„Alveg eins og var gert eftir hrun” Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar 3. apríl 2020 08:30 Opið bréf til forsætisráðherra Íslands Sæl Katrín, Stundum fallast manni hendur og rennur hreinlega kalt vatn milli skins og hörunds þegar maður áttar sig á að stórslys er í uppsiglingu, og að þeir sem geta komið í veg fyrir það, ætli hreinlega að leyfa því að gerast. Þannig leið mér eftir að hafa hlustað á þig í umræðuþætti á RÚV þriðjudaginn 31. mars. Það sem ég tek frá viðtalinu er að það standi aftur til að fórna heimilunum fyrir þá óseðjandi skepnu sem fjármálakerfið er. Jú, þið í ríkistjórninni hafið gripið til aðgerða og tekið jákvæð skref, en engu að síður á að láta heimilin hanga á bjargbrúninni og láta þau falla. Ekki bara ef allt fer á versta veg, heldur líka ef bjartsýnustu spár ganga ekki eftir. Tímabundnar aðgerðir til að tryggja fólki vinnu og afkomu til að koma okkur yfir þennann hjalla sem við stöndum frammi fyrir eru allra góðra gjalda verðar, en það er ekki fyrr en við verðum kominn yfir hjallann sem heimilin munu horfast í augu við afleiðingarnar. Það er ekki um þessi mánaðarmót sem afleiðingar kórónuveirunnar eru að mæta fólki en þær munu koma af fullum þunga eftir 3 - 6 mánuði. Verði ekkert að gert NÚNA, er gríðarlega hætta á því að eftir u.þ.b. hálft ár geti bankarnir farið að taka inn uppskeru þess sem nú er sáð með því að týna upp heimilin eitt af öðru eins og þeir hafa verið að gera undanfarin 11 ár. Ætlar þú að bera ábyrgð á því aftur? Er ekki nóg að hafa verið í einni ríkisstjórn sem ber ábyrgð á því að a.m.k. 15.000 fjölskyldur hafi misst heimili sín? Vítin eru til að varast og þau eru svo sannarlega fyrir hendi. Nú hefði verið gott að hafa Rannsóknarskýrslu heimilanna til að geta lært af öllum þeim mistökum sem gerð voru í skuldamálum heimilanna eftir bankahrunið 2008. En þó hún hafi ekki verið gerð er það engin afsökun fyrir því að gera nákvæmlega sömu mistökin aftur. Við hjá Hagsmunasamtökum heimilanna höfum eytt 11 árum í að takast á við skelfilegar afleiðingar þess sem þá var gert eða ekki gert, og erum meira en tilbúin til að fara yfir það allt með þér, en þú hefur ekki enn viljað þiggja aðstoð okkar. Aðstæður aðrar – afleiðingarnar þær sömu Í ellefu ár gekk ég í gegnum hluti sem ég óska engum öðrum að þurfa nokkurn tímann að ganga í gegnum. Ég var alls ekki sú eina sem gerði það, við skiptum tugþúsundum og mörg okkar munu aldrei bera þess bætur. Ég ætla að tala út frá sjálfri mér en ég veit að ég á þessa sögu sameiginlega með þúsundum. Mér var fórnað. Ég var álitin „ásættanlegur fórnarkostnaður“ af ríkisstjórn sem þú áttir sæti í. Ég ætla ekki að rekja alla þá sögu hér, en þetta hefur sett líf mitt á hvolf og rænt mig svo mörgu sem aldrei verður sett í orð eða metið. Fjárhagslegi skaðinn er mikill en þó það sem minnstu máli skiptir. Þessi stöðuga óvissa um heimili mitt og afkomu hefur tekið gríðarlegan toll af mér og minni fjölskyldu og að lokum braut hún mig. „Kulnun“ er eitt af tískuorðum samfélagsins en það nær engan veginn utan um það að vera eins og sprungin blaðra eftir margra ára þenslu, gjörsamlega búin á líkama og sál, að finna að maður er ekki lengur maður sjálfur heldur aðeins skugginn af sjálfum sér. Ég er ekki að segja þér og alþjóð þetta til að fá vorkunn. Ég er að opinbera þessa erfiðu reynslu hérna svo þú skiljir hversu gríðarlega dýrkeypt það er að verja ekki heimilin. Við, heimili landsins, erum ekki bara tölur í Excel eða meðaltöl, við erum fólk og þær ákvarðanir sem þú tekur núna geta haft gríðarleg áhrif á líf okkar, afkomu og framtíð. Það er eins og öfugmæli í sjálfu sér, en það sem hefur haldið mér á floti öll þessi ár, er að berjast fyrir réttlæti handa okkur sem höfum hreinlega verið misnotuð með skelfilegum hætti frá síðasta hruni og ég mun aldrei hætta því! Og fyrr skal ég dauð liggja en láta það viðgangast að aðrar fjölskyldur verði misnotaðar í þágu fjármálakerfisins með sama hætti! Heimilum hjálpað „eins og eftir hrunið 2008“ Kemur „til greina að stöðva nauðungarsölur, aðfarir og að fólk missi hreinlega heimili sín við þessar aðstæður sem nú eru í samfélaginu?“ spurði Jóhanna Vigdís þig í þættinum. Þessi spurning var reyndar send inn frá Hagsmunasamtökum heimilanna og kannski einhverjum fleirum, en mér rann hreinlega kalt vatn milli skins og hörunds þegar ég heyrði svar þitt. Það var orðrétt: „Það er auðvitað eitt af því sem var gert eftir hrun. Og – það verður alveg skoðað og tekið til greina alveg eins og það var gert eftir hrun. En við þurfum náttúrulega að horfa á að núna er staðan fyrst og fremst að birtast í atvinnumissi. Það er það sem ég hef stærstar áhyggjur af núna það er að sjá þessar atvinnuleysistölur frá deginum í dag…“ Þar með var þetta útrætt því næsta spurning snerist um hlutastörf. Fyrst skal nefnt það sem gott er. Það er gott að þú hafir áhyggjur af atvinnumissi og það er gott að ríkisstjórnin er að grípa til aðgerða vegna þess og að sjálfsögðu hefur það áhrif til góðs á heimilin því allt er þetta samtvinnað. En… Er þér alvara Katrín? Hvernig vogar þú þér að sýna heimilum landsins þá lítisvirðingu sem felst í þessu svari? „Alveg eins og var gert eftir hrun“. Stundum veit maður ekki hvort maður á að hlæja eða gráta, en þegar ég hlustaði á þetta aftur til að fullvissa mig um að hefði heyrt rétt, þá hreinlega grét ég. „Alveg eins og var gert eftir hrun“. Í hvaða fílabeinsturni ertu? Veistu ekkert um afleiðingar eigin gjörða? Eða ertu að hlusta á manninn, fyrrverandi formann þinn, sem núna er forseti Alþingis, dásama eigin gjörðir sem valdið hafa meiri skaða en hægt er að meta eða greina? Eða ertu að hlusta á ráðleggingar fyrrverandi samráðherra þíns, sem nú er framkvæmdarstjóri hagsmunasamtaka fjármálafyrirtækja? Eða ertu að hlusta á fjármálaráðherra sem hlustar bara á hagsmunasamtök fjármálafyrirtækja sem hafa fyrrnefndan fyrrverandi fjármálaráðherra sem hagsmunavörð sinn og talsmann? Eða eru þau öll eins og vel samhæfður kór? Hvað rödd syngur þú í honum Katrín? Ertu að meina þannig „alveg eins“? „Alveg eins og var gert eftir hrun“. Eftir hrun var heimilunum fórnað á altari fjármálafyrirtækja. Ertu að meina þannig „alveg eins“? „Alveg eins og var gert eftir hrun“. Eftir hrun var bara lengt í snörunni hjá heimilunum svo hægt yrði að blóðmjólka þau betur, en “aftakan” fór samt sem áður fram. Ertu að meina þannig „alveg eins“? „Alveg eins og var gert eftir hrun“. Eftir hrun var nauðungarsölum og aðförum nokkrum sinnum frestað (lengt í snörunni) en þær fóru engu að síður fram, bara aðeins síðar. Ertu að meina þannig „alveg eins“? „Alveg eins og var gert eftir hrun“. Eftir hrun hafa skuldarar verið sviptir réttarstöðu sinni og andmælarétti, auk þess sem þeir mega sín lítils gegn ofurvaldi bankanna. Ertu að meina þannig „alveg eins“? „Alveg eins og var gert eftir hrun“. Eftir hrun hafa sýslumenn starfað eins og umboðsmenn bankanna og alls ekki sinnt lögbundnum skyldum sínum, ekki einu sinni um að upplýsa gerðarþola um réttarstöðu sína. Ertu að meina þannig „alveg eins“? „Alveg eins og var gert eftir hrun“. Eftir hrun hafa dómstólar aðeins einu sinni í hundruðum mála, dæmt samkvæmt réttindum neytenda á fjármálamarkaði. Ertu að meina þannig „alveg eins“? „Alveg eins og var gert eftir hrun“. Eftir hrun hafa þúsundir heimila verið svipt lögbundnum og stjórnarskrárvörðum neytendarétti og samningsrétti. Ertu að meina þannig „alveg eins“? „Alveg eins og var gert eftir hrun“. Eftir hrun hafa þúsundir heimila verið svipt lögbundnum og stjórnarskrárvörðum eignarrétti sínum sem var afhentur fjármálafyrirtækjunum á silfurfati. Ertu að meina þannig „alveg eins“? „Alveg eins og var gert eftir hrun“. Eftir hrun hafa bankarnir sópað upp heimilum landsins auk þess að blóðmjólka þau sem þó tókst að “halda sjó”. Ertu að meina þannig „alveg eins“? „Alveg eins og var gert eftir hrun“. Eftir hrun hafa bankarnir hagnast um nær 700 milljarða á heimilum landsins. Ertu að meina þannig „alveg eins“? Hvað ertu að meina Katrín?! Veistu ekki að varlega áætlað hafa 15.000 fjölskyldur misst heimili sín? Ertu að meina þannig „alveg eins“? Það er fyrir utan þær tugþúsundir einstaklinga sem gengið hafa í gegnum einhver þeirra 173.000 fjárnáma sem farið hafa fram. Ef það væri að meðaltali eitt á mann, hefði annar hver íslendingur gengið í gegnum fjárnám vegna skulda. Ertu að meina þannig „alveg eins“? Auðvitað eru þarna inn á milli einhverjir sem „geta sjálfum sér um kennt“ en þarna eru enn fleiri sem geta „þér um kennt“, eða réttara sagt þeirri ríkisstjórn sem þú sast í þá. Ertu að meina þannig „alveg eins“? Sláandi þekkingarleysi og röng forgangsröðun Þú hefur greinilega hlustað vel á fjármálaráðherra því í sumu varstu eins og bergmál af honum, eða þá að hann er eins og bergmál af þér. Kannski er það til marks um einingu í ríkisstjórninni, en kannski sýnir það bara svart á hvítu að þegar kemur að því að þjóna auðvaldinu eru vinstri (græn) og hægri, bara sitthvor hliðin á sama peningnum. Önnur spurning í þættinum sem var líka send inn frá Hagsmunasamtökunum og örugglega fleirum, var hvort kæmi til greina að setja einhverskonar þak á verðtrygginguna til að tryggja að áfallið fylgi ekki fólki inn í framtíðina með þeim afleiðingum sem við þekkjum t.d. úr hruninu? Þitt svar var: „Einmitt ég skil, sko þetta er meðal algengustu spurninga sem ég fæ sjálf… og fólk hefur áhyggjur af sínum íbúðalánum, verðtryggðum íbúðalánum, munu þau hækka eins og við sáum gerast einmitt 2008. Það sem ég er í raun og veru að benda á er að við erum með allt aðrar kringumstæður, að við erum með allt annað vaxtastig, að við erum með allt aðra stöðu á gengi gjaldmiðilsins.“ „En getið þið gengið út frá því sem vísu að þetta verði þróunin alveg áfram?“ skaut Sigmar inn í. „Auðvitað getum við ekki gengið út frá neinu vísu í svona óvissustöðu og við erum líka komin með aðeins aðra samsetningu á lánum fólks. Við erum komin með stöðugt stærri stabba af óverðtryggðum lánum svo dæmi sé tekið. Þannig að það sem ég held er að við þurfum að horfa á stöðu fólks í heild sinni, sumir eru á leigumarkaði, aðrir eru með óverðtryggð lán og þriðji hópurinn með verðtryggð lán og það er alveg á hreinu að það verður forgangsatriði hjá okkur að verja stöðu fólks fyrir þessum skakkaföllum með þeim leiðum sem eru færar í því. Til að mynda það sem við erum að skoða núna er sérstaklega vinna við það hvernig við getum stutt við ungt fólk til kaupa á húsnæði, við höfum verið að byggja upp og tryggja aukið framboð af húsnæði…“ Næsta setning snerist svo um þann fjölda íbúða sem væri að koma á markað vegna hruns ferðaþjónustunnar og breytta stöðu á húsnæðismarkaði vegna þess. Mikið hefði nú verið ánægjulegt ef þú hefðir ekki sagt meira á eftir setningunni: „Það er alveg á hreinu að það verður forgangsatriði hjá okkur að verja stöðu fólks fyrir þessum skakkaföllum með þeim leiðum sem eru færar í því.“ En kannski var bara ágætt að þú skildir mann ekki eftir með þá falsvon að um raunverulega „vörn“ væri að ræða. En bara svo það sé á hreinu ertu ekki að „verja fólk fyrir skakkaföllum“ með því að „styðja við ungt fólk til kaupa á húsnæði“ eða að „tryggja aukið framboð á húsnæði“. Hvort tveggja er góðra gjalda vert en bara alls ekki það sem verið er að tala um og lýsir ótrúlegu skilningsleysi á þeim vanda sem verið er að spyrja um og þeim áhyggjum sem fólk hefur af núverandi íbúðalánum sínum. Fólk hefur svo sannarlega áhyggjur af íbúðalánum sínum, eins og þú segir í upphafi svars þíns, og það þarf að létta þeim áhyggjum af fólki því þessi óvissa er verulega þungbær. En af hverju ertu að benda á „allt aðrar kringumstæður“, „allt annað vaxtastig“ og „aðra stöðu á gengi gjaldmiðilsins“ í sambandi við það? Auðvitað skipta allir þessir hlutir máli, en kannski fyrst og fremst fyrir atvinnulífið. Fari verðbólgan af stað eru lán heimilanna hins vegar undir og þrátt fyrir allt þetta þá myndu þau vaxa og valda fjölskyldum gríðarlegum vanda verði ekkert að gert. ÞAÐ snúast áhyggjur fólks um og þetta svar gerir ekkert til að létta á þeim. Þak á verðtrygginguna gagnast öllum heimilum Svo ferðu að ræða mismunandi samsetningu lánanna og það þurfi að „horfa á stöðu fólks í heild sinni“ alveg eins og hagsmunir heimilanna séu mismunandi eftir því hvort þau leigi, eða séu með verðtryggð eða óverðtryggð lán. Fyrst er að nefna að hagsmunir allra heimila eru þeir sömu. Það eru hagsmunir ALLRA HEIMILA að húsnæðiskostnaður þeirra hækki ekki eða sem minnst af völdum afleiðinga kórónuveirunnar. Þá skiptir engu máli hvort heimilin borga leigu eða af lánum. Þarna komum við að því dæmalausa þekkingarleysi sem virðist hrjá bæði þig og fjármálaráðherra, ég vona að minnsta kosti að um þekkingarleysi sé að ræða, því hinn kosturinn, að þið séuð að tala gegn betri vitund, er mun verri. ÖLL heimili munu hafa hag af þaki á verðtryggingu og ÖLL heimili munu taka á sig þungar byrðar fari verðbólgan á flug. Nær allir leigusamningar á Íslandi eru verðtryggðir og ÖLL lán heimilanna á Íslandi eru í raun verðtryggð, líka þau sem kallast „óverðtryggð“ því vextir þeirra taka mið af verðbólgu. Þak á verðtryggingu myndi hafa gríðarleg áhrif á leigu því hún er nánast alltaf verðtryggð og hækkar með hækkandi vísitölu, svo „þakið“ myndi skipta gríðarlegu máli fyrir alla þá sem eru á leigumarkaði því, eins og þú sagðir sjálf „þá er það viðkvæmur hópur, þar er oft tekjulágt fólk…“ og þar eru margir fastir eftir að hafa misst heimili sín vegna „alveg eins“ aðgerða og þú talar um að grípa til núna. Ég ætla líka rétt að vona að vanþekking þín sé ekki svo mikil að þú takir undir þau orð fjármálaráðherra að fólk „njóti skjóls af verðtryggingunni“. Við skulum hafa það alveg á hreinu að það „nýtur enginn skjóls“ af verðtryggingunni. Verðtryggingin festir heimilin í skuldafeni sem engin leið er út úr eins og flestu vitibornu fólki með smá fjármálalæsi ætti að vera kunnugt. Verðbólga á verðtryggð lán hefur í för með sér hreina eignaupptöku þar sem fólk fær lánað fyrir henni þannig að hún leggst ofan á höfuðstól lánanna og étur upp eignarhluta fóks í verðbólgubáli. Þá komum við að hinum svokölluðu óverðtryggðu lánum en í raun eru engin „óverðtryggð“ lán veitt á Íslandi. Svokölluð óverðtryggð lán eru einfaldlega grunnvextir + verðbótaþáttur. Ástæða þess að vextir óverðtryggðra lána eru hærri en verðtryggðra er af því að í þeim er verðbótaþættinum bætt ofan á grunnvextina. Munurinn á óverðtryggðum lánum og verðtryggðum lánum er einfaldlega sá að þú staðgreiðir verðbótaþáttinn með óverðtryggðu láni en þú færð í sífellu lánað fyrir honum með verðtryggðu láni. Ef t.d. grunnvextir eru 2% og verðbótaþáttur 3% eru vextir af óverðtryggðu láni 5% á meðan lánað er fyrir þessum 3% í verðtryggðum lánum og þeim bætt ofan á höfðustól þeirra sem vex í sama hlutfalli. En ef ekkert þak er sett á verðtrygginguna og hún færi upp í t.d. 8%, þá yrði þetta óverðtryggða lán komið með 10% vexti sem myndi hækka mánaðarlegar afborganir þeirra gríðarlega. Svo má náttúrlega ekki gleyma áhrifum vísitölunnar á verðbólgu í landinu á smásöluvörum, þar á