Erlent

Farþegaþotu með 104 manns saknað

Farþegaþota með 104 einstaklinga innanborðs er talin hafa hrapað nærri Kabúl, höfuðborg Afganistans, í óveðri sem hún flaug í gegnum. Flugvélin hvarf af ratsjám yfir fjalllendi, suðaustur af borginni, þar sem henni var flogið gegnum snjóbyl. Tyrkneskir embættismenn, sem sjá um flugvöllinn, tilkynntu að brak flugvélarinnar hefði fundist en það var síðar borið til baka. Leit var hætt í gær en átti að hefjast aftur í dag þegar birti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×