Viðskipti innlent

Afkoma Mosfellsbæjar neikvæð um 205 milljónir



Afkoma Mosfellsbæjar var neikvæð um 205 milljónir kr. á síðasta ári. Rekstur sveitarfélagsins á árinu var í samræmi við fjárhagsáætlun.

Í tilkynningu um uppgjörið til Kauphallarinnar segir að rekstrarafgangur af samstæðunni að undanskildum fjármagnsgjöldum var 206 milljónir króna. Fjármagnsgjöld voru um 415 milljónir kr. og er því er rekstrarniðurstaða neikvæð sem nemur 205 milljónum kr. á árinu 2010. Veltufé frá rekstri er jákvætt um 182 milljónir króna. Framlegð er 453 milljónir kr.  sem nemur 13,2% af skatttekjum.

Bæjarstjórn ákvað í kjölfar efnahagshruns að milda áhrif efnahagsþrenginganna á íbúa sveitarfélagsins og dreifa þeim á þriggja ára tímabil. Lækkun skulda á árunum í aðdraganda hrunsins gera þetta jafnframt kleift. Ekki voru umtalsverðar hækkanir á gjaldskrám og útsvar var níu prósentustigum undir leyfilegu hámarki á árinu 2010.

Þriggja ára áætlun gerir ráð fyrir að halli ársins 2010 verði unninn upp og í áætlun ársins 2011 er gert ráð fyrir hallalausum rekstri.

Skuldir og skuldbindingar sveitarfélagsins nema samtals um 8,1 milljörðum kr. en bókfært verðmæti eigna er 11,7 milljarðar kr. og er eigið fé því 3,6 milljarðar kr.

Breski seðlabankinn spáir minni hagvexti á árinu





Fleiri fréttir

Sjá meira


×