meðal mat og öðrum nauðsynjum. Þak á verðtryggingu myndi því draga úr hugsanlegum verðlagshækkunum. Það er eiginlega ekki til afsökun fyrir málflutningi þínum og fjármálaráðherra á undanförnum dögum. Ykkar skilningur og áherslur kunna ekki góðri lukku að stýra fyrir heimili landsins enda kannski erfitt að hlusta eftir hagsmunum þeirra á meðan hagsmunaverðir fjármálafyrirtækjanna tala í eyrun á ykkur báðum. Þú nefndir meira að segja sérstaklega hversu „gott samstarf þið hefðuð átt við fjármálafyrirtækin, bæði banka og lífeyrssjóði í gegnum þetta“ en á meðan þetta „góða samstarf“ hefur átt sér stað á milli hagsmunasamtaka fjármálafyrirtækja og ríkisstjórnarinnar, hefur hún ekki látið svo lítið að svara Hagsmunasamtökum heimilanna einu orði, hvað þá að hleypa þeim með nokkrum hætti að borðinu. Óvissa drepur – henni þarf að eyða Kannski er óþarflega dramatískt að taka svona til orða en engu að síður satt. Óvissa drepur ekki eins og byssukúla, hún drepur meira eins og krabbamein. Óvissa um grunnþarfir okkar eins og t.d afkomu og heimili rænir fólk voninni, lífsgleðinni og trúnni á lífið, réttlætið og þjóðfélagið. Óvissa skapar vantraust. Nú eru óvissutímar og margir finna fyrir miklum ótta sem er ein af hliðarverkunum óvissunnar. Það minnsta sem þú getur gert Katrín, er að gefa fólki fullvissu. Að sjálfsögðu getur þú ekki gefið fullvissu um allt. Það eru erfiðleikar framundan og alls ekki á þínu valdi eða ríkisstjórnarinnar að sjá allt fyrir eða tryggja okkur fyrir öllu. En erfiðleikar margra verða alveg nógu miklir þó áhyggjur vegna vaxandi húsnæðiskostnaðar bætist ekki þar ofan á, svo ekki sé minnst á óttann við að missa heimili sitt. Þú Katrín getur tryggt það að kostnaður vegna húsnæðis vaxi fólki ekki yfir og höfuð og að engin muni missa heimili sitt vegna ástands sem rekja má til Covid-19. Það er skylda þín að veita heimilunum þá fullvissu á erfiðum tímum! Þér var í þessu viðtali tíðrætt um „hópa“ og hversu mismundi „hópar“ væru. Kannski er heimilunum ekki sinnt því þau eru ekki bara hópur, þau eru MENGIÐ eins og það leggur sig; ungir, gamlir, foreldrar, fatlaðir, einhleypir, börn, öryrkjar, ríkir, fátækir, samkynhneigðir, gagnkynhneigðir, sköllóttir, loðnir og allt annað sem bæði skilur okkur að og sameinar. Það hefur ENGAN KOSTNAÐ í för með sér fyrir ríkissjóð að setja þak á verðtrygginguna en það myndi GAGNAST ÖLLUM í menginu Ísland. Það hefur ENGAN SKAÐA í för með sér fyrir neinn að setja þak á verðtrygginguna en færi verðbólgan á flug myndi það GAGNAST ÖLLUM í menginu Ísland. Það SKIPTIR ÖLLU MÁLI að veita öllum í menginu Ísland FULLVISSU á óvissutímum um að hvernig sem allt fer, þá muni ENGIN geta tekið af þeim heimilið, því það sé ÖRUGGT SKJÓL. Óvissan er skelfileg og hún skapar bæði ótta og vantraust. Þú Katrín, verður að tryggja heimilunum skjól undir öruggu „þaki“! Höfundur er formaður Hagsmunasamtaka heimilanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásthildur Lóa Þórsdóttir Mest lesið Ný tegund svika Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Búum til börn - án aukinna útgjalda Hildur Sverrisdóttir Skoðun Treystandi fyrir stjórn landsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Samfélagslögregla á „sterum“ Davíð Bergmann Skoðun Gallar frambjóðandans - hjálparhönd til óákveðinna Gunnar Helgason Skoðun Tækifæri til að efla Kötlu jarðvang Einar Freyr Elínarson Skoðun Stytting námstíma til stúdentsprófs: Sjónarhorn menntarannsókna Elsa Eiríksdóttir,Guðrún Ragnarsdóttir,María Jónasdóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Nýir vendir sópa best Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson,Sveinn Hjörtur Guðfinnsson Skoðun Hvað með heyrnarskert börn, heyrnarskerta fullorðna og börn með skarð? Eva Albrechtsen,Ösp Vilberg Baldursdóttir Skoðun ....og þá var eins og blessuð skepan skildi..... Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Tækifæri til að efla Kötlu jarðvang Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Samfélagslögregla á „sterum“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ný tegund svika Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Treystandi fyrir stjórn landsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Búum til börn - án aukinna útgjalda Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórar breytingar framundan Arnar Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Það er skortur á orku en ekki orkuskortur Hörður Arnarson skrifar Skoðun ....og þá var eins og blessuð skepan skildi..... Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Nýir vendir sópa best Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson,Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Lausn húsnæðisvandans Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Staða evrunnar í Evrópusambandinu árið 2024 Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Áfengisstefnu breytt með lögbrotum Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hvað með heyrnarskert börn, heyrnarskerta fullorðna og börn með skarð? Eva Albrechtsen,Ösp Vilberg Baldursdóttir skrifar Skoðun Þreytt dæmi Fjóla Blandon skrifar Skoðun Ríkiseftirlit með öllum börnum Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Viðreisn er tilbúin Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun „Ert þú að leita að okkur?