Ók 180 km á vélsleða á vatni Finnur Thorlacius skrifar 26. júlí 2013 10:30 Finninn Antti Holmberg setti nýtt heimsmet í fyrradag í akstri á vélsleða á vatni og tók það hann 3 klukkustundir. Meðalhraði hans var um 60 km/klst og setti hann metið bæði á stöðuvatni og aðliggjandi á nálægt bænum Ivalo. Fyrra heimsmetið var aðeins 64 km svo Finninn fljúgandi rústaði þessu meti hressilega. Talsvert af eldsneyti þurfti til akstursins og var sleði hans með tiltæka nærri 60 lítra af eldsneyti, en 20 lítra brúsa var bætt við hefðbund tank sleðans og var hann útbúinn þannig að hann fyllti jafnóðum uppí tankinn. Tveir bátar fylgdi Antti á leið sinni ef eitthvað skildi nú bjáta á, en að auki var sleðinn útbúinn flothylkjum sem blásið hefðu ógnarhratt upp ef sleðinn hefði tekið að sökkva. Hundruðir fólks úr bænum hvöttu nágranna sinn á meðan á heimsmetstilrauninni stóð. Sjá má vatnaakstur Finnans í meðfylgjandi myndskeiði. Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent
Finninn Antti Holmberg setti nýtt heimsmet í fyrradag í akstri á vélsleða á vatni og tók það hann 3 klukkustundir. Meðalhraði hans var um 60 km/klst og setti hann metið bæði á stöðuvatni og aðliggjandi á nálægt bænum Ivalo. Fyrra heimsmetið var aðeins 64 km svo Finninn fljúgandi rústaði þessu meti hressilega. Talsvert af eldsneyti þurfti til akstursins og var sleði hans með tiltæka nærri 60 lítra af eldsneyti, en 20 lítra brúsa var bætt við hefðbund tank sleðans og var hann útbúinn þannig að hann fyllti jafnóðum uppí tankinn. Tveir bátar fylgdi Antti á leið sinni ef eitthvað skildi nú bjáta á, en að auki var sleðinn útbúinn flothylkjum sem blásið hefðu ógnarhratt upp ef sleðinn hefði tekið að sökkva. Hundruðir fólks úr bænum hvöttu nágranna sinn á meðan á heimsmetstilrauninni stóð. Sjá má vatnaakstur Finnans í meðfylgjandi myndskeiði.
Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent