Viðskipti innlent

Róbert og Jón Diðrik kaupa hlut í Capacent

Nýtt fjárfestingarfélag, Capa Invest, hefur keypt 20 prósenta hlut í IMG Holding sem er eignarhaldsfélag Capacent-samstæðunnar. Fram kemur í tilkynningu að Capa Invest sé félag í eigu Róberts Wessman, forstjóra Actavis, og Jóns Diðriks Jónssonar, fyrrverandi aðstoðarforstjóra Glitnis. Kaupverð hlutarins er sagt trúnaðarmál. Með þessu verður Capa Invest kjölfestufjárfestir í Capacent en meirihluti félagsins er þó enn í dreifðri eign stjórnenda og starfsmanna, en af þeim fer Skúli Gunnsteinsson forstjóri samstæðunnar með stærsta hlutann. Í tilkynningunni er haft eftir skúla að alltaf hafi staðið til að fá fagfjárfest í hópinn til þess að styrkja félagið til áframhaldandi vaxtar, fyrst og fremst á erlendri grundu. 

Innan Capacent-samstæðunnar starfa nú um 340 manns, þar af um 120 hjá Capacent á Íslandi og um 220 hjá Capacent í Danmörku, eftir kaup félagsins á Institut for Karriereudvikling í síðustu viku. Næst á dagskrá hjá forvígismönnum félagsins er að efla starfsemina enn frekar í Danmörku, auk þess sem verið er að skoða athygliverð tækifæri í Svíþjóð, Finnlandi og Þýskalandi.


Frá vinstri: Árni Harðarson frá Salt Investments, félagi Róbert Wessman, Jóhann G. Jóhannsson frá Glitni, Skúli Gunnsteinsson frá Capacent, Hrannar Hólm frá Capacent og Jón Diðrik Jónsson frá Draupni.
Nýtt fjárfestingarfélag, Capa Invest, hefur keypt 20 prósenta hlut í IMG Holding sem er eignarhaldsfélag Capacent-samstæðunnar. Fram kemur í tilkynningu að Capa Invest sé félag í eigu Róberts Wessman, forstjóra Actavis, og Jóns Diðriks Jónssonar, fyrrverandi aðstoðarforstjóra Glitnis. Kaupverð hlutarins er sagt trúnaðarmál. Með þessu verður Capa Invest kjölfestufjárfestir í Capacent en meirihluti félagsins er þó enn í dreifðri eign stjórnenda og starfsmanna, en af þeim fer Skúli Gunnsteinsson forstjóri samstæðunnar með stærsta hlutann. Í tilkynningunni er haft eftir skúla að alltaf hafi staðið til að fá fagfjárfest í hópinn til þess að styrkja félagið til áframhaldandi vaxtar, fyrst og fremst á erlendri grundu. Innan Capacent-samstæðunnar starfa nú um 340 manns, þar af um 120 hjá Capacent á Íslandi og um 220 hjá Capacent í Danmörku, eftir kaup félagsins á Institut for Karriereudvikling í síðustu viku. Næst á dagskrá hjá forvígismönnum félagsins er að efla starfsemina enn frekar í Danmörku, auk þess sem verið er að skoða athygliverð tækifæri í Svíþjóð, Finnlandi og Þýskalandi. Frá vinstri: Árni Harðarson frá Salt Investments, félagi Róbert Wessman, Jóhann G. Jóhannsson frá Glitni, Skúli Gunnsteinsson frá Capacent, Hrannar Hólm frá Capacent og Jón Diðrik Jónsson frá Draupni.

Nýtt fjárfestingarfélag, Capa Invest, hefur keypt 20 prósenta hlut í IMG Holding sem er eignarhaldsfélag Capacent-samstæðunnar.

Fram kemur í tilkynningu að Capa Invest sé félag í eigu Róberts Wessman, forstjóra Actavis, og Jóns Diðriks Jónssonar, fyrrverandi aðstoðarforstjóra Glitnis. Kaupverð hlutarins er sagt trúnaðarmál.

Með þessu verður Capa Invest kjölfestufjárfestir í Capacent en meirihluti félagsins er þó enn í dreifðri eign stjórnenda og starfsmanna, en af þeim fer Skúli Gunnsteinsson forstjóri samstæðunnar með stærsta hlutann. Í tilkynningunni er haft eftir Skúla að alltaf hafi staðið til að fá fagfjárfesta í hópinn til þess að styrkja félagið til áframhaldandi vaxtar, fyrst og fremst á erlendri grundu.

Innan Capacent-samstæðunnar starfa nú um 340 manns, þar af um 120 hjá Capacent á Íslandi og um 220 hjá Capacent í Danmörku eftir kaup félagsins á Institut for Karriereudvikling í síðustu viku. Næst á dagskrá hjá forvígismönnum félagsins er að efla starfsemina enn frekar í Danmörku auk þess sem verið er að skoða athygliverð tækifæri í Svíþjóð, Finnlandi og Þýskalandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×