“ Elías Ýmir Larsen skrifar Skoðun Höfum við efni á þessu Stríðsbrölti? Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstofnun Norðurlands tíu ára í dag Jón Helgi Björnsson skrifar Skoðun Lægsta raforkuverð heimila í Evrópu Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Hugsum út fyrir rammann til að leysa húsnæðisvandann Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Bönnum hnefaleika alfarið Adolf Ingi Erlingsson skrifar Skoðun Allt sem þú vilt vita um dánaraðstoð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Ekkert mansal á Íslandi í 15 ár? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Hljómar kunnuglega ekki satt? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þú breytir öllu Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Eru sósíaldemokratískir flokkar smátt og smátt að hverfa? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Styðjum mannréttindi - Lærum af sögunni Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gömul þekking sem fékk ekki athygli þá, en er komin aftur Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Blekkingar og gaslýsingar núverandi forsætisráðherra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Opið bréf til forsætisráðherra Íslands Sæl Katrín, Stundum fallast manni hendur og rennur hreinlega kalt vatn milli skins og hörunds þegar maður áttar sig á að stórslys er í uppsiglingu, og að þeir sem geta komið í veg fyrir það, ætli hreinlega að leyfa því að gerast. Þannig leið mér eftir að hafa hlustað á þig í umræðuþætti á RÚV þriðjudaginn 31. mars. Það sem ég tek frá viðtalinu er að það standi aftur til að fórna heimilunum fyrir þá óseðjandi skepnu sem fjármálakerfið er. Jú, þið í ríkistjórninni hafið gripið til aðgerða og tekið jákvæð skref, en engu að síður á að láta heimilin hanga á bjargbrúninni og láta þau falla. Ekki bara ef allt fer á versta veg, heldur líka ef bjartsýnustu spár ganga ekki eftir. Tímabundnar aðgerðir til að tryggja fólki vinnu og afkomu til að koma okkur yfir þennann hjalla sem við stöndum frammi fyrir eru allra góðra gjalda verðar, en það er ekki fyrr en við verðum kominn yfir hjallann sem heimilin munu horfast í augu við afleiðingarnar. Það er ekki um þessi mánaðarmót sem afleiðingar kórónuveirunnar eru að mæta fólki en þær munu koma af fullum þunga eftir 3 - 6 mánuði. Verði ekkert að gert NÚNA, er gríðarlega hætta á því að eftir u.þ.b. hálft ár geti bankarnir farið að taka inn uppskeru þess sem nú er sáð með því að týna upp heimilin eitt af öðru eins og þeir hafa verið að gera undanfarin 11 ár. Ætlar þú að bera ábyrgð á því aftur? Er ekki nóg að hafa verið í einni ríkisstjórn sem ber ábyrgð á því að a.m.k. 15.000 fjölskyldur hafi misst heimili sín? Vítin eru til að varast og þau eru svo sannarlega fyrir hendi. Nú hefði verið gott að hafa Rannsóknarskýrslu heimilanna til að geta lært af öllum þeim mistökum sem gerð voru í skuldamálum heimilanna eftir bankahrunið 2008. En þó hún hafi ekki verið gerð er það engin afsökun fyrir því að gera nákvæmlega sömu mistökin aftur. Við hjá Hagsmunasamtökum heimilanna höfum eytt 11 árum í að takast á við skelfilegar afleiðingar þess sem þá var gert eða ekki gert, og erum meira en tilbúin til að fara yfir það allt með þér, en þú hefur ekki enn viljað þiggja aðstoð okkar. Aðstæður aðrar – afleiðingarnar þær sömu Í ellefu ár gekk ég í gegnum hluti sem ég óska engum öðrum að þurfa nokkurn tímann að ganga í gegnum. Ég var alls ekki sú eina sem gerði það, við skiptum tugþúsundum og mörg okkar munu aldrei bera þess bætur. Ég ætla að tala út frá sjálfri mér en ég veit að ég á þessa sögu sameiginlega með þúsundum. Mér var fórnað. Ég var álitin „ásættanlegur fórnarkostnaður“ af ríkisstjórn sem þú áttir sæti í. Ég ætla ekki að rekja alla þá sögu hér, en þetta hefur sett líf mitt á hvolf og rænt mig svo mörgu sem aldrei verður sett í orð eða metið. Fjárhagslegi skaðinn er mikill en þó það sem minnstu máli skiptir. Þessi stöðuga óvissa um heimili mitt og afkomu hefur tekið gríðarlegan toll af mér og minni fjölskyldu og að lokum braut hún mig. „Kulnun“ er eitt af tískuorðum samfélagsins en það nær engan veginn utan um það að vera eins og sprungin blaðra eftir margra ára þenslu, gjörsamlega búin á líkama og sál, að finna að maður er ekki lengur maður sjálfur heldur aðeins skugginn af sjálfum sér. Ég er ekki að segja þér og alþjóð þetta til að fá vorkunn. Ég er að opinbera þessa erfiðu reynslu hérna svo þú skiljir hversu gríðarlega dýrkeypt það er að verja ekki heimilin. Við, heimili landsins, erum ekki bara tölur í Excel eða meðaltöl, við erum fólk og þær ákvarðanir sem þú tekur núna geta haft gríðarleg áhrif á líf okkar, afkomu og framtíð. Það er eins og öfugmæli í sjálfu sér, en það sem hefur haldið mér á floti öll þessi ár, er að berjast fyrir réttlæti handa okkur sem höfum hreinlega verið misnotuð með skelfilegum hætti frá síðasta hruni og ég mun aldrei hætta því! Og fyrr skal ég dauð liggja en láta það viðgangast að aðrar fjölskyldur verði misnotaðar í þágu fjármálakerfisins með sama hætti! Heimilum hjálpað „eins og eftir hrunið 2008“ Kemur „til greina að stöðva nauðungarsölur, aðfarir og að fólk missi hreinlega heimili sín við þessar aðstæður sem nú eru í samfélaginu?“ spurði Jóhanna Vigdís þig í þættinum. Þessi spurning var reyndar send inn frá Hagsmunasamtökum heimilanna og kannski einhverjum fleirum, en mér rann hreinlega kalt vatn milli skins og hörunds þegar ég heyrði svar þitt. Það var orðrétt: „Það er auðvitað eitt af því sem var gert eftir hrun. Og – það verður alveg skoðað og tekið til greina alveg eins og það var gert eftir hrun. En við þurfum náttúrulega að horfa á að núna er staðan fyrst og fremst að birtast í atvinnumissi. Það er það sem ég hef stærstar áhyggjur af núna það er að sjá þessar atvinnuleysistölur frá deginum í dag…“ Þar með var þetta útrætt því næsta spurning snerist um hlutastörf. Fyrst skal nefnt það sem gott er. Það er gott að þú hafir áhyggjur af atvinnumissi og það er gott að ríkisstjórnin er að grípa til aðgerða vegna þess og að sjálfsögðu hefur það áhrif til góðs á heimilin því allt er þetta samtvinnað. En… Er þér alvara Katrín? Hvernig vogar þú þér að sýna heimilum landsins þá lítisvirðingu sem felst í þessu svari? „Alveg eins og var gert eftir hrun“. Stundum veit maður ekki hvort maður á að hlæja eða gráta, en þegar ég hlustaði á þetta aftur til að fullvissa mig um að hefði heyrt rétt, þá hreinlega grét ég. „Alveg eins og var gert eftir hrun“. Í hvaða fílabeinsturni ertu? Veistu ekkert um afleiðingar eigin gjörða? Eða ertu að hlusta á manninn, fyrrverandi formann þinn, sem núna er forseti Alþingis, dásama eigin gjörðir sem valdið hafa meiri skaða en hægt er að meta eða greina? Eða ertu að hlusta á ráðleggingar fyrrverandi samráðherra þíns, sem nú er framkvæmdarstjóri hagsmunasamtaka fjármálafyrirtækja? Eða ertu að hlusta á fjármálaráðherra sem hlustar bara á hagsmunasamtök fjármálafyrirtækja sem hafa fyrrnefndan fyrrverandi fjármálaráðherra sem hagsmunavörð sinn og talsmann? Eða eru þau öll eins og vel samhæfður kór? Hvað rödd syngur þú í honum Katrín? Ertu að meina þannig „alveg eins“? „Alveg eins og var gert eftir hrun“. Eftir hrun var heimilunum fórnað á altari fjármálafyrirtækja. Ertu að meina þannig „alveg eins“? „Alveg eins og var gert eftir hrun“. Eftir hrun var bara lengt í snörunni hjá heimilunum svo hægt yrði að blóðmjólka þau betur, en “aftakan” fór samt sem áður fram. Ertu að meina þannig „alveg eins“? „Alveg eins og var gert eftir hrun“. Eftir hrun var nauðungarsölum og aðförum nokkrum sinnum frestað (lengt í snörunni) en þær fóru engu að síður fram, bara aðeins síðar. Ertu að meina þannig „alveg eins“? „Alveg eins og var gert eftir hrun“. Eftir hrun hafa skuldarar verið sviptir réttarstöðu sinni og andmælarétti, auk þess sem þeir mega sín lítils gegn ofurvaldi bankanna. Ertu að meina þannig „alveg eins“? „Alveg eins og var gert eftir hrun“. Eftir hrun hafa sýslumenn starfað eins og umboðsmenn bankanna og alls ekki sinnt lögbundnum skyldum sínum, ekki einu sinni um að upplýsa gerðarþola um réttarstöðu sína. Ertu að meina þannig „alveg eins“? „Alveg eins og var gert eftir hrun“. Eftir hrun hafa dómstólar aðeins einu sinni í hundruðum mála, dæmt samkvæmt réttindum neytenda á fjármálamarkaði. Ertu að meina þannig „alveg eins“? „Alveg eins og var gert eftir hrun“. Eftir hrun hafa þúsundir heimila verið svipt lögbundnum og stjórnarskrárvörðum neytendarétti og samningsrétti. Ertu að meina þannig „alveg eins“? „Alveg eins og var gert eftir hrun“. Eftir hrun hafa þúsundir heimila verið svipt lögbundnum og stjórnarskrárvörðum eignarrétti sínum sem var afhentur fjármálafyrirtækjunum á silfurfati. Ertu að meina þannig „alveg eins“? „Alveg eins og var gert eftir hrun“. Eftir hrun hafa bankarnir sópað upp heimilum landsins auk þess að blóðmjólka þau sem þó tókst að “halda sjó”. Ertu að meina þannig „alveg eins“? „Alveg eins og var gert eftir hrun“. Eftir hrun hafa bankarnir hagnast um nær 700 milljarða á heimilum landsins. Ertu að meina þannig „alveg eins“? Hvað ertu að meina Katrín?! Veistu ekki að varlega áætlað hafa 15.000 fjölskyldur misst heimili sín? Ertu að meina þannig „alveg eins“? Það er fyrir utan þær tugþúsundir einstaklinga sem gengið hafa í gegnum einhver þeirra 173.000 fjárnáma sem farið hafa fram. Ef það væri að meðaltali eitt á mann, hefði annar hver íslendingur gengið í gegnum fjárnám vegna skulda. Ertu að meina þannig „alveg eins“? Auðvitað eru þarna inn á milli einhverjir sem „geta sjálfum sér um kennt“ en þarna eru enn fleiri sem geta „þér um kennt“, eða réttara sagt þeirri ríkisstjórn sem þú sast í þá. Ertu að meina þannig „alveg eins“? Sláandi þekkingarleysi og röng forgangsröðun Þú hefur greinilega