétt á málum haldið. „Erlendir fagfjárfestar geta vel gegnt mikilvægu hlutverki í þróun íslenskrar ferðaþjónustu, en framlag þeirra er ekki síður fólgið í alþjóðlegu tengslaneti og hugviti heldur en fjármagni. Skýrsla GAMMA er kjörin fyrir erlenda lesendur sem vilja kynna sér stöðu greinarinnar og þann mikla fjölda tækifæra sem felst í vexti hennar,“ segir Grímur Sæmundsen, stjórnarformaður Samtaka ferðaþjónustunnar og forstjóri Bláa lónsins. Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira
Tækifæri felast í aðkomu erlendra fjárfesta að ferðaþjónustu hér á landi og fjármögnun innviðauppbyggingar. Þetta kemur fram í skýrslu GAMMA Ráðgjafar þar sem farið er yfir þróun og horfur í íslenskri ferðaþjónustu. Skýrslan ber nafnið Tourism in Iceland: Investing in Iceland‘s growth engine.Á vef Gamma segir að henni sé að mestu ætlað að auðvelda erlendum fjárfestum að glöggva sig á stöðu greinarinnar og þar sé tekið saman mikið safn gagna og greininga.„Ferðaþjónustan stendur á krossgötum, en eftir ævintýralegan vöxt undanfarinna ára er hún að verða fullvaxta undirstöðuatvinnugrein í íslenska hagkerfinu,“ segir Valdimar Ármann, forstjóri GAMMA. „Við teljum að erlendir fjárfestar geti lagt sitt af mörkum til að dreifa áhættu og stuðla að áframhaldandi vexti greinarinnar með því að taka þátt í frekari hagræðingu og fjármagna nauðsynlegar framkvæmdir á innviðum, og erum stolt að því að stuðla að upplýstri ákvarðanatöku með skýrslu GAMMA Ráðgjafar.“ Í skýrslunni kemur fram að gífurlegur vöxtur hafi verið í ferðaþjónustu hér á landi og erlendum ferðamönnum hafi fjölgað fimmfalt á milli 2010 og 2017, þegar 2,2 milljónir ferðamanna komu til landsins. Búist sé við því að á þessu ári nái fjöldinn 2,5 milljónum og að nokkrir þættir hafi leitt til þessarar aukningar. Þar á meðal eru eldgos, kvikmyndir og sjónvarpsþættir sem teknir hafa verið upp hér á landi, samfélagsmiðlar og vel heppnaðar markaðsherferðir. Fjölgun ferðamanna hafi hjálpað íslenskum efnahagi verulega í kjölfar hrunsins 2008. Þá kemur einnig fram að ferðaþjónustan hafi dregið að sér mikið af frumkvöðlum og nýjum fyrirtækjum. Hins vegar séu tækifæri í sameiningum fyrirtækja og að erlendir fjárfestar muni líklega nýta sér tækifæri í ferðamannaiðnaði hér í landi á næstu árum. Þar að auki kemur fram að bráðnauðsynlegt sé að fjárfesta í innviðum eins og vegum og flugvöllum. Þó hægt hafi á vexti ferðaþjónustunnar er markaðshlutdeild Íslands undir einu prósenti af þeim 600 miljónum ferðamanna sem heimsækja Evrópu á ári hverju og því kemur fram í skýrslunni að ekki sé útlit fyrir að mettun hafi verið náð, sé rétt á málum haldið. „Erlendir fagfjárfestar geta vel gegnt mikilvægu hlutverki í þróun íslenskrar ferðaþjónustu, en framlag þeirra er ekki síður fólgið í alþjóðlegu tengslaneti og hugviti heldur en fjármagni. Skýrsla GAMMA er kjörin fyrir erlenda lesendur sem vilja kynna sér stöðu greinarinnar og þann mikla fjölda tækifæra sem felst í vexti hennar,“ segir Grímur Sæmundsen, stjórnarformaður Samtaka ferðaþjónustunnar og forstjóri Bláa lónsins.
Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira