Of margir dómarar eru ekki starfi sínu vaxnir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. mars 2014 06:30 Þorleifur Ólafsson. vísir/valli Mikla athygli vakti þegar Þorleifur Ólafsson hellti sér yfir Björgvin Rúnarsson, einn þriggja dómara leiks Grindavíkur gegn Þór á sunnudagskvöld. Þorleifur, sem er fyrirliði Grindavíkur, var þá kominn á hækjur eftir að hafa meiðst illa á hné í fyrsta leikhluta. „Ég læt liggja á milli hluta hvað ég sagði en ástæðan fyrir því að ég missti mig var frammistaða dómaranna í leiknum,“ segir Þorleifur í samtali við Fréttablaðið. Hann tekur þó fram að hann kenni dómurunum ekki um tapið og að hann hafi beint orðum sínum að Björgvini þar sem hann væri aðaldómari leiksins. „Frammistaða dómaranna hefur heilt yfir ekki verið góð en mælirinn fylltist í þessum leik. Það virðist vera sem allt of margir dómarar hér á landi séu ekki starfi sínu vaxnir,“ útskýrir Þorleifur sem fékk brottrekstrarvillu hjá Björgvini og var svo úrskurðaður í eins leiks bann. Það kemur þó ekki mikið að sök þar sem Þorleifur er mjög líklega með slitið krossband í hné og spilar ekki meira á tímabilinu. „Það var meðvituð ákvörðun að missa mig og ég vissi alveg hvaða afleiðingar það hefði í för með sér,“ segir Þorleifur.Þurfa að taka meiri ábyrgð Hann segir ekkert eðlilegra fyrir dómara en að gera mannleg mistök eins og gengur og gerist. En Þorleifur telur að viðhorf þeirra sé slæmt og það sýni sig í samskiptum þeirra við þjálfara og leikmenn. „Það sem helst mætti bæta er að þeir taki meiri ábyrgð á sínum gjörðum. Svo virðist vera að þeim sé alveg sama og það fer helst í taugarnar á mér. Þeir þurfa að gera sér grein fyrir því að til þess að verða betri í því sem þeir gera þurfa þeir að leggja aukalega á sig – líkt og leikmenn og þjálfarar gera,“ segir Þorleifur og bendir á að framþróun íþróttarinnar hefur verið mikil síðustu ár. „Sérstaklega höfum við eignast marga unga og góða leikmenn sem hafa blómstrað. Það sést best á því að gæðin í íslenskum körfubolta hafa ekkert minnkað við það að Bandaríkjamönnum var fækkað fyrir tímabilið. En hvað dómarana varðar finnst mér þeir hafa staðið í stað og ekki fylgt þróuninni.“Dómararnir eru með skæting Þorleifur nefnir að bestu dómarar landsins að hans mati – Sigmundur Már Herbertsson, Kristinn Óskarsson og Jón Guðmundsson – séu reiðubúnir að ræða málin við leikmenn og að fleiri mættu taka sér það til fyrirmyndar. „Mannleg samskipti hjá mörgum dómurum eru ekki til staðar. Þeir eru aldrei tilbúnir að ræða málin og eru með skæting þess í stað. Þeir hóta manni með tæknivillu um leið og maður ætlar að ræða málin. Þeir virðast vera yfir aðra hafnir þegar kemur að því að gera íþróttina okkar betri. Við eigum marga dómara sem hafa dæmt meira en þúsund leiki á ferlinum en frammistaðan endurspeglar það ekki nema hjá þessum þremur.“ Hann ítrekar þó að dómgæslan í umræddum leik hafi ekki kostað Grindvíkinga sigurinn en þriðji leikur liðsins í rimmu þess gegn Þór fer fram í kvöld. „Í þessu tilviki var ég virkilega ósáttur og allt of mörg mistök hjá dómaratríóinu sem mátti skrifa á einbeitingarleysi. Þeir voru ekki tilbúnir og það er ekki boðlegt í úrslitakeppni.“ Dominos-deild karla Mest lesið Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Afturelding áfram með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Sjá meira