hlustað vel á fjármálaráðherra því í sumu varstu eins og bergmál af honum, eða þá að hann er eins og bergmál af þér. Kannski er það til marks um einingu í ríkisstjórninni, en kannski sýnir það bara svart á hvítu að þegar kemur að því að þjóna auðvaldinu eru vinstri (græn) og hægri, bara sitthvor hliðin á sama peningnum. Önnur spurning í þættinum sem var líka send inn frá Hagsmunasamtökunum og örugglega fleirum, var hvort kæmi til greina að setja einhverskonar þak á verðtrygginguna til að tryggja að áfallið fylgi ekki fólki inn í framtíðina með þeim afleiðingum sem við þekkjum t.d. úr hruninu? Þitt svar var: „Einmitt ég skil, sko þetta er meðal algengustu spurninga sem ég fæ sjálf… og fólk hefur áhyggjur af sínum íbúðalánum, verðtryggðum íbúðalánum, munu þau hækka eins og við sáum gerast einmitt 2008. Það sem ég er í raun og veru að benda á er að við erum með allt aðrar kringumstæður, að við erum með allt annað vaxtastig, að við erum með allt aðra stöðu á gengi gjaldmiðilsins.“ „En getið þið gengið út frá því sem vísu að þetta verði þróunin alveg áfram?“ skaut Sigmar inn í. „Auðvitað getum við ekki gengið út frá neinu vísu í svona óvissustöðu og við erum líka komin með aðeins aðra samsetningu á lánum fólks. Við erum komin með stöðugt stærri stabba af óverðtryggðum lánum svo dæmi sé tekið. Þannig að það sem ég held er að við þurfum að horfa á stöðu fólks í heild sinni, sumir eru á leigumarkaði, aðrir eru með óverðtryggð lán og þriðji hópurinn með verðtryggð lán og það er alveg á hreinu að það verður forgangsatriði hjá okkur að verja stöðu fólks fyrir þessum skakkaföllum með þeim leiðum sem eru færar í því. Til að mynda það sem við erum að skoða núna er sérstaklega vinna við það hvernig við getum stutt við ungt fólk til kaupa á húsnæði, við höfum verið að byggja upp og tryggja aukið framboð af húsnæði…“ Næsta setning snerist svo um þann fjölda íbúða sem væri að koma á markað vegna hruns ferðaþjónustunnar og breytta stöðu á húsnæðismarkaði vegna þess. Mikið hefði nú verið ánægjulegt ef þú hefðir ekki sagt meira á eftir setningunni: „Það er alveg á hreinu að það verður forgangsatriði hjá okkur að verja stöðu fólks fyrir þessum skakkaföllum með þeim leiðum sem eru færar í því.“ En kannski var bara ágætt að þú skildir mann ekki eftir með þá falsvon að um raunverulega „vörn“ væri að ræða. En bara svo það sé á hreinu ertu ekki að „verja fólk fyrir skakkaföllum“ með því að „styðja við ungt fólk til kaupa á húsnæði“ eða að „tryggja aukið framboð á húsnæði“. Hvort tveggja er góðra gjalda vert en bara alls ekki það sem verið er að tala um og lýsir ótrúlegu skilningsleysi á þeim vanda sem verið er að spyrja um og þeim áhyggjum sem fólk hefur af núverandi íbúðalánum sínum. Fólk hefur svo sannarlega áhyggjur af íbúðalánum sínum, eins og þú segir í upphafi svars þíns, og það þarf að létta þeim áhyggjum af fólki því þessi óvissa er verulega þungbær. En af hverju ertu að benda á „allt aðrar kringumstæður“, „allt annað vaxtastig“ og „aðra stöðu á gengi gjaldmiðilsins“ í sambandi við það? Auðvitað skipta allir þessir hlutir máli, en kannski fyrst og fremst fyrir atvinnulífið. Fari verðbólgan af stað eru lán heimilanna hins vegar undir og þrátt fyrir allt þetta þá myndu þau vaxa og valda fjölskyldum gríðarlegum vanda verði ekkert að gert. ÞAÐ snúast áhyggjur fólks um og þetta svar gerir ekkert til að létta á þeim. Þak á verðtrygginguna gagnast öllum heimilum Svo ferðu að ræða mismunandi samsetningu lánanna og það þurfi að „horfa á stöðu fólks í heild sinni“ alveg eins og hagsmunir heimilanna séu mismunandi eftir því hvort þau leigi, eða séu með verðtryggð eða óverðtryggð lán. Fyrst er að nefna að hagsmunir allra heimila eru þeir sömu. Það eru hagsmunir ALLRA HEIMILA að húsnæðiskostnaður þeirra hækki ekki eða sem minnst af völdum afleiðinga kórónuveirunnar. Þá skiptir engu máli hvort heimilin borga leigu eða af lánum. Þarna komum við að því dæmalausa þekkingarleysi sem virðist hrjá bæði þig og fjármálaráðherra, ég vona að minnsta kosti að um þekkingarleysi sé að ræða, því hinn kosturinn, að þið séuð að tala gegn betri vitund, er mun verri. ÖLL heimili munu hafa hag af þaki á verðtryggingu og ÖLL heimili munu taka á sig þungar byrðar fari verðbólgan á flug. Nær allir leigusamningar á Íslandi eru verðtryggðir og ÖLL lán heimilanna á Íslandi eru í raun verðtryggð, líka þau sem kallast „óverðtryggð“ því vextir þeirra taka mið af verðbólgu. Þak á verðtryggingu myndi hafa gríðarleg áhrif á leigu því hún er nánast alltaf verðtryggð og hækkar með hækkandi vísitölu, svo „þakið“ myndi skipta gríðarlegu máli fyrir alla þá sem eru á leigumarkaði því, eins og þú sagðir sjálf „þá er það viðkvæmur hópur, þar er oft tekjulágt fólk…“ og þar eru margir fastir eftir að hafa misst heimili sín vegna „alveg eins“ aðgerða og þú talar um að grípa til núna. Ég ætla líka rétt að vona að vanþekking þín sé ekki svo mikil að þú takir undir þau orð fjármálaráðherra að fólk „njóti skjóls af verðtryggingunni“. Við skulum hafa það alveg