Útgerðarfélag Reykjavíkur unir illa dómi héraðsdóms Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. mars 2020 18:53 Guðmundur Kristjánsson er stærsti eigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. skoðar nú stöðu sína eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi félagið til þess að greiða þrotabúi Glitnis um tvo milljarða króna vegna afleiðusamninga frá árinu 2008. Félagið unir illa dómnum „sérstaklega í ljósi þess að þrotabú Glitnis og fulltrúar hins opinbera komast undan kröfu um að sanna aðild sína að málinu,“ eins og segir í tilkynningu ÚR.Sjá einnig: Útgerðarfélag Reykjavíkur dæmt til að greiða þrotabúi Glitnis tvo milljarða Í tilkynningu kemur fram að félagið telji þrotabú Glitnis ekki aðila málsins „vegna þess að það afsalaði sér hinum meintu kröfum með sk. stöðugleikasamkomulagi við íslenska ríkið í desember 2015 áður en ÚR var stefnt í apríl 2016.“ Vill ÚR meina að allir ársreikningar Glitnis frá frá árunum 2015 til 2019 sem og ríkisreikningur fyrir árið 2016 staðfesti að umræddar kröfur séu ekki á meðal eigna þrotabúsins heldur ríkissjóðs: „Héraðsdómur átti að vísa málinu frá vegna þess að ÚR er dæmt til að greiða aðila sem á ekki þessa meinta kröfu. Eftir að málið var dómtekið hefur komið fram í mati ríkisendurskoðanda, sem framkvæmdastjóri ÚR hefur undir höndum, að umræddar kröfur eru í eigu ríkisjóðs. ÚR óskaði eftir því fyrir dómi að stöðugleikasamningurinn yrði gerður opinber og lagður fyrir dóminn og var framkvæmdastjóri hjá Seðlabanka Íslands kallaður fyrir með samninginn, en hann óhlýðnaðist dómara og neitaði að mæta með samninginn. Vitnisburður framkvæmdastjórans hjá Seðlabanka Íslands, stangast á við fullyrðingar í ársreikningum Glitnis 2015 til 2019, ríkisreikningi fyrir 2016 og Ríkisendurskoðanda. ÚR unir illa úrskurði héraðsdóms sérstaklega í ljósi þess að þrotabú Glitnis og fulltrúar hins opinbera komast undan kröfu um að sanna aðild sína að málinu. Það skýtur skökku við þegar gerðar eru auknar kröfur af almenningi og hinu opinbera til einkaaðila um gagnsæi að opinberir aðilar haldi kyrfilega leyndum samningum sem þeir gera við þrotabú í eigu erlendra huldusjóða og hindri þannig framgang eðlilegrar réttvísi hér á landi,“ segir í tilkynningunni en undir hana ritar Runólfur Viðar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Reykjavíkur. Dómsmál Sjávarútvegur Tengdar fréttir „Við eigum kannski ekki tvo milljarða í cash-i“ Svo virðist sem að endurrit af hljópupptökum af símtölum á milli Guðmundar Kristjánssonar, forstjóra Brims, og forstöðumanns gjaldeyrisviðskipta hins fallna banka Glitnis í október 2008 hafi skipt sköpum í máli þrotabúi Glitnis gegn útgerðarfélaginu. 3. mars 2020 14:00 Útgerðarfélag Reykjavíkur dæmt til að greiða þrotabúi Glitnis tvo milljarða Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Útgerðarfélag Reykjavíkur, sem hét um árabil Brim, til þess að greiða Glitni Hold Co, þrotabúi hins fallna banka Glitnis, tvo milljarða í deilu um greiðsluskyldu útgerðarfélagsins vegna 31 afleiðusamnings sem gerðir voru árið 2008. 