Mikla athygli vakti þegar Þorleifur Ólafsson hellti sér yfir Björgvin Rúnarsson, einn þriggja dómara leiks Grindavíkur gegn Þór á sunnudagskvöld. Þorleifur, sem er fyrirliði Grindavíkur, var þá kominn á hækjur eftir að hafa meiðst illa á hné í fyrsta leikhluta. „Ég læt liggja á milli hluta hvað ég sagði en ástæðan fyrir því að ég missti mig var frammistaða dómaranna í leiknum,“ segir Þorleifur í samtali við Fréttablaðið. Hann tekur þó fram að hann kenni dómurunum ekki um tapið og að hann hafi beint orðum sínum að Björgvini þar sem hann væri aðaldómari leiksins. „Frammistaða dómaranna hefur heilt yfir ekki verið góð en mælirinn fylltist í þessum leik. Það virðist vera sem allt of margir dómarar hér á landi séu ekki starfi sínu vaxnir,“ útskýrir Þorleifur sem fékk brottrekstrarvillu hjá Björgvini og var svo úrskurðaður í eins leiks bann. Það kemur þó ekki mikið að sök þar sem Þorleifur er mjög líklega með slitið krossband í hné og spilar ekki meira á tímabilinu. „Það var meðvituð ákvörðun að missa mig og ég vissi alveg hvaða afleiðingar það hefði í för með sér,“ segir Þorleifur.Þurfa að taka meiri ábyrgð Hann segir ekkert eðlilegra fyrir dómara en að gera mannleg mistök eins og gengur og gerist. En Þorleifur telur að viðhorf þeirra sé slæmt og það sýni sig í samskiptum þeirra við þjálfara og leikmenn. „Það sem helst mætti bæta er að þeir taki meiri ábyrgð á sínum gjörðum. Svo virðist vera að þeim sé alveg sama og það fer helst í taugarnar á mér. Þeir þurfa að gera sér grein fyrir því að til þess að verða betri í því sem þeir gera þurfa þeir að leggja aukalega á sig – líkt og leikmenn og þjálfarar gera,“ segir Þorleifur og bendir á að framþróun íþróttarinnar hefur verið mikil síðustu ár. „Sérstaklega höfum við eignast marga unga og góða leikmenn sem hafa blómstrað. Það sést best á því að gæðin í íslenskum körfubolta hafa ekkert minnkað við það að Bandaríkjamönnum var fækkað fyrir tímabilið. En hvað dómarana varðar finnst mér þeir hafa staðið í stað og ekki fylgt þróuninni.“Dómararnir eru með skæting Þorleifur nefnir að bestu dómarar landsins að hans mati – Sigmundur Már Herbertsson, Kristinn Óskarsson og Jón Guðmundsson – séu reiðubúnir að ræða málin við leikmenn og að fleiri mættu taka sér það til fyrirmyndar. „Mannleg samskipti hjá mörgum dómurum eru ekki til staðar. Þeir eru aldrei tilbúnir að ræða málin og eru með skæting þess í stað. Þeir hóta manni með tæknivillu um leið og maður ætlar að ræða málin. Þeir virðast vera yfir aðra hafnir þegar kemur að því að gera íþróttina okkar betri. Við eigum marga dómara sem hafa dæmt meira en þúsund leiki á ferlinum en frammistaðan endurspeglar það ekki nema hjá þessum þremur.“ Hann ítrekar þó að dómgæslan í umræddum leik hafi ekki kostað Grindvíkinga sigurinn en þriðji leikur liðsins í rimmu þess gegn Þór fer fram í kvöld. „Í þessu tilviki var ég virkilega ósáttur og allt of mörg mistök hjá dómaratríóinu sem mátti skrifa á einbeitingarleysi. Þeir voru ekki tilbúnir og það er ekki boðlegt í úrslitakeppni.“
Dominos-deild karla Mest lesið Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Afturelding áfram með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Sjá meira