á hreinu að það „nýtur enginn skjóls“ af verðtryggingunni. Verðtryggingin festir heimilin í skuldafeni sem engin leið er út úr eins og flestu vitibornu fólki með smá fjármálalæsi ætti að vera kunnugt. Verðbólga á verðtryggð lán hefur í för með sér hreina eignaupptöku þar sem fólk fær lánað fyrir henni þannig að hún leggst ofan á höfuðstól lánanna og étur upp eignarhluta fóks í verðbólgubáli. Þá komum við að hinum svokölluðu óverðtryggðu lánum en í raun eru engin „óverðtryggð“ lán veitt á Íslandi. Svokölluð óverðtryggð lán eru einfaldlega grunnvextir + verðbótaþáttur. Ástæða þess að vextir óverðtryggðra lána eru hærri en verðtryggðra er af því að í þeim er verðbótaþættinum bætt ofan á grunnvextina. Munurinn á óverðtryggðum lánum og verðtryggðum lánum er einfaldlega sá að þú staðgreiðir verðbótaþáttinn með óverðtryggðu láni en þú færð í sífellu lánað fyrir honum með verðtryggðu láni. Ef t.d. grunnvextir eru 2% og verðbótaþáttur 3% eru vextir af óverðtryggðu láni 5% á meðan lánað er fyrir þessum 3% í verðtryggðum lánum og þeim bætt ofan á höfðustól þeirra sem vex í sama hlutfalli. En ef ekkert þak er sett á verðtrygginguna og hún færi upp í t.d. 8%, þá yrði þetta óverðtryggða lán komið með 10% vexti sem myndi hækka mánaðarlegar afborganir þeirra gríðarlega. Svo má náttúrlega ekki gleyma áhrifum vísitölunnar á verðbólgu í landinu á smásöluvörum, þar á meðal mat og öðrum nauðsynjum. Þak á verðtryggingu myndi því draga úr hugsanlegum verðlagshækkunum. Það er eiginlega ekki til afsökun fyrir málflutningi þínum og fjármálaráðherra á undanförnum dögum. Ykkar skilningur og áherslur kunna ekki góðri lukku að stýra fyrir heimili landsins enda kannski erfitt að hlusta eftir hagsmunum þeirra á meðan hagsmunaverðir fjármálafyrirtækjanna tala í eyrun á ykkur báðum. Þú nefndir meira að segja sérstaklega hversu „gott samstarf þið hefðuð átt við fjármálafyrirtækin, bæði banka og lífeyrssjóði í gegnum þetta“ en á meðan þetta „góða samstarf“ hefur átt sér stað á milli hagsmunasamtaka fjármálafyrirtækja og ríkisstjórnarinnar, hefur hún ekki látið svo lítið að svara Hagsmunasamtökum heimilanna einu orði, hvað þá að hleypa þeim með nokkrum hætti að borðinu. Óvissa drepur – henni þarf að eyða Kannski er óþarflega dramatískt að taka svona til orða en engu að síður satt. Óvissa drepur ekki eins og byssukúla, hún drepur meira eins og krabbamein. Óvissa um grunnþarfir okkar eins og t.d afkomu og heimili rænir fólk voninni, lífsgleðinni og trúnni á lífið, réttlætið og þjóðfélagið. Óvissa skapar vantraust. Nú eru óvissutímar og margir finna fyrir miklum ótta sem er ein af hliðarverkunum óvissunnar. Það minnsta sem þú getur gert Katrín, er að gefa fólki fullvissu. Að sjálfsögðu getur þú ekki gefið fullvissu um allt. Það eru erfiðleikar framundan og alls ekki á þínu valdi eða ríkisstjórnarinnar að sjá allt fyrir eða tryggja okkur fyrir öllu. En erfiðleikar margra verða alveg nógu miklir þó áhyggjur vegna vaxandi húsnæðiskostnaðar bætist ekki þar ofan á, svo ekki sé minnst á óttann við að missa heimili sitt. Þú Katrín getur tryggt það að kostnaður vegna húsnæðis vaxi fólki ekki yfir og höfuð og að engin muni missa heimili sitt vegna ástands sem rekja má til Covid-19. Það er skylda þín að veita heimilunum þá fullvissu á erfiðum tímum! Þér var í þessu viðtali tíðrætt um „hópa“ og hversu mismundi „hópar“ væru. Kannski er heimilunum ekki sinnt því þau eru ekki bara hópur, þau eru MENGIÐ eins og það leggur sig; ungir, gamlir, foreldrar, fatlaðir, einhleypir, börn, öryrkjar, ríkir, fátækir, samkynhneigðir, gagnkynhneigðir, sköllóttir, loðnir og allt annað sem bæði skilur okkur að og sameinar. Það hefur ENGAN KOSTNAÐ í för með sér fyrir ríkissjóð að setja þak á verðtrygginguna en það myndi GAGNAST ÖLLUM í menginu Ísland. Það hefur ENGAN SKAÐA í för með sér fyrir neinn að setja þak á verðtrygginguna en færi verðbólgan á flug myndi það GAGNAST ÖLLUM í menginu Ísland. Það SKIPTIR ÖLLU MÁLI að veita öllum í menginu Ísland FULLVISSU á óvissutímum um að hvernig sem allt fer, þá muni ENGIN geta tekið af þeim heimilið, því það sé ÖRUGGT SKJÓL. Óvissan er skelfileg og hún skapar bæði ótta og vantraust. Þú Katrín, verður að tryggja heimilunum skjól undir öruggu „þaki“! Höfundur er formaður Hagsmunasamtaka heimilanna.
Stytting námstíma til stúdentsprófs: Sjónarhorn menntarannsókna Elsa Eiríksdóttir,Guðrún Ragnarsdóttir,María Jónasdóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Hvað með heyrnarskert börn, heyrnarskerta fullorðna og börn með skarð? Eva Albrechtsen,Ösp Vilberg Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Hvað með heyrnarskert börn, heyrnarskerta fullorðna og börn með skarð? Eva Albrechtsen,Ösp Vilberg Baldursdóttir skrifar
Stytting námstíma til stúdentsprófs: Sjónarhorn menntarannsókna Elsa Eiríksdóttir,Guðrún Ragnarsdóttir,María Jónasdóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Hvað með heyrnarskert börn, heyrnarskerta fullorðna og börn með skarð? Eva Albrechtsen,Ösp Vilberg Baldursdóttir Skoðun