Hvernig ætlar ungt fólk að kjósa 9. apríl? Hrafnhildur Ragnarsdóttir skrifar 8. apríl 2011 06:00 Við unga fólkið ættum ekki síður en aðrir að huga að því áður en gengið er til kosninga um Icesave 9. apríl hvaða áhætta felst í því að segja nei við Icesave. Fyrir mína parta þýðir það þetta: Næstum engin atvinnutækifæri, hvort sem þú ert að klára menntaskóla, háskóla eða komin með nokkurra ára starfsreynslu eftir útskrift. Áframhaldandi niðurskurður í skólum á sama tíma og þeim er gert að taka við fleiri nemendum, sem hlýtur að þýða takmarkaðari möguleikar. Hærri skattar, sem þýðir minni peningur fyrir þig. Niðurskurður í velferðarkerfinu sem þýðir að ef þú þarft á þjónustu að halda skaltu krossa fingur og vona að hún sé enn til staðar. Við höfum þurft að horfa upp á óhugnanlega þróun síðustu ár. Við erum þjóð í vanda og því viljum við breyta. Við breytum því eingöngu með því að leysa vandamálin eitt af öðru. Icesave er eitt af þeim. Það verður ekki gert með því að hafna Icesave samningnum. Að hafna Icesave samningum kallast á góðri íslensku að lengja í snörunni. Við þurfum að hefja uppbyggingu í átt að frjálsu Íslandi, ekki Íslandi í höftum. Við unga fólkið sem eigum eftir að borga skatta næstu 30, 40 og 50 árin skulum hugsa vandlega um hvað það muni kosta okkur að segja nei við Icesave. Að búa í landi þar sem eru gjaldeyrishöft þýðir að það fer enginn peningur út og enginn peningur inn. Það þýðir frost. Engar fjárfestingar, engin uppbygging, engin vinna. Það er ekki hægt að aflyfta gjaldeyrishöftunum fyrr en Icesave málið hefur verið leyst. Nei við Icesave þýðir viðvarandi ástand, ef við erum heppin. Já þýðir skref áfram. Já þýðir möguleikar á breytingum, framþróun, landi án hafta. Allir Íslendingar vilja það sama, sama á hvaða aldri. Við viljum minnka atvinnuleysi, öflugan vinnumarkað, mannsæmandi laun og gott heilbrigðis- og menntakerfi. Með því að taka skref í rétta átt nálgumst við þessi markmið. Icesave kosningarnar snúast ekki um að þjóðin eigi ekki að beygja sig undir stærri þjóðir eða stolt. Icesave kosningarnar snúast um að leysa eitt vandamál af mörgum sem efnahagshrunið olli okkur. Ég vil að það sé gott að búa á Íslandi. Ég trúi því að sá samningur sem nú liggur fyrir sé besta mögulega lausnin við þessu vandamáli. Ég vil betri tíð - ekki tíð óvissu, dómstóla og algerrar stöðnunar. Ég segi já við Icesave samningnum 9. apríl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Við unga fólkið ættum ekki síður en aðrir að huga að því áður en gengið er til kosninga um Icesave 9. apríl hvaða áhætta felst í því að segja nei við Icesave. Fyrir mína parta þýðir það þetta: Næstum engin atvinnutækifæri, hvort sem þú ert að klára menntaskóla, háskóla eða komin með nokkurra ára starfsreynslu eftir útskrift. Áframhaldandi niðurskurður í skólum á sama tíma og þeim er gert að taka við fleiri nemendum, sem hlýtur að þýða takmarkaðari möguleikar. Hærri skattar, sem þýðir minni peningur fyrir þig. Niðurskurður í velferðarkerfinu sem þýðir að ef þú þarft á þjónustu að halda skaltu krossa fingur og vona að hún sé enn til staðar. Við höfum þurft að horfa upp á óhugnanlega þróun síðustu ár. Við erum þjóð í vanda og því viljum við breyta. Við breytum því eingöngu með því að leysa vandamálin eitt af öðru. Icesave er eitt af þeim. Það verður ekki gert með því að hafna Icesave samningnum. Að hafna Icesave samningum kallast á góðri íslensku að lengja í snörunni. Við þurfum að hefja uppbyggingu í átt að frjálsu Íslandi, ekki Íslandi í höftum. Við unga fólkið sem eigum eftir að borga skatta næstu 30, 40 og 50 árin skulum hugsa vandlega um hvað það muni kosta okkur að segja nei við Icesave. Að búa í landi þar sem eru gjaldeyrishöft þýðir að það fer enginn peningur út og enginn peningur inn. Það þýðir frost. Engar fjárfestingar, engin uppbygging, engin vinna. Það er ekki hægt að aflyfta gjaldeyrishöftunum fyrr en Icesave málið hefur verið leyst. Nei við Icesave þýðir viðvarandi ástand, ef við erum heppin. Já þýðir skref áfram. Já þýðir möguleikar á breytingum, framþróun, landi án hafta. Allir Íslendingar vilja það sama, sama á hvaða aldri. Við viljum minnka atvinnuleysi, öflugan vinnumarkað, mannsæmandi laun og gott heilbrigðis- og menntakerfi. Með því að taka skref í rétta átt nálgumst við þessi markmið. Icesave kosningarnar snúast ekki um að þjóðin eigi ekki að beygja sig undir stærri þjóðir eða stolt. Icesave kosningarnar snúast um að leysa eitt vandamál af mörgum sem efnahagshrunið olli okkur. Ég vil að það sé gott að búa á Íslandi. Ég trúi því að sá samningur sem nú liggur fyrir sé besta mögulega lausnin við þessu vandamáli. Ég vil betri tíð - ekki tíð óvissu, dómstóla og algerrar stöðnunar. Ég segi já við Icesave samningnum 9. apríl.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar