Vona að drengirnir finni neistann 9. desember 2008 11:56 Mynd/BB "Að sjálfssögðu er þetta leiðinlegt, því auðvitað vill maður reyna að snúa þessu við, en þeir vildu ekki gefa tækifæri til þess," sagði Bragi Magnússon sem var í gærkvöld leystur undan samningi við Stjörnuna. Stjarnan hefur aðeins unnið tvo af tíu leikjum sínum í úrvalsdeildinni til þessa og það þótti ekki viðunandi árangur að mati stjórnarinnar. "Maður hefði auðvitað viljað vinna að minnsta kosti tvo af þessum leikjum í viðbót. Við fengum skell á móti Keflavík en annars hafa leikir okkar allir verið jafnir og spennandi. Þetta var bara ekki að detta hjá okkur og við vorum t.d. ekki langt frá því að vinna KR, töpuðum í framlengingu gegn Grindavík og töpuðum naumlega fyrir Tindastól - sem eru efstu liðin í deildinni," sagði Bragi í samtali við Vísi. Þetta kemur heim og saman þegar úrslit liðsins í vetur eru skoðuð. Liðið steinlá fyrir Keflavík með 34 stigum á útivelli um miðjan síðasta mánuð, en hinum sjö leikjunum hefur liðið tapað með að meðaltali 6,3 stiga mun og engum þeirra með meira en 10 stigum. "Það var bara einhver andlegur þáttur í þessu sem kom í veg fyrir að við næðum að stíga upp og klára leikina. Ég vona bara að með nýjum manni og nýju skipulagi finni drengirnir einhvern falinn neista sem gerir það að verkum að þeir nái að klára þessa leiki sem eftir eru," sagði Bragi. Hann er nokkuð ánægður með það starf sem hann hefur unnið hjá Stjörnunni. "Ég tók við Stjörnunni í næstneðsta sæti í 1. deildinni fyrir tveimur árum og kom liðinu upp í úrvalsdeild og tel mig því eiga heilmikið í þessu liði." Vísir spurði Braga hvort hann ætlaði að halda áfram í þjálfun ef hann fengi gott tilboð til þess á næstunni. "Maður tekur sér kannski smá pásu eftir að hafa verið nánast samfleytt í þessu í einhver 17 ár, en ef kemur eitthvað spennandi upp á borðið er sjálfssagt að skoða það," sagði Bragi. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Bragi rekinn frá Stjörnunni Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hefur ákveðið að segja upp samningi við þjálfarann Braga Magnússon þar sem gengi liðsins í vetur hafi ekki verið í samræmi við væntingar. 9. desember 2008 11:36 Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti FH - Haukar | Harður slagur um Hafnarfjörð Handbolti Leik lokið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Leik lokið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Ármann - Keflavík | Kokhraustir gestir í Höllinni Þór Þ. - Valur | Hafa farið rólega úr blokkunum Njarðvík - Tindastóll | Heldur flug Stólanna áfram? Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Sjá meira
"Að sjálfssögðu er þetta leiðinlegt, því auðvitað vill maður reyna að snúa þessu við, en þeir vildu ekki gefa tækifæri til þess," sagði Bragi Magnússon sem var í gærkvöld leystur undan samningi við Stjörnuna. Stjarnan hefur aðeins unnið tvo af tíu leikjum sínum í úrvalsdeildinni til þessa og það þótti ekki viðunandi árangur að mati stjórnarinnar. "Maður hefði auðvitað viljað vinna að minnsta kosti tvo af þessum leikjum í viðbót. Við fengum skell á móti Keflavík en annars hafa leikir okkar allir verið jafnir og spennandi. Þetta var bara ekki að detta hjá okkur og við vorum t.d. ekki langt frá því að vinna KR, töpuðum í framlengingu gegn Grindavík og töpuðum naumlega fyrir Tindastól - sem eru efstu liðin í deildinni," sagði Bragi í samtali við Vísi. Þetta kemur heim og saman þegar úrslit liðsins í vetur eru skoðuð. Liðið steinlá fyrir Keflavík með 34 stigum á útivelli um miðjan síðasta mánuð, en hinum sjö leikjunum hefur liðið tapað með að meðaltali 6,3 stiga mun og engum þeirra með meira en 10 stigum. "Það var bara einhver andlegur þáttur í þessu sem kom í veg fyrir að við næðum að stíga upp og klára leikina. Ég vona bara að með nýjum manni og nýju skipulagi finni drengirnir einhvern falinn neista sem gerir það að verkum að þeir nái að klára þessa leiki sem eftir eru," sagði Bragi. Hann er nokkuð ánægður með það starf sem hann hefur unnið hjá Stjörnunni. "Ég tók við Stjörnunni í næstneðsta sæti í 1. deildinni fyrir tveimur árum og kom liðinu upp í úrvalsdeild og tel mig því eiga heilmikið í þessu liði." Vísir spurði Braga hvort hann ætlaði að halda áfram í þjálfun ef hann fengi gott tilboð til þess á næstunni. "Maður tekur sér kannski smá pásu eftir að hafa verið nánast samfleytt í þessu í einhver 17 ár, en ef kemur eitthvað spennandi upp á borðið er sjálfssagt að skoða það," sagði Bragi.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Bragi rekinn frá Stjörnunni Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hefur ákveðið að segja upp samningi við þjálfarann Braga Magnússon þar sem gengi liðsins í vetur hafi ekki verið í samræmi við væntingar. 9. desember 2008 11:36 Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti FH - Haukar | Harður slagur um Hafnarfjörð Handbolti Leik lokið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Leik lokið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Ármann - Keflavík | Kokhraustir gestir í Höllinni Þór Þ. - Valur | Hafa farið rólega úr blokkunum Njarðvík - Tindastóll | Heldur flug Stólanna áfram? Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Sjá meira
Bragi rekinn frá Stjörnunni Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hefur ákveðið að segja upp samningi við þjálfarann Braga Magnússon þar sem gengi liðsins í vetur hafi ekki verið í samræmi við væntingar. 9. desember 2008 11:36