3. mars 2020 10:38 Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. skoðar nú stöðu sína eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi félagið til þess að greiða þrotabúi Glitnis um tvo milljarða króna vegna afleiðusamninga frá árinu 2008. Félagið unir illa dómnum „sérstaklega í ljósi þess að þrotabú Glitnis og fulltrúar hins opinbera komast undan kröfu um að sanna aðild sína að málinu,“ eins og segir í tilkynningu ÚR.Sjá einnig: Útgerðarfélag Reykjavíkur dæmt til að greiða þrotabúi Glitnis tvo milljarða Í tilkynningu kemur fram að félagið telji þrotabú Glitnis ekki aðila málsins „vegna þess að það afsalaði sér hinum meintu kröfum með sk. stöðugleikasamkomulagi við íslenska ríkið í desember 2015 áður en ÚR var stefnt í apríl 2016.“ Vill ÚR meina að allir ársreikningar Glitnis frá frá árunum 2015 til 2019 sem og ríkisreikningur fyrir árið 2016 staðfesti að umræddar kröfur séu ekki á meðal eigna þrotabúsins heldur ríkissjóðs: „Héraðsdómur átti að vísa málinu frá vegna þess að ÚR er dæmt til að greiða aðila sem á ekki þessa meinta kröfu. Eftir að málið var dómtekið hefur komið fram í mati ríkisendurskoðanda, sem framkvæmdastjóri ÚR hefur undir höndum, að umræddar kröfur eru í eigu ríkisjóðs. ÚR óskaði eftir því fyrir dómi að stöðugleikasamningurinn yrði gerður opinber og lagður fyrir dóminn og var framkvæmdastjóri hjá Seðlabanka Íslands kallaður fyrir með samninginn, en hann óhlýðnaðist dómara og neitaði að mæta með samninginn. Vitnisburður framkvæmdastjórans hjá Seðlabanka Íslands, stangast á við fullyrðingar í ársreikningum Glitnis 2015 til 2019, ríkisreikningi fyrir 2016 og Ríkisendurskoðanda. ÚR unir illa úrskurði héraðsdóms sérstaklega í ljósi þess að þrotabú Glitnis og fulltrúar hins opinbera komast undan kröfu um að sanna aðild sína að málinu. Það skýtur skökku við þegar gerðar eru auknar kröfur af almenningi og hinu opinbera til einkaaðila um gagnsæi að opinberir aðilar haldi kyrfilega leyndum samningum sem þeir gera við þrotabú í eigu erlendra huldusjóða og hindri þannig framgang eðlilegrar réttvísi hér á landi,“ segir í tilkynningunni en undir hana ritar Runólfur Viðar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Reykjavíkur.
Dómsmál Sjávarútvegur Tengdar fréttir „Við eigum kannski ekki tvo milljarða í cash-i“ Svo virðist sem að endurrit af hljópupptökum af símtölum á milli Guðmundar Kristjánssonar, forstjóra Brims, og forstöðumanns gjaldeyrisviðskipta hins fallna banka Glitnis í október 2008 hafi skipt sköpum í máli þrotabúi Glitnis gegn útgerðarfélaginu. 3. mars 2020 14:00 Útgerðarfélag Reykjavíkur dæmt til að greiða þrotabúi Glitnis tvo milljarða Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Útgerðarfélag Reykjavíkur, sem hét um árabil Brim, til þess að greiða Glitni Hold Co, þrotabúi hins fallna banka Glitnis, tvo milljarða í deilu um greiðsluskyldu útgerðarfélagsins vegna 31 afleiðusamnings sem gerðir voru árið 2008. 3. mars 2020 10:38 Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
„Við eigum kannski ekki tvo milljarða í cash-i“ Svo virðist sem að endurrit af hljópupptökum af símtölum á milli Guðmundar Kristjánssonar, forstjóra Brims, og forstöðumanns gjaldeyrisviðskipta hins fallna banka Glitnis í október 2008 hafi skipt sköpum í máli þrotabúi Glitnis gegn útgerðarfélaginu. 3. mars 2020 14:00
Útgerðarfélag Reykjavíkur dæmt til að greiða þrotabúi Glitnis tvo milljarða Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Útgerðarfélag Reykjavíkur, sem hét um árabil Brim, til þess að greiða Glitni Hold Co, þrotabúi hins fallna banka Glitnis, tvo milljarða í deilu um greiðsluskyldu útgerðarfélagsins vegna 31 afleiðusamnings sem gerðir voru árið 2008. 3. mars 2